Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Page 109
húss. Umbætur voru gerðar á flugvellinum þar. Lokið
var byggingu félagsheimilis í Reynishverfi i Mýrdal,
og heitir það Eyrarland. Lokið var byggingu sæiu-
húss við Hafursey á Mýrdalssandi. Á Höfn í Horna-
firði var unnið að byggingu skólahúss, félagsheim-
ilis og mikils verzlunarhúss. Þar var hafin kirkju-
bygging. Milcið var unnið að gatnagerð í Höfn. Gerður
var nýr flugvöllur í Hornafirði. í Nesjum var unnið
að byggingu kirkju og heimavistarskóla. Mjólkurstöð
tók til starfa á Djúpavogi. Lokið var byggingu lækn-
isbústaðar þar. Nýtt félagsheimili, Hamraborg, var
tekið til afnota í Beruneshreppi. Unnið var að kirkju-
byggingu i Eydölum í Breiðdal. Unnið var að bygg-
ingu skólahúss i Stöðvarfirði. Á Fáskrúðsfirði var
unnið að byggingu félagsheimilis. Á Reyðarfirði var
unnið að byggingu skólahúss, sildarverksmiðju og að
gerð vatnsveitu. Á Eskifirði var unnið að byggingu
póst- og simahúss og læknisbústaðar, sundlaugargerð
og gerð vatnsveitu. Hið nýja félagsheimili í Neskaup-
stað, Egilsbúð, var vígt 19. mai. í Neskaupstað var
unnið að byggingu mjólkurstöðvar, og enn var unnið
að gagnfræðaskólahúsinu þar. Unnið var að iþrótta-
vellinum í Neskaupstað. Unnið var að þvi að full-
gera flugvöllinn í Norðfirði. Unnið var að stækkun
síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði og umbótum á
sundhöllinni. í Borgarfirði eystra var unnið að bygg-
ingu félagsheimilis. Unnið var að skólahúsbyggingu
á Eiðum. Á Egilsstöðum var unnið að byggingu fé-
lagsheimilis, og allmörg íbúðarhús voru bvggð þar.
Byggt var frystihús við Lagarfljótsbrú. Unnið var að
byggingu verzlunarhúss á Vopnafirði. Umbætur voru
gerðar á vatnsveitu Vopnafjarðar. Byggð var síldar-
verksmiðja á Bakkafirði. Miklar umbætur voru gerð-
ar á Skeggjastaðakirkju, og var luin endurvígð 1C.
september.
Á Þórshöfn var unnið að byggingu læknisbústaðar
og stækkun barnaskólahússins. Þar var og nnnið að
(107)