Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 106
launum". Nöfn leikritanna voru ekki látin uppi, en
þau voru: „Gizur Þorvaldsson“ eftir Eggert Ó. Brím
og „Frú Sigríður" (seinna: „Skipið sekkur“) eftir
Indriða Einarsson.
Úr því að þessi góða tilraun mistókst, var ekki ann-
að að gera en sætta sig við söngleikana, og það reynd-
ist flestum hægt. Hreyfingin út frá verðlaunaleikrits-
málinu hjaðnaði þó ekki með öllu niður. Nokkru siðar
skarst Stúdentafélagið í málið og kaus nefnd á fundi
seint á árinu 1894 „til að velja leikrit og lýsti yfir
þvi, að það vildi styðja með þessu, að haldnir yrðu
íslenzkir sjónleikar hér í vetur“. Þetta varð til þess,
eitt með öðru, að stofnað var Leikfélagið í Breið-
fjörðshúsi, og byrjuðu sjónleikar þar 6. janúar 1895
með tveimur nýjum íslenzkum leikritum: „Systkinin
i Fremstadal" eftir Indriða og „Hjá höfninni“ eftir
Einar Benediktsson, en auk þess voru „Hellismenn“
sýndir öðru sinni.
Leikfélögin i bænum voru þá orðin tvö og leikhús-
in tvö. Hlaut nú að draga til tiðinda, enda fór svo.
Bæði leikfélögin höfðu góðum kröftum á að skipa.
Hjá Leikfélaginu í Goodtemplarahúsinu hafði kornung
stúlka, Stefanía Guðmundsdóttir, byrjað að leika 1893
í einum af þessum smáleikum, sem félagið var svo iðið
við. Þar lék líka Helgi Helgason verzlunarmaður úr
Hafnarfirði. Stúlkan varð háa spilið á hendi Góð-
templaranna, leikkonan tilvonandi, sem lengst komst
i list sinni hér á landi. Annars hafði Leikfélagið i
Breiðfjörðshúsi vinninginn, þvi að það náði bæði
Kristjáni Ó. Þorgrímssyni og Árna Eiríkssyni frá Góð-
templarafélaginu, en hafði auk þess á að skipa mönn-
um eins og Sigurði Magnússyni og Ólafi Hauk Bene-
diktssyni, og loks kom þar fram önnur stúlka, sem
skipað hefur með sóma sinn sess i islenzkri leiklist,
Gunnþórunn Halldórsdóttir.
Það kann að þykja undarlegt, að kvenfólksins er
(104)