Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005
Fréttir TfV
Metfjöldi
nýrra ríkis-
borgara
637 útlendingum var
veittur íslenskur ríkisborg-
araréttur á síðasta ári, sem
er met. Á árunum 1990 til
1997 fengu yfirleitt á annað
hundrað útlendinga ríkis-
borgararétt, en undanfarin
ár hefur þetta farið hraðvax-
andi. Árið 2003 fengu 436 út-
lendingar ríkisborgararétt og
árið áður 364. Flestir nýju ís-
lendinganna eru pólskir að
uppruna, eða 108 og 56
fæddust í fyrrum Sovétrikj-
unum. 52 koma frá fyrrum
Júgóslavíu, 49 frá Tælandi og
45 frá Filippseyjum.
Opnar búðir
um páskana
Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra hefur kynnt í
ríkisstjórn nýtt frumvarp
um rýmri opnunartíma
verslana á helgidögum.
Ætlunin er að verslanir sem
uppfylla ákveðin skilyrði
megi hafa opið föstudaginn
langa, páskadag og hvíta-
sunnudag. Rætt er um mat-
vöruverslanir minni en 600
fermetra og þar sem a.m.k.
tveir þriðju hlutar veltunn-
ar er sala matvæla, drykkj-
arvara og tókbaks.
Niðurskurður
ógnar skóla
Fulltrúar minnihlutans í
skólanefnd Árborgar segja
boðaða 24 milljóna króna
skerðingu á fjármagni til
grunnskóla á Selfossi munu
stefna faglegu skólastarfi í
hættu. „Skólinn okkar er
fjölmennur og sífellt eru
nýir nemendur að bætast
við. Með tilliti til réttinda
og þarfa nemenda finnst
okkur því skjóta skökku við
að boða niðurskurð af
þessari stærðargráðu, fyrir
utan það að fagleg rök
vantar,“ segjafulltrúar
minnihlutans og skora á
meirhlutann að hætta við
niðurskurðinn.
„ÞaÖ er nú eiginlega allt gott
að frétta afmér. Kominn i álið
og farinn að vinna í gullæð-
inu," segir Sigurður Aðal-
steinsson, fyrrum bóndi og nú
öryggisvörður hjá Bechtel,
sem byggir álver Alcoa við
Reyöarfjörð.„Þetta gengur
bara fínt og allt að komast á
fullt.Ég HHVPVVrain
er að G&rBiu ILÚ AUÆÆfc
vinna hjá Securitas. Maður er
mest I því að fylgjast með
ferðum til og frá vinnusvæð-
inu. Svo blð ég bara spenntur
eftir hreindýravertlðinni I byrj-
un ágúst. Þá tek ég mér frí og
tek hreindýraveiðina, sem er I
mlnum huga toppurinn á ár-
inu. Vertíðin hefur gengið vel
hjá mér og á mínum vegum
voru felld nærri tlu prósent af
kvótanum I fyrra."
Björgunarsveitir á vegum Landsbjargar hafa farið í rúmlega 70 útköll það sem af
er árinu. Valgeir Elíasson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að um óvenjumik-
inn fjölda sé að ræða og mun meir en menn reiknuðu með. Tekin hefur verið upp
ný skráning á vegum Landsbjargar til að geta betur fylgst með fjölda útkalla og
eðli þeirra.
Björgunarveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa
farið í rúmlega 70 útköll það sem af er árinu eða að jafnaði 4-5
slík á dag.
Valgeir Elíasson upplýsingafulltrúi
Landsbjargar segir að um óvenjumik-
inn fjölda útkalla sé að ræða og hafi
fjöldinn komið þeim á óvart.
„í lok síðasta árs tókum við upp
samræmdan aðgerðagrunn fyrir
björgunarsveitir okkar þar sem þær
geta skráð allar aðgerðir sem þær fara
í,“ segir Valgeir. „Hingað til hafa þess-
ar upplýsingar legið hjá lögregluemb-
ættum hringinn í kringum landið sem
hefur gert okkur erfitt að átta okkur
á íjölda smærri aðgerða björgunar-
sveitanna sem ekki eru boðaðar
beint með útkalh frá Neyðarlínunni
112, heldur í gegnum síma.“
Nýliðin helgi var engin undan-
tekning hvað varðar fjölda útkalla á
landinu öllu en þau voru, samkvæmt
aðgerðagrunninum, rúmlega 10 tals-
ins.
Stærsta aðgerðin var á vegum
björgunarsveitinnar Stráka frá Siglu-
firði á laugardagskvöld er leitað var að
fimm vélsleðamönnum í Héðinsfirði.
Einn fimmmenninganna hafði villst
frá hópnum en hinir fjórir fundust í
slysavarnaskýlinu í Héðinsfirði þar
sem þeir biðu aðstoðar. Alls tók 21
björgunarsveitarmaður úr Strákum
þátt í aðgerðinni á vélsleðum og snjó-
bíl auk þess sem björgunarskipið Sig-
urvin var kallað út þar sem tveir
vélsleðamannanna voru slasaðir.
Flutti skipið mennina sjóleiðis úl
Sigluíjarðar og var komið með þá
þangað um miðnættið á laugardags-
kvöld.
Englendingar í skafli
Af öðrum aðgerðum um eða eftir
helgina má nefna að björgunarsveitín
Kópur í Bfldudal var beðin um aðstoð
við að koma bónda inn í Auðahrings-
dal þar sem hann er með fjárhús.
Snjóflóð hafði fallið á leiðinni og gat
hann ekki komist af þeim sökum
nema með aðstoð björgunarsveitar
sem fór með hann á vélsleða.
Á sunnudag var björgunarsveitín
Mannbjörg í Þorlákshöfn send til að-
stoðar við tvo Englendinga sem festu
bfl sinn í skafli á Selvogsheiði. Björg-
unarsveitarmenn fóru á vettvang og
aðstoðuðu ferðalangana sem voru á
leið í Bláa lónið og var þeim beint á
greiðfærari leið.
Vélsleðamaður við Dufánsdal
Á laugardag var haft samband við
Björgunarsveitína Kóp á Bfldudal eftir
að vélsleðamaður hafði ekki skilað sér
til byggða. Spor vélsleðans lágu inn í
Dufánsdal þar sem hann fannst við
illan leik í sumarbústað eftir að hafa
fest sleðann uppi í hh'ðinni og tognað
í baki við að reyna að losa hann.
Þurftí vélsleðamaðurinn að skríða
nokkur hundruð metra tfl þess að
komast í bústaðinn þar sem hann
beið kaldur og stírður björgunar.
Farið var með hann tfl læknis á
Patreksfirði.
Kindur, hross og menn
Útköllin um helgina voru í
öllum landshlutum. Nefna má
að björgunarsveitin Kjölur á
Kjalarnesi fór tfl aðstoðar eftír
að maður slasaðist á göngu-
leiðinni á Esjuna, ofan við
Mógilsá, á laugardag.
Og sama dag var björgrm-
arsveitin Hérað á Egilsstöðum
kölluð út eftir að bfll lentí út af á
Fagradal. Björgunarsveitarmenn fóm
á vettvang á öflugum jeppa og spiluðu
bflinn upp á veg. Engin slys urðu á
fólki.
Þá var Björgunarsveitin Káraborg á
Hvammstanga beðin um aðstoð við
að ná hrossum sem vom innlyksa við
Syðri-Þverá.
Og 14 björgunarsveitarmenn frá
Biskupstungum, Flúðum, Laugar-
vatni og Grímsnesi fóm á 12 vélsleð-
um inn á uppsveitir Árnessýslu til að
aðstoða fjárbændur við leit að kind-
um sem gmnur var á
að væm á heið-
arlandi inn við
Efstadal
Brúarár-
skörð. Við
leitína fund-
ust 16 kind-
ur í þokka-
legu ásig-
komulagi.
Valgeir Elíasson Valgeir Elíason upplýs-
ingafulltrúi Landsbjargar segir að um
óvenjumikinn fjölda útkalla sé að ræða og
hafi fjöldinn komið þeim á óvart.
Sigurvin Björgunarskipið Sigurvin var
kallað útþarsem tveir vélsleðamann-
anna ÍHéðinsfirði voru slasaðir.
Björgunarsveitarmenn Útköll-
in um helgina voru iöllum lands-
hlutum og höfðu björgunarsveit-
armenn i nógu að snúast.
Gestir heimasíðu De Palace í Hafnarstræti
Könnun um innflytjendur á íslandi
Vilja bert hold á netinu
Eigendur Palace
Eiga einnig
skemmtistaðinn De
Boomkikker.
Níu af hverjum tíu þeirra sem
skoða heimasíðu staðarins De
Palace eru sammála því uppátæki
sem eigendur staðarins hafa tekið
upp á að taka myndir af viðskipta-
vinum staðarins sýna kynfæri og
bert hold.
Á heimasíðu hefur verið settur
hlekkur þar sem skrifað er: „Hvað
finnst ykkur um bert hold inni á þess-
ari síðu látið skoðun ykkar í
ljós..[...j ..framtíðin er í ykkar höndum."
Fólk er vinsamlegast beðið um
að láta sína skoðun í ljós og nokkr-
ir hafa gert það. Niðurstöðurnar
eru afgerandi því að 91 prósent vill
bera holdið og kynfærin áfram á
móti aðeins 9 prósentum sem vilja
bera holdið og kynfærin burt.
Myndirnar sýna bæði kynin og
eru myndimar að mestu leyti tekn-
ar inni á klósettum skemmtistaðar-
ins. Ekki náðist í eigendur staðar-
ins.
Skilja ekki ráðningarsamninga
„Þetta kom okkur nokkuð á
óvart," segir Elsa Arnardóttir, fram-
kvæmdastjóri Fjölmenningarseturs,
sem stóð fyrir könnun á viðhorfum
og aðstæðum innflytjenda á Vest-
fjörðum og Austurlandi. Þar kom
meðal annars í ljós að af þeim 80
prósentum innflytjenda á íslandi
sem hafa skrifað undir ráðningar-
samning í núverandi starfi skildu 62
prósent ekki innihald hans.
Könnunin náði ekki til Kára-
hnjúka og segir Elsa að líklega þyrfti
að gera sérstakan spurningalista
fyrir það svæði. „Þar er fólk í tíma-
bundnum störfum. í stað aðlögunar
ætti frekar að skoða aðbúnað og
kjör."
Könnunin gefur mikilvægar upp-
lýsingar um viðhorf innflytjenda til
ýmissa þátta og gefur mikilvægar
upplýsingar fyrir alla þá aðila er
koma að þjónustu við innflytjendur.
Innflytjendur á fslandi Vilja læra is-
lensku og skilja ekki ráðningarsamninga.
I könnunni kom fram að 90 prósent
innflytjenda höfðu áhuga á að læra
íslenskuna vel. Elsa segir það vera
góð tíðindi og sýni glögglega að vald
á íslenskri tungu er mikilvægt í aug-
um innflytjenda. Því sé fullt tilefni til
átaks í íslenskukennslu fyrir innflytj-
endur.