Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Síða 43
DV Jólablað FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 43 The Incredibles frumsýnd á annan í jólum Ofurhetjur fá annan s Það er óskarsverðlaunateymið sem gerði Toy Story, Monsters Inc. og Finding Nemo sem stendur á bak við stórmyndina The Incredibles sem frumsýnd er í Sambíóunum og Háskóla- bíói á annan í jólum. í myndinni segir frá banda- rískri fjölskyldu sem saman- stendur af fyrrverandi ofurhetjtun sem enduruppgötva hina raunverulegu uppsprettu máttar síns - í hvert öðru. Bob Parr var einn af aðal-grímuklæddu baráttu- mönnunum í heiminum gegn glæpum, hann barðist gegn hinu illa og bjargaði líf- um á hverjum degi. En flmmtán árum síðar hafa hann og eiginkona hans Helen (sjálf fyrrverandi ofurhetja) neyðst til að gerast venjulegir borgarar og flytjast í úthverfi. í dag eru þau eins og hver annar Jón og hver önnur Gunna. Bob klæjar í lófana, hann langar svo að fá að gera eitthvað og grípur tækifærið fegins hendi þegar hann er boðaður á fjarlægja eyju til að að takast á við afar leynilegt verk- efni. Allt í einu hvflir framtíð jarðar á herð- um fjölskyldunnar og þau verða að flnna sig, firma hver þau voru áður fyrr. Fjöldi þekktra leikara gæðir persónunur The Incredibles lífl. Meðal þeirra eru Craig T. Nelson, Holly Hunter, Samuel L. Jackson, Jason Lee og leikstjórinn Brad Bird. Dúddl ígijeit h>ileikwn '»•111 rotarlnn gaöþM/, árunt ‘‘ö’1 xvintýiin IMt’ö olll 0 lueinu ibyygnir Jnkob lurnann fcrfyrn ilnum mönnum, Stuðmenn endurtaka leikinn Stuðmannamyndin I takt við tím- ann verður frumsýnd á annan í jólum I Smárabíói, Regnbogan- um, Laugarásbíói, Borgarbiói á Akureyri og í Selfossbíói. í takt við tímann fjallar að mestu um sömu persónur og komu fram i Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær persónur 22 árum eldri eins og gefur að skilja. I forgrunni eru söngvararnir Kristinn Styr- kársson Proppé og Harpa Sjöfn Hermundardóttir, en örlögin réðu því að leiðir þeirra skildu á þjóð- hátíð í Herjólfsdal. Stuðmenn eru í upphafi myndar aðeins lítið trió á hótelbar á Spáni, þó að hljóm- sveitarstjórinn Frímann eigi sér enn drauma um litríkan frama á tónlistarbrautinni. Stuðmenn vita líka að ísland er land tækifær- anna, þar sem nýsköpunarverk- efnin bjóðast hvert sem litið er. Dúddi er löngu hættur að róta og leggur nú stund á öllu andlegri störfog virðist sá eini sem hefur slegið almennilega í gegn. En þar með er ekki öll sagan sögð eins og kvikmyndahúsagestir munu komast að. Tökur hófust í Tívolí í Kaup- mannahöfn í september í fyrra, vetrartökur fóru fram í febrúar- lok, en aðaltökur í sumar sem leið. 30 ný lög Stuðmanna eru í myndinni. Auk Stuðmanna fara Eggert Þorleifsson og Höskuldur Ólafsson með stór hlutverk. Við sendum landsmönnum bestu óskir um gleðilegt ár með þökk fyrir samskiptin á liðnum árum. Verum samferða inn ( nýja tíma í raforkumálum landsmanna. RARIK JUfawU aýt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.