Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Side 126
Þorkell amtmaður Fjeldsted
kveður móðurmál sitt, íslenzkuna.
Árið 1770 skipaði stjórnin þriggja manna nefnd,
landsnefndina svo kölluðu, til þess að rannsaka liagi
íslendinga og gera tillögur um, hversu bætur mætti
ráða á vandræðum þeim, er þá krepptu að þjóðinni,
og benda á leiðir til þess að rétta við fjárhag hennar
og atvinnuefni. í nefnd þessari átti sæti einn íslend-
ingur, Þorkell Jónsson Fjeldsted, mikilhæfur dugnað-
armaður og gáfumaður. Hann var norðlenzkur að ætt,
sonar Jóns prests Sigurðssonar á Kvíabekk í Ólafs-
firði, f. 1740. Þorkell kom i Hólaskóla 1757 og var þar
tvo vetur, en 1759 var hann sendur til Danmerkur, til
náms þar, samkvæmt boði fræðslumálastjórnarinnar
um, að héðan skyldi árlega senda tvo efnilega sveina
úr stólsskólunum til náms í dönskum latínuskólum á
kostnað stjórnarinnar. Þorkell fekk því nær alla
menntun sína í Danmörku, stúdent frá Hróarskeldu-
skóla 1762, las lög í Hafnarháskóla, lauk embættis-
prófi 1766. Að loknu náminu hófst óvenjulega glæsi-
legur embættisframi Þorkels, er sýnir gögglega, að
maðurinn var ágætlega duglegur og mikilhæfur starfs-
maður. Árið 1767 verður hann málafærslumaður í
hæstarétti, lögmaður í Færeyjum 1769, starfaði i
landsnefndinni 1770—71, amtmaður í Finnmörk 1772,
á Borgundarhólmi 1778, lögmaður í Kristjánssandi i
Noregi 1780, stiptamtmaður í Þrándheimi 1786 og
gegndi því starfi til ársins 1796, en þá varð hann for-
stjóri í aðalpóststjórninni í Kaupmannahöfn. Naut hans
aðeins stutta hríð í þvi starfi, því að hann andaðist 19.
nóv. 1796. Þess er vert að geta hér, að Þorkell Fjeldsted
var einna atkvæðamestur þeirra landsnefndarmann-
anna og átti af þeirra hálfu mestan þátt í tillögum
þcim, er stjórnin fékk í hendur og byggðar voru á
skýrslum nefndarinnar og athugunum, en þó hér gæti í
(124)