Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 86
urlandsveginn upp. Lokið var að mestu við veginn yfir
Siglufjarðarskarð og unnið að Lágheiðarvegi. Á Aust-
urlandi var unnið á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Sunn-
anlands var einkum unnið að Selvogs- og Krýsuvíkur-
vegi. Mikið var unnið að viðhaldi vega. Allmarg-
ar nýjar brýr voru gerðar og unnið að viðhaldi eldri
brúa. Mesta brúin, sem unnið var að, var brúin yfir
Jökulsá á Fjöllum lijá Grímsstöðum. Við þessa brú
styttist vegurinn til Austurlands um 80 km. Meðal ann-
arra áa, sem brúaðar voru, má nefna Þverá í Hrepp-
um, Hofsá í Svarfaðardal og Norðfjarðará. Breikkaðar
voru brýrnar á Miklagili á norðanverðri Holtavörðu-
heiði og Hrútafjarðará. í Rangárvallasýslu var lokið
byggingu 600 metra langs varnargarðs úr Þórólfsfelli
skáhallt um farveg Þverár. Rennur þá mestallt vatn það,
sem áður féll í Þverá, í Markarfljót. Varnargarðurinn
austan við Markarfljót hjá Seljalandsmúla var styrktur.
Mikið var um framkvæmdir í simamálum. Sjálfvirka
símstöðin í Rvik var stækkuð um 1500 númer. 160 núm-
erum var bætt við í Hafnarfirði. Jarðsimakerfið i Rvik
og Hafnarfirði var aukið að mun. Lögð var ný jarð-
símalína milli Rvíkur og Hafnarfjarðar og önnur frá
Keflavik til Innri Njarðvíkur. Unnið var að jarðsíma-
lagningu frá Hvalfirði til Hrútafjarðar og enn fremur
frá Eskifirði til Neskaupstaðar um Oddsskarð. Talsvert
var og lagt af ofanjarðarlínum. Símalínan milli Stein-
grímsfjarðar og Reykjarfjarðar um Trékyllisheiði var
endurbyggð að miklu leyti. Miklar endurbætur voru
enn fremur gerðar á línunni milli Húsavíkur og Keldu-
hverfis um Tunguheiði og á linunni í Axarfirði. Not-
endasímar voru lagðir til meira en 250 sveitabæja. í
byrjun ársins var hafin radíóþjónusta fyrir flugvélar
(aðrar en herflugvélar), er lenda á Keflavíkurflugvell-
inum. Vegna þessa voru radíósendar settir upp á stutt-
bylgjustöðinni á Vatnsenda og viðtæki í Gufunesi.
Unnið var að því að koma á beinu talsamandi við
(84)