Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 110
stofnendur félaginu til styrktar og til aS halda því a'ð
leigu í húsinu. Utan félaganna þriggja, sem stóðu að
stofnun Leikfélags Reykjavíkur, voru þeir Brynjólfur
Þorláksson organisti og Friðfinnur Guðjónsson, sem
þá var nýfluttur í bæinn en hafði leikið á Akureyri og
ísafirði. Með þessu liði hóf nú Leikfélag Reykjavíkur
göngu sína, en skjótlega bættust því nýtir leikendur,
auk þeirra, sem fyrir voru, strax á öðru ári Guðrún
Indriðadóttir og Helgi Helgason.
Ekki verður með sönnu sagt, að Leikfélagið hafi
byrjað stórmannlega. Það fór sér hægt og gætilega,
klyfjað söngleikum og þrautreyndum smáleikum, sem
almenningur var sólginn i. Þar fór saman „Hjartsláttur
Emilíu“, „Trína í stofufangelsi“, „Ærsladrós“ og „Vara-
skeifa“, allt eftir dönskum kokkabókum. Auðvitað var
„Ævintýri á gönguför“ og „Frænka Charleys“ með í
lestinni, en þeir sjónleikar hafa enn þá ekki brugðizt
i Reykjavíkurbæ. Þótt söngleikafarganið sætti ámæli
hjá gagnrýnendum, sem vildu félaginu vel, eins og Ein-
ari Hjörleifssyni (ísafold) og Vilhjálmi Jónssyni
(Þjóðólfur), verður því varla neitað, að hin fyrsta fé-
lagsstjórn, en Þorvarður Þorvarðsson var formaður
hennar, fór skynsamlega að ráði sínu, er hún reyndi að
hæna fólk að leikhúsinu með því að beita léttmetinu
á öngulinn. Eftir reynslu annarra þjóða og stærri þykir
gott, ef leikhús, sem ekki er styrkt af opinberu fé og
það rausnarlega, hefur efni á því að velja eitt leikrit
af hverjum tíu með bókmenntalegu og listrænu gildi.
Eftir fyrstu 10 ár L. R. var opinber styrkur til félags-
ins samtals orðinn kr. 1500, og getur það varla kall-
azt ofrausn, en á þessum árum sýndi félagið 55 sjón-
leika og á meðal þeirra furðanlega marga, sem hvert
leikhús gat verið fullsæmt af. Hér má nefna sjónleika
Ibsens, „Víkingana á Hálogalandi“, „Afturgöngur“ og
„Heimilisbrúðuna“; „Gjaldþrotið", „Milli bardaga“ og
„Um megn“ eftir Björnstjerne Björnson og eftir þriðja
(108)