Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Side 100
um rannsóknum á BúrfellssvæSinu í Þjórsárdal i
sambandi við áætlanir um virkjun Þjórsár. Erlendir
sérfræðingar voru til aðstoðar við þessar rannsóknir.
Voru sprengd 800 metra löng göng inn í Búrfell til
að athuga jarðveg og bergtegundir. Nokkuð var unnið
að rannsókn á virkjunarskilyrðum við Hvítá í Árnes-
sýslu og Jökulsá á Fjöllum. Lagðar voru rafmagns-
línur 350 kílómetrar á lengd. Rafmagn frá Soginu var
leitt til Vestmannaeyja (tekið i notkun 27. okt.). Var
lagður 12 kilómetra strengur frá Krossasandi til
Eyja. Dieselstöðin i Vestmannaeyjum starfar áfram
sem toppstöð. Rafmagn var m. a. leitt á bæi i Kjós,
Þverárhlíð, Staðarsveit, Breiðuvík (Snæf.), Miðdöl-
um, Reykhólasveit, Víðidal, Hegranesi, Lýtingsstaða-
hreppi í Skagaf., Saurbæjar- og Glæsibæjarhreppi í
Eyjaf., Mývatnssveit, Aðaldal, Borgarfirði eystra, Fá-
skrúðsfirði, Breiðdal, Mýrum í A-Skaft., Eyjafjalla-
sveit, Hreppum, Biskupstungum, Grímsnesi og Gaul-
ver j abæj arhreppi.
Byggðar voru nýjar rafstöðvar á Raufarhöfn og
Höfn í Hornafirði. Þrjár spennistöðvar voru byggðar
í Kringlumýrarhverfi í Rvík. Raforkumálaskrifstofan
vann að rannsóknum á orkuþörf landsmanna á næstu
áratugum. Þing sambands íslenzkra rafveitna var
haldið i Keflavík í ágúst.
Samgöngur og ferðalög. Margir útlendingar komu
til íslands um sumarið (16,800 alls), og fjöldi íslend-
inga fór til útlanda.
Ný flugvél Loftleiða, Snorri Þorfinnsson, kom til
íslands i marz. Landhelgisgæzlan keypti nýja flug-
vél, Sif. Svifflugfélag íslands keypti kennsluflugvél
frá Þýzkalandi. Flugmálafélag íslands gekkst fyrir
flugkeppni og flugmódelsýningu í Rvík 26. ágúst.
Flugmálahátíð var haldin í Rvík 2. nóv. — Nýtt vita-
skip, Árvakur, smíðað i Hollandi, kom til íslands í
júní. Nýtt sanddæluskip, Sandey, eign Björgunar h.f.,
var keypt frá Þýzkalandi. Nýtt flutningaskip, Rangá
(98)