Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Side 51
í Rvík og nágrenni um sumarið. Mislingar gengu síð-
ari hluta árs, einkum i Þingeyjarsýslum. Reynd var
ný tegund af bóluefni við mislingum. Skarlatssótt og
rauðir hundar gengu um haustið.
Rannsókn fór fram á tannskemmdum og munn-
sjúkdómum hér á landi i samráði við Alabamaháskóla
í Bandaríkjunum. Voru um 4000 menn rannsakaðir.
Stofnun í Bandarikjunum veitti tvœr milljónir króna
til rannsókna á magakrabba hér á landi. Krabba-
meinsfélag Rvíkur fluttist í ný húsakynni. Þýzkir sér-
fræðingar rannsökuðu möguleika á þvi að koma upp
baðhóteli í Hveragerði.
Rauði Kross Islands og fleiri aðilar gengust fyrir
söfnun til bágstaddra barna i Alsir, og safnaðist um
ein milljón króna. Félög Sjálfsbjargar — lamaðra og
fatlaðra — voru stofnuð i Keflavík og á Sauðárkróki.
31 sjúkrahúslæknir sagði upp störfum 1. nóv., en
þeir tóku upp störf að nýju 14. nóv.
Heimsóknir. Skozkur þjóðdansaflokkur hélt sýn-
ingar í Rvík í janúar. Norski fræðimaðurinn Helge
Ingstad og kona hans heimsóttu ísland í febrúar, og
hélt Ingstad þá erindi um rannsóknir sínar á Ný-
fundnalandi. Hópur rússneskra listamanna heimsótti
ísland í apríl. Sendinefnd frá Arabíska sambands-
lýðveldinu, þar á meðal varautanríkisráðherrann,
heimsótti ísland í maí. Thorkild Kristensen, aðal-
framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar-
innar í París, kom i opinbera heimsókn til íslands í
júní. Varðberg, félag um vestræna samvinnu, hélt
þing i Rvík og á Bifröst í júní, og kom þangað all-
margt útlendra fulltrúa. 44 Vestur-íslendingar komu
i hópferð hingað um sumarið. Kaupmannahafnar-
biskup, dr. theol. Westergaard-Madsen, kom hingað
til lands i sambandi við prestastefnu íslands í júní.
Norski hagfræðiprófessorinn R. Frisch hélt nokkur
erindi hér á landi í júní um Efnahagsbandalag Evrópu.
Halvard Lange, utanrikisráðherra Norðmanna, kom
(49)