Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 104
samningsrétt opinberra starfsmanna, IfSnaðarmála-
stofnun íslands, tekjustofna sveitarfélaga, almanna-
varnir, Handritastofnun íslands, héraðsskóla, heyrn-
leysingjaskóla, aðstoð við fatlaða og lamaða, lækna-
þjónustu í dreifbýli o. m. fl.
27. maí fóru fram bæjarstjórnarkosningar i kaup-
stöðum og hreppsnefndarkosningar i kauptúnahrepp-
um. Bæjarfulltrúum í Kópavogi og á Húsavík var
fjölgað úr sjö i niu. Hreppsnefndarkosningar i sveita-
hreppum fóru fram í júnílok.
Útvegur. Heildaraflinn var 768,200 tonn (árið áður
641,000). Stafaði þetta af hinum aukna sildarafla.
Freðfiskur var 135,900 tonn (árið áður 144,800), salt-
fiskur 70,500 tonn (árið áður 74,600), harðfiskur
36,100 tonn (árið áður 47,600), isfiskur 30,400 tonn
(árið áður 33,100), niðursoðinn fiskur 336 tonn (árið
áður 114). Enn dró úr karfaaflanum, en ýsuaflinn
jókst. Nokkuð dró úr þorkaflanum, enda var gæfta-
leysi mikið á vertíðinni i janúar og febrúar. Auk þess
var löng vinnustöðvun á togaraflotanum, og yfirleitt
var þorskafli togaranna rýr. Auk sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og sjávarafurðadeildar S.Í.S. fór
nýr aðili, Atlantor h.f., að flytja út hraðfrystar sjáv-
arafurðir. — Innanlandsneyzla á fiski var 11,000 tonn.
Aflinn á sumarsildveiðum við Norður- og Austur-
land var hinn mesti, sem sögur fara af, og einnig var
góð sildveiði syðra. Alls var síldaraflinn 478,100 tonn
(árið áður 325,900). Af aflanum fóru 361,300 tonn í
bræðslu, 69,600 i söltun, 34,900 í frystingu og 12,000
í ís. Afköst síldarverksmiðjanna voru aukin talsvert,
einkum á Suðvesturlandi. Sildarleitarskip voru þrjú
um sumarið, en tvö um haustið og sildarleitarflug-
vélar tvær. Dæluskipið Sandey gerði tilraunir til að
dæla upp síld. Norskar síldarverksmiðjur sendu flutn-
ingaskip til Suðvesturlands til kaupa á íslenzkri síld
til bræðslu i Noregi.
53 ný skip bættust í fiskiflotann.
(102)