Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Page 117
allega frá Danmörku, Bandaríkjunum, Sviss, Bret-
landi, V-Þýzkalandi og ítaliu).
Af útflutningsvörum voru fryst fiskflök mikilvæg-
ust eins og að undanförnu. Þau voru einkum seld til
Bandarikjanna, Sovétsambandsins og Bretlands.
Helztu útflutningsvörur aðrar voru saltsíld (einkum
til Svíþjóðar, Sovétsambandsins og Finnlands), sild-
armjöl (aðallega til Bretlands, Danmerkur og V-
Þýzkalands), óverkaður saltfiskur (einkum til ítaliu,
Spánar, Portúgals, Bretlands og Grikklands), harð-
fiskur (til Nígeríu, Bretlands og Ítalíu), sildarlýsi
(einkum til Noregs, Bretlands, Kanada, Svíþjóðar og
V-Þýzkalands), isfiskur (til V-Þýzkalands og Bret-
lands), freðsíld (til V- og A-Þýzkalands, Tékkó-
slóvakíu, Sovétsambandsins, Póllands, Rúmeniu o. fl.
landa), fiskmjöl (einkum til V-Þýzkalands), saltaðar
gærur (einkum til V-Þýzkalands, Svíþjóðar og Dan-
merkur), þurrkaður saltfiskur (mest til Brasiliu,
nokkuð til Panama, Venezúela o. fl. landa), fryst
kindakjöt (aðallega til Bretlands), ull (mest til
Bandaríkjanna), rækjur og humar (til Bandaríkj-
anna, Bretlands og Sviss), þorskalýsi (til fjölmargra
landa, en mest til Tékkóslóvakíu, Bandarikjanna,
Danmerkur, Finnlands og Noregs), söltuð matarhrogn
(til Svíþjóðar og Grikklands), heiifrystur fiskur (að-
allega til Bretlands), ísvarin sild (til V-Þýzkalands),
niðursoðinn fiskur (aðallega til Sovétsambandsins,
Tékkóslóvakíu og Finnlands), frystur fiskúrgangur
til dýrafóðurs (til Finnlands, Svíþjóðar og Bretlands),
fryst hvalkjöt (til Bretlands og Bandaríkjanna), salt-
fiskflök (mest til V-Þýzkalands), ullarteppi (til
Sovétsambandsins), fryst hrogn (aðallega til Bret-
lands og Frakklands), hvallýsi (mest til Noregs),
söltuð þunnildi (til ítaliu), saltað kindakjöt (til
Noregs), sement (til Bretlands), frystur kindainn-
matur (til Bretlands), söltuð beituhrogn (til Frakk-
lands, Grikklands og Spánar), prjónavörur úr ull (til
(115)