Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Síða 46

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Síða 46
Java, sem fyrstur fann orsok Beri-beri sjúkdómsins, er þar var landlægur, og tókst að lækna hann, og fyrir því má telja, að hafi verið fyrsti brautryðjandi fjörefna- rannsóknanna. Hefur aldrei leikið á tveim tungum, að báðir voru vel að þeim heiðri komnir. Af öðrum vísindaafrekum Hopkins skal hér aðeins nefna tvö. Annað voru rannsóknir þær í félagi við W. Fletcher, er leiddu til betri skilnings en áður á mjólk- ursýrumyndun í vöðvum, úr kolvetnum, þegar á þá er reynt eða þeir verða fyrir skemmdum, og hvernig ó- skemmdir vöðvar liða sýruna aftur sundur og eyða henni fyrir áhrif eldis (súrefnis). Hitt var fundur efnis, er hann nefndi „glutathion". Er það lifrænt brennisteinssamband og hefur það hlutverk í efna- skiftastarfi líkamsfrumnanna að stjórna eldistöku þeirra, og er því eitt þeirra efna, sem nefnd eru kveikj- ur eða efnakljúfar; valda kveikjurnar efnabreytingum, en taka ekki sjálfar þátt í þeim. Ýmsar aðrar mikilvægar uppgötvanir varðandi eldistöku líkamsvefjanna hefur leitt af fundi þessarar brunakveikju. Yfirleitt er talið, að enginn vísindamaður hafi verið kunnugri allri gerð líkamsfrumnanna og lifsstörfum þeirra en Hopkins, og engum, segja þeir, er til þekktu, að hafi verið jafn- lagið að lýsa eins áþreifanlega, ef svo má að orði kom- ast, þvi sem fer fram í þessum dvergheimum. Til dæmis um það má tilfæra hér það, sem maður, er hlýddi á erindi hans í brezku vísindafélagi einu, segir frá reynslu sinni um þetta: „Það var engu líkara en töfr- um, hve lifandi myndum hann gat brugðið upp fyrir hugskotssjónum vorum af frumunni og því, sem þar fer fram. Vér sáum í huga vorum þessar örsmáu efna- smiðjur, likastar agnarlitlum svömpum, langsamlega ó- sýnilegum berum augum, og samt hafandi að geyma allt að þúsund efnabreytingastöðvar, er hver um sig gegndi sérstöku starfi og voru þó allar samræmdar og samtengdar innan sömu heildar, si og æ að sundurliða (44)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.