Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 40
þegar 1906, og mörgum heiðursmerkjum var hann
sæmdur og heiðurstitlum; var hann t. d. gerður heið-
ursborgari i Belfast árið 1912, heiðursdoktor varð
hann við eigi færri en 5 háskóla, og mörg vísindafélög
kusu hann heiðursfélaga.
Kona Wright’s var dóttir héraðsdómara nokkurs.
Hana missti hann 1926. Þau eignuðust tvö börn, er á
legg komust. Hann var heilsuhraustur alla ævi. „Ég
hef aldrei haft af öðrum kvillum að segja en ofsakláða
og efasemdum, og þær hafa farið langtum verr með mig
en hann,“ sagði hann einu sinni. Hann hafði mikið dá-
læti á ritum ameríska skáldsins og lieimspekingsins
Emerson og kvaðst kjósa, að þessi orð hans: „Guð gef-
ur hverjum manni kost á að velja um sannleikann og
næðið“, yrðu letruð á legstað sinn.
Sir Frederick Gowland Hopkins
Hann andaðist í vor, rúmlega hálfum mánuði sið-
ar en Almroth Wright. Hann fæddist 1861 i Eastbourne,
kunnum baðvistarstað á suðurströnd Englands. Hann
missti föður sinn, er hann var á barnsaldri. Efni móð-
hans voru ekki mikil, en þó nóg til þess, að hann þurfti
ekki að ganga neinna nauðsynlegra hluta á mis í æsku
og gat snemma byrjað skólanám og stundað það á-
hyggjulaust, meðfram fyrir fjárstyrk frá nákomnum
ættingjum. 17 ára gamall hvarf hann frá námi og gerð-
ist skrifari lijá tryggingarfélagi. Honum var þó ríkt í
huga að afla sér frekari menntunar, og kom til orða,
að hann stundaði nám i Cambridge við háskólann þar;
af því varð samt ekki, og réðu ættingjar hans því, að
hann var ráðinn til náms hjá efnafræðingi einum. Þar
vann hann kauplaust umsaminn tíma, og um það leyti,
sem hann lauk náminu, fékk liann verðlaunapening úr
gulli fyrir efnafræðiritgerð. Nú fór hann að vinna fyrir
kaupi, og ekki leið á löngu þangað til hann varð að-
(38)