Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Síða 24
UM HNATTSTÖÐU, SÓLARHÆÐ OG TÍMAMUN.
I töflunni á næstu síðu er greind hnattstaða 40 staða á landinu
auk Reykjavíkur, hæð sólmiðju í hásuðri frá þeim stöðum á sumar-
og vetrarsólstöðum og tímamunur á hágöngu á þessum stöðum og í
Reykjavík. Hnattstaðan hefur verið ákvörðuð eftir Herforingjaráðs-
kortunum (1:100,000). í kaupstöðum er miðað við staði eins og kirkju,
bryggju o. fl. og er það tekið fram þar sem rúmið leyfir.
I almanakinu er árlega greint frá því hvenær sól, tungl og helztu
reikistjörnur eru í hásuðri (háganga) frá Reykjavík. Hvenær háganga
er á öðrum stöðum á landinu, finnst með því að nota tímamuninn
í 4. dálki töflunnar og bæta honum við (+) eða draga hann frá (—)
Reykj avíkurtímanum. Þess er þó að geta, að þegar um tunglið er að
ræða er tímamunurinn í rauninni örlítið breytilegur og að meðaltali
3,7% meiri en taflan sýnir. Tímamunurinn fyrir Norðfjörð t. d. breyt-
ist þá úr —32,9 í —34,1 mín.
Dœmi: A sumarsólstöðum er sól í hásuðri frá Reykjavík kl. 12 29.
Á Akureyri er hún þá í hásuðri kl. 12 29 — 0 15 = 12 14, og hæð
hennar þar er 47°47/. I hánorðri er sólin þá kl. 24 14 = 0 14.
Taflan sýnir, að jafnvel á nyrztu stöðum landsins (Grímsey, Rifs-
tangi) kemur sóhn öll upp fyrir láréttan sjóndeildarhring á vetrar-
sólstöðum; hæð sólmiðju í suðri er þar 0o30', og neðri sólrönd er í
16—17' hæð.
Um miðnætursól á sumarsólstöðum er þessa að geta: Efri rönd sól-
ar sést í norðri frá stöðum, sem eru norðar en 6504-3'; sólmiðja sést
norðan við 65°58' og neðri sólrönd norðan við 66014'. Hér er miðað
við, að athugandinn sé við sjávarmál; standi hann hærra, svarar það
til færslu til norðurs er nemur 21',6 fyrir 100 metra hæð, 30',5 fyrir
200 m hæð, 37',4 fyrir 300 m hæð og 43',2 fyrir 400 m hæð. Á Bjargtöng-
um (65°30') þarf augað að vera í 33 m hæð og á Gerpi (65°04') í 320 m
hæð til þess að sjá efri rönd miðnætursólar á sumarsólstöðum. Þannig
má sjá miðnætursól frá öllum þeim stöðum á landinu, þar sem opið
haf er til norðurs, annaðhvort frá láglendi, eða frá stöðum, sem eru
undir 320 m hæð. Yfir Reykjavík mundi efri sólrönd sjást úr 1900
m hæð, ef eigi bæri fjöll í milli.
(22)