Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005
Fréttir DV
Meindýra-
eyðir kaupir
bústað
Bæjarráð ísafjarðarbæj-
ar hefur samþykkt kauptil-
boð meindýraeyðisins Vals
Richter frá ísafirði í sumar-
bústað bæjarins við Grund-
arstíg á Flateyri. Valur
skuldbindur sig til að flytja
bústaðinn burt á eigin
kostnað. Hann er 60 fer-
metrar að stærð, en honum
var komið fyrir á Flateyri
eftir að snjóflóð hreif með
sér Qölda húsa í þorpinu
árið 1995. Valur fær bústað-
inn á 2,3 milljónir króna.
Hann varð þekktur þegar
hann felldi tugi katta í ísa-
fjarðarbæ til að stemma
stigu við hálfgerðum katta-
faraldri árið 2003.
Geishur og
sushiíHÍ
Japönsk fjölskyldu-
hátíð verður haldin á
laugardaginn í Háskóla
íslands. Þar á að kynna
japanskan mat, tesiði,
origami pappírslist og
bardagaíþróttir. Fjallað
verður um geishur,
japönsk sverð, teikni-
myndir og útlensk töku-
orð í japönsku. Hægt
verður að fá nafn sitt
skrautritað með japönsku
letri. Aðgangur er ókeyp-
is. Að hátíðinni standa
sendiráð Japans og Há-
skólinn sem hóf kennslu í
japönsku haustið 2003.
Mdlskot eða
þjóðaratkvœði ?
Sigurður Kári Kristjánsson
þ ingmaður.
„Ég tel að það verði að endur-
skoða málskotsréttinn því
hann gengur ekki eins og
hann var notaður í sumar og
gerði forsetaembættið enn
pólitískara en það hefur verið.
Þjóðaratkvæði hljómar vel í
eyra en spurning er hvort
hægt sé að útfæra það svo
öllum iíki."
Hann segir / Hún segir
„Mér finnst þetta ekki vera
spurning um annað hvort eða.
Þetta á hvort tveggja að vera
inni í stjórnarskránni að minu
mati, málskotsrétturinn og
ákvæði um þjóðaratkvæði.
Það er svo bara spurningin
um hvernig það verður
útfært."
Guðrún Ögmundsdóttir
þ ingmaður.
Þórður Vormsson er 67 ára íbúi í Vogunum sem segist hafa verið lagður í einelti i
um 40 ár af bæjarbúum. Þórður er hættur að vinna vegna aldurs og segir lífið ein-
manalegt. Einu vinir hans séu ijórir kettir. Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri i
Vogunum, segir að reynt sé að hjálpa Þórði að lifa mannsæmandi lifi.
Þórður Vorms-
son íVogunum
„Ég kalla þetta
bara andlegt of-
beldi.Þaðerallt
gerttil að láta
mér iiða illa."
„Eg kalla þetta andlegt ofbeldi," segir Þórður Vormsson, 67 ára
íbúi í Vogunum. f 40 ár hefur Þórður þurft að þola einelti af
hendi bæjarbúa. Hann er hættur að vinna og segir lífið ein-
manalegt. Nú hafa bæjaryfirvöld opnað augun og ætla að hjálpa
Þórði að hefja nýtt líf.
„Ég hef verið lagður í einelti í 40
ár. Út af öllu mögulegu. Það varla
líður ár án þess að eitthvað gerist,“
segir Þórður sem býr að Brekku í
Vogunum. „Ég kalla þetta bara and-
legt ofbeldi. Það er allt gert til að
láta mér líða illa."
Beðinn um að lýsa lífi sínu segir
Þórður að það hafi verið einmana-
legt.
Einmanalegt líf
„Ég er nýhættur að vinna hjá ís-
lenskum aðalverktökum þar sem ég
vann í tuttugu ár,“ segir Þórður. „Ég
sakna ekki starfsins. Bara félags-
skaparins. Nú hangir maður bara
einn yfir sjálfum sér. Les krossgátur
og blöðin."
Félagsmálayfirvöld í Vogunum
hafa tekið mál Þórðar upp á sína
arma. DV hafði samband við Jó-
hönnu Reynisdóttur, sveitarstjóra
og félagsmálafulltrúa í Vogunum.
„Það á enginn maður skilið að
vera lagður í einelti," segir hún. „Ég
get lítið tjáð mig um hans mál sök-
um stöðu minnar en get þó sagt að
við erum að aðstoða Þórð með það
í huga að gera líf hans betra."
Bærinn hjálpar
Prestar, lögreglan, félagsmála-
yftrvöld og verkalýðsfélagið koma
að þeirri vinnu. Til dæmis er reynt
að finna nýtt starf handa Þórði sem
henti honum í ellinni. Eftir fjörutíu
ára þögn virðist samfélagið í Vog-
unum loksins vera að opna augun.
Jóhanna segir einelti vel þekkt
meðal úngs fólks og á vinnustöðum
en sjaldgæfara þegar komi að eldra
fólki.
„Það er samt ekki síður nauðsyn-
legt að aðstoða það. Svona lagað á
hreinlega ekki að líðast. Manni
finnst bara sjálfsagt að fólk komi
fram við náungann af virðingu,"
segir Jóhanna.
Elskar ketti
Eitt af því sem hefur farið fyrir
brjóstið á íbúum í Vogunum er
kattahald Þórðar. Sjálfur segir Þórð-
ur að kettirnir séu bestu vinir hans.
Einu vinir hans.
„Mér þykir óskaplega vænt um
Ég hef verið lagður í
einelti í 40 ár. Út af
öllu mögulegu. Það
varla líður ár án þess
að eitthvað gerist.
kettina mína fjóra," segir Þórður og
brosir. „Einn heitir Kobbi crazy og
er mjög gáfaður. Annar heitir
Birgitta, ein Rjómalind því henni
finnst rjómi svo góður og svo er
það kallinn á heimilinu. Hann er
fress og heitir Silfri.“
simon@dv.is
Barátta gegn rottum nærri Grindavík
Rottugangur hjá
íslandslaxi
Fjórir gefa kost á sér í rektorsembætti
Baráttan um Háskólann
r x WHZ&'Wfo ijni Hpí N vf f *Æ •.
■' p áíí r '7 fr % \ *
1 H í'i' - L •‘LgR -
wL sT'.'K'lBfe'' t
- npm '
Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir Vilja
öll vera rektor.
Kosningabaráttan fyrir rektors-
kjörið harðnar í Háskóla íslands.
Nú hafa fjórir frambjóðendur
tilkynnt framboð sitt til embættis
rektors við Háskólann. Það eru Ágúst
Einarsson, prófessor við viðskipta-
og hagfræðideild, Einar Stefánsson,
prófessor við læknadeild, Jón Torfi
Jónasson, prófessor við félagsvís-
indadeild og Kristín Ingólfsdóttir,
prófessor við lyfjafræðideild. Rekt-
orskjörið mun fara fram í mars.
Páll Skúlason, rektor HÍ, gefur
ekki kost á sér til endurkjörs.
Laxeldisstöðin íslandslax hefur
gripið til aðgerða til að losna við
rottugang sem þar er kominn upp á
yfirborðið. „Þær lifa hérna á fóðrinu
okkar," segir Hjalti Bogason stöðv-
arstjóri, sem tók við laxeldinu fyrir
um tveimur árum. „Vafalaust hafa
þær verið hér lengi. Frárennslismál
voru í ólestri þegar við hjá Samherja
komum að stöðinni. Umhverfls-
stofnun var hér í desember og þá
fórum við yflr þetta. Ég fékk frest til
vors og þá verður vinnunni væntan-
lega lokið," segir Hjalti.
Laxeldið er staðsett nokkra kíló-
metra frá Grindavík. Þar er laxi ekki
lengur slátrað, eins og áður var gert,
heldur er hann fluttur til Grindavík-
ur í slátrun. Hjalti tekur frarn að
Rottur Láta lítið fara fyrir sér en eru viða.
rottugangurinn hefur engin áhrif á
gæði laxins. „Ekki frekar en að þær
eru í fjöruborðinu og við veiðum
þorsk í Atlantshafinu."