Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Page 42
18. sept. skemmdist hlaða í Holti á Barðaströnd af
elai. 21. sept. skemmdist hlaða á Refsmýri í Fellum
af eldi. 25. sept. brann hlaða á Auðbrekku i Hörgár-
dal. 28. sept. skemmdist hlaða á Hálsi í Eyrarsveit af
eldi. 24. okt. brann Hótel Bjarg í Búðardal. 24. okt.
brann hlaða og fjárhús á Laugabóli í Arnarfirði. 29.
okt. brann íbúðarhús í Vestmannaeyjum. Sama dag
brann hús í Rvík, og var nokkrum börnum nauðulega
bjargað úr eldinum. 9. nóv. brann íbúðarhús á Munka-
þverá. 3. des. brann íbúðarskáli á Hvassahrauni á
Vatnsleysuströnd. 5. des. skemmdist stór hlaða i Salt-
vík á Kjalarnesi af eldi, og var sextíu kúm nauðulega
bjargað úr áföstu fjósi. 22. des. brann íbúðarhús á
Hólmavík. 25. des. skemmdist íbúðarhús á ísafirði af
eldi. 26. des. brann ibúðarhús i Blesugróf i Rvik.
Búnaður. Tún spruttu seint og voru viða kalin,
einkum norðanlands. Túnasláttur hófst viða tveimur
eða þremur vikum seinna en venjulega. Sumarið var
óþurrkasamt, og var heyfengur minni en í meðallagi.
Bændur fækkuðu allviða búpeningi um haustið vegna
heyskorts. Margir votheysturnar voru byggðir. Korn-
uppskera brást að miklu leyti. Búnaðardeild Atvinnu-
deildar Háskólans ræktaði hveiti á Skógasandi í til-
raunaskyni, og tókst það allvel. Sandgræðslan í Gunn-
arsholti keypti flugvél til áburðardreifingar. Komið
var upp heykögglaverksmiðju í Gunnarsholti. Hafin
var sandgræðsla á Breiðamerkursandi.
Enn fóru allmargar jarðir í eyði. Siðustu íbúar
Grunnavíkurhrepps í Norður-ísafjarðarsýslu fluttust
á brott (1920 voru 255 íbúar í Grunnavíkurhreppi)-
Nýbýlastjórn samþykkti stofnun 43 nýbýla (árið áður
40). Mikið var unnið að slcógrækt. Ákveðið var að
koma á fót tilraunastöð í skógrækt með styrk af
þjóðargjöf Norðmanna frá 1961. Kartöfluuppskera
var víðast hvar fremur rýr, en gulrófur spruttu all-
vel. Tveir garðyrkjumenn í Hveragerði, Lauritz
Christiansen og Paul Michelsen, hlutu heiðursverð-
(40)