Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 43
laun á garðyrkjusýningu í Khöfn í september. Æti-
svepparæktin á Laugalandi i Stafholtstungum jókst
mjög. Ber spruttu fremur illa víðast hvar á landinu.
Þó var talsverð berjatekja sums staSar, einkum á
Snæfellsnesi.
MæSiveiki varS vart í Haukadal í Dalasýslu. Slátrað
var 853,000 fjár (árið áður 820,000). Af því voru
769,000 dilkar (árið áður 766,000). Kjötmagn var
12,200 tonn (árið áður 11,700). Meðalþungi dilka var
13,75 kg (árið áður 13,90 kg). Mjólkurframleiðsla
jókst um 8% á árinu. Mjólkurbú Flóamanna hóf
framleiðslu á nýjum gerðum af osti og skyri.
Landsmót hestamanna var haldið á Þingvöllum í
júli. Reynd voru ýmis búnaðartæki af nýjum gerð-
um, t. d. af plógum, lokræsaplógum, sáðvélum, áburð-
ardreifurum, snúningsvélum, blásurum, mjaltavélum og
rúningsvélum.
Saltaðar gærur voru fluttar út á árinu fyrir 101,7
millj. kr. (árið áður 97 millj. kr.), fryst kindakjöt
fyrir 57,7 millj. kr. (árið áður 35,5 millj. kr.), ull
fyrir 46,4 millj. kr. (árið áður 20,6 millj. kr.), saltað
kindakjöt fyrir 10,5 millj. kr. (árið áður ekkert), fryst-
Ur kindainnmatur fyrir 8,9 millj. kr. (árið áður ekk-
ert), loðskinn fyrir 7,3 millj. kr. (árið áður 5,3 millj.
kr.), kaseín fyrir 4,9 millj. kr. (árið áður ekkert),
Sarnir fyrir 3,7 millj. kr. (árið áður 5,6 millj. kr.),
mjólkurduft og undanrennuduft fyrir 3 millj. kr. (ár-
ið áður ekkert), skinn og húðir fyrir 2,9 millj. kr.
(árið áður 3,3 millj. kr.), fryst nautakjöt fyrir 1,7
millj. kr. (árið áður ekkert).
Lánakerfi landbúnaðarins var breytt. 2. mai tók
«1 starfa Stofnlánadeild landbúnaðarins, en Rækt-
unarsjóður og Byggingasjóður hættu störfum. Lán til
ibúðarliúsa í sveitum voru hækkuð um 50%, en önnur
landbúnaðarlán um 10—15%. Hafnar voru lánveit-
ingar út á heimilisdráttarvélar. — Um vorið var
haldið námskeið i sveitastörfum fyrir æskufólk i
(41)