Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Síða 39
kvæmd því, sem verið er að gera áætlanir um, og
hvort sú framkvæmd borgar sig.
Hér hefur veriS drepiS á ýmis atriSi i sambandi
viS ull og gærur sem hráefni til iSnaSar. Þetta yfir-
lit er þó engan veginn tæmandi, enda ekki fyrst og
fremst ætlunin aS koma meS ákveSnar tillögur um
þaS, hvaS gera beri, heldur miklu fremur aS lýsa
þeim möguleikum, sem landbúnaSurinn býr yfir sem
hráefnaframleiSandi á þessu sviði.
Bændurnir geta framleitt ull og gærur af ýmsum
gerðum og gæðaflokkum. Hvaða gerðir eru hagkvæm-
astar sem hráefni fyrir iðnaðinn? Þeirri spurningu
verður ekki svarað að sinni, en ég tel, að iðnaður-
inn verði að hafa vakandi auga á þeim möguleikum,
sem eru á fjölbreyttri hráefnaframleiðslu á sauðfénu
okkar.
Samvinnan milli landbúnaðarins og iðnaðarins ætti
að vera með þvi móti, að iðnaðurinn geri sér grein
fyrir því, hvers hann óskar. Landbúnaðurinn mun
framleiða þær tegundir hráefna, sem eftirsóttastar
eru, ef þær seljast á hagstæðu verði til iðnaðarins.
Iðnaðurinn á hins vegar að geta greitt gott verð fyrir
tað hráefni, sem hagkvæmast er fyrir hann að nota.
Það eru þvi miklir möguleikar á liagkvæmum við-
skiptum milli iðnaðarins og landbúnaðarins, og til-
gangurinn með þessu yfirliti hefur fyrst og fremst
verið sá að benda á ýmsa þætti þeirra viðskipta.
(37)