Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 28
muna styttri en önnur hár í reyfinu. Þau eru i reyf-
inu innanverðu og mynda hinn svokallaða þelfót.
Þelfóturinn er að meðaltali um 6 cm langur, mældur
á lagðinum óteygðum.
Þelhárin eru ca. 22 þúsundustu úr millimetra að
gildleika að meðaltali. Að fínleika jafnast þau á við
Merinóull, en eru aðeins misjafnari að gildleika en
Merinóullin og einnig misjafnari að lengd.
Um 88% af öllum hárum í reyfinu eru þelhár, en
sökum þess hve þau eru stutt og fin, er þelið ekki
nema um 50% af þunga reyfisins. Þelhárin i íslenzku
ullinni eru óreglulega liðuð. Þau falla því ekki vel
hvert að öðru í þræði, og þelþráður verður því
fyrirferðarmeiri en þráður úr jafnmörgum hárum í
Merinóull. En jafnframt heldur þelþráðurinn i sér
meira lofti og einangrar betur en þráður úr Merinó-
ull.
Eitt einkenni á þelhárunnum er það, hve fjaður-
mögnuð og teygjanleg þau eru. Þau leitast alltaf við
að taka á sig sína fyrri mynd, eftir að þau hafa
orðið fyrir þrýstingi. Af þessum sökum er islenzka
þelið og íslenzka ullin yfirleitt illa fallin til notkun-
ar i voðir, sem eiga að halda broti. Brotið hverfur
vegna þess, að hárin taka á sig sina fyrri mynd von
bráðar.
Toghárin eru grófari og lengri en þelhárin. Þau
standa út úr reyfinu og eru um 15 cm lengri en þel-
hárin að meðaltali, þ. e. um 21 cm að lengd. Margir
halda, að toghárin nái ekki inn úr reyfinu, en það er
misskilningur. Toghárin vaxa úr hársekkjum í skinn-
inu, og þau vaxa út á milli þelháranna. Þess vegna
er ekki hægt að losna við togið með því einu að
klippa þann hlutann af toginu, sem stendur út úr
reyfinu. Þá myndi neðri hluti togháranna verða eftir
niðri í þelinu, og sá hlutinn er jafngrófur og efri
hluti togsins eða þvi sem næst.
Toghárin eru misgróf, eftir þvi hvar er í reyfinu.
(26)