Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Page 10
1 0 FIMMTUDAGUR 10. MARS 2005
Fréttir DV
Markús þykir vera mikill vinnu-
hestur, heiöarlegur með ein-
dæmum og ávallt traustur.
Hann hefur gegnt mörgum
trúnaðarstörfum ígegnum tíð-
ina og þótti klár blaðamaður á
sínum tíma.
Margir vilja meina að út-
varpsstjóri Ríkisútvarpsins
sé nokkuð þurr á manninn.
Hann hefur verið gagnrýnd-
ur fyrir að gefa litið afsér og
þykir sjást lítið á göngum
Ríkisútvarpsins.
„ Við Markús störfuðum
vel saman I borgarstjóm
á sínum tíma. Sá timi
stóð skemur en ég bjóst
við. En fyrir mér er hann
mikill hugsuður og ráðagóður
maður. Hann er hreinn og beinn
og það eru mjög mikilvægir kost-
ir. Einhverjum myndi þykja það
ókosturað vera ekki mjög áber-
andi útá við. Mér finnst það þó
fremur kostur en galli að menn
séu hlédrægir."
Arni Sigfússon bæjarstjóri
„Það hafa fáir brallað og
hlegiðjafn mikið saman
og við Markús á þeim fjör-
utíu árum sem við höfum
þekkst. Hann er mjög
traustur og vandaður maður í
öllu sem hann tekur sér fyrir
hendur og er algjör vinnuhestur.
Hann hefur einnig góðan húmor.
Það halda þvi margir fram að
hann sé svolítið þurr á manninn
en það er misskiiningur. Hann er
bara ekki þessi týpa sem reynir
að kaupa sér vinældir og vill frek-
ar halda sig svoiítið til hiés. Hann
geturþó stundum verið nokkuð
stífur."
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi
br:' m
„Markús er einkar Ijúfur
og skemmiiegur, mikill
húmoristi og hefur gam-
anafað gantast í góðra
vina hópi. Hann hefur
líka mikla leikarahæfi-
leika og er ófeiminn við að beita
þeim. Við unnum saman á frétta-
stofu Sjónvarpsins hér fyrir margt
löngu. Þar naut hann sín vet,
hugmyndaríkur og með gott
fréttanef, skipulagður, röskur til
verka og vinsæli meðal sam-
starfsmanna. Hann sýndi þá þeg-
ar leiðtogahæfileika og var um
tima formaður starfsmanna-
fétagsins."
Ólafur Ragnarsson útgefandi
Markús Örn Antonsson er fæddur árid 1943 í
Reykjavík. Hann er kvæntur Steinunni Ár-
mannsdóttur skólastjóra og eiga þau tvö
börn. Markús hefur komiö viöa viö. m.a. sem
blaðamaður, og var um tíma borgarstjóri
Reykvíkinga. Hann gegnir nú stöðu útvarps-
stjóra og ræður þar menn i stööur innan rik-
isbdknsins samfara ööru daglegu amstri.
Tekist á um
meinta galla
Mál hjónanna Karls
Ágústs Úlfssonar ogÁs-
dísar Olsen gegn Guð-
rúnu Þóru Hjaltadóttur
sem keypti af þeim
íbúð áÆgisíðu var tekið
fyrir í Héraðsdómi
Reykjavfkur í gær. Eins
og DV hefur áður greint frá
telur Guðrún Þóra hjónin
hafa leynt sig göllum við
sölu á íbúðinni og neitar að
greiða umsamið kaupverð
að fullu. Karl Ágúst og Ás-
dís vitna í niðurstöðu mats-
manna og krefjast þess að
Guðrún verði dæmd til að
borga upphæðina sem á
vantar.
Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi fyrir ótal innbrot og fikniefnabrot.
Hann reyndi meðal annars að stela hjólhýsi á stolnum jeppa í versluninni Evró.
Eigandi verslunarinnar stöðvaði þjófinn og hefur nú komið sér upp sérþjálfuðum
hermanni til þess að gæta verslunarinnar á næturnar.
Júgóslavneskur sérsveitarmaður
gætir hjólhýsa a
Hörður Hákon Jónsson var í gær dæmdur í Héraðsddmi fyrir
nokkur þjófnaðarbrot og einnig fyrir að hafa verið tvívegis
tekinn með fíkniefni í fórum sínum. Hörður virðist á skömmum
tíma hafa farið ránshendi um höfuðborgarsvæðið og var ákæran
í átta liðum.
Grensasveginum
Hörður braust inn í Hótel Smára
og stal þar IBM-fartölvu, 12 flöskum
af áfengi og 6 bjórum. Því næst fór
hann inn í geymslu og tók þrjá borð-
lampa. Rúða í þvottahúsinu Laugar-
stapa var svo brotin og ýmsum
tölvubúnaði, dagbókum, leður-
möppu, litaborða i faxtæki og ýms-
um ritföngum var stolið. Radarvari
og bílskúrsopnari voru teknir og
myndbandsupptökuvélar í öðru
ráni. Einnig var hann stöðvaður af
lögreglu með kannabisefni og am-
fetamín.
Hörður ákvað síðan að gerast
stórtækur á föstudaginn langa í
fyrra. Þá stal hann Pajero-jeppabif-
reið og náði í félaga sinn suður í
Sandgerði. Þeir keyrðu síðan til
Reykjavíkur í útivistarbúðina Evró
þar sem hjólhýsi að verðmæti
2.300.000 var fest aftan í jepp'abif-
reiðina. „Við vorum fyrir tilviljun
staddir í versluninni að horfa á fót-
bolta þegar við sjáum jeppabifreið-
ina út um gluggann," segir Svein-
björn Árnason, annar eigandi versl-
unarinnar, en hann náði að stöðva
þjófana áður en hjólhýsinu var ekið
á brott.
Vaktar verslunina
„Þegar við komum að þeim hljóp
sá stelsjúki í burtu en við náðum
lyklunum af jeppanum og hringdum
á lögregluna," segir Sveinbjörn og
„Ég var án gríns að
spá í að fá mér hund
og hefsjálfur gist
hérnatil þessað
passa hjólhýsin“
furðar sig á því hversu mikið vesen
er að kæra svona lagað. „Það var
alltaf verið að biðja mig um að koma
niður í héraðsdóm en ég mætti
aldrei enda mikið að gera. Síðan var
mér skipað að mæta og ég sagði
mína sögu. Það mætti halda að ég
hefði lent í þessu en ekki hann,“
segir Sveinbjörn, sem var verulega
ósáttur með allt þetta vesen og
fannst undarlegt hversu æstur dóm-
arinn varð þegar hann mætti með
tyggjó í vitnastúkuna.
Eigendur verslunarinnar hafa nú
þegar gert ráðstafanir og vakta nú
verslunina á næturnar. „Við höfum
samt ekkert lent mikið í þjófnaði en
menn hafa verið að reyna að stela
húsbflum og myndavélum," segir
Sveinbjörn en nýlega voru tvær
fánastangir brotnar fyrir utan versl-
unina.
Sérþjálfaður Júgóslavi
„Við erum nú komnir með næt-
urvörð sem er sérþjálfaður hermað-
ur frá Júgóslavíu. Það þarf að ná
þessum náungum," segir Svein-
björn, sem hefur einnig komið sér
upp öflugu þjófavarnarkerfi. Sér-
þjálfaði hermaðurinn gistir í versl-
uninni enda nóg af rúmum í vögn-
unum að sögn Sveinbjarnar. „Ég var
án gríns að spá í að fá mér hund og
hef sjálfur gist hérna til þess að
passa hjólhýsin," segir Sveinbjörn
að lokum, ákveöinn í að grípa næstu
hjólhýsaþjófa.
breki@dv.is
Nýjar tölur frá Stígamótum eru sláandi
Hópnauðganir standa í stað
Sjö einstaklingum var hóp-
nauðgað á síðasta ári. Það er sami
fjöldi og árið 2003 og standa því
hópnauðganir í stað. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu Stígamóta sem
kynnt var fjölmiðlum í gær. Þar
kemur einnig fram að aðsókn að
Stígamótum hafl minnkað, vinnu-
álagið aukist en stuðningsviðtöl-
um fjölgað.
Tölfræðin um hópnauðganirn-
ar er þó trúlega mest sláandi. Þór-
unn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá
Stígamótum, sagði í viðtali við DV
í sumar þegar fyrsta útborgunar-
helgin nálgaðist að meiri grimmd
væri í kynferðisofbeldisbrotum en
áður. „Það er meira um hóp-
nauðganir. Strákar taka sig
kannski þrír fjórir saman og skipt-
ast á að nauðga stúlkunum
dauðadrukknum eða uppdópuð-
um. Þetta er öðruvísi en áður.“
Þórunn tók jafnframt fram að
það væru ekki bara stúlkur sem
væru í hættu.
„Þetta gæti verið dóttir manns,
frænka eða frændi. Oft eru það
strákar sem nauðga strákum. Þeir
sem ætla sér að fremja glæpi gera
það,“ sagði hún.
í ársskýrslu Stígamóta er farið
yfir öll nauðgunarmál. Þau eru
sögð hafa fækkað úr 155 í 133 og
sifjaspellsmálum fækkað úr 163 í
149. Einnig er farið í vændismál
en árið 2003 hafði Stígamót sam-
band við 30 einstaklinga vegna
vændis en sú tala lækkar niður í
22. Sem hljóta að vera góðar
fréttir.
Þórunn Þórarinsdóttir, ráð-
gjafi hjá Stígamótum
Hópnauðgunum fækkar ekki.
Garðbæingar
sárirJóni
Bæjarráð Garðabtejar segir
ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins
um sameiningu heilsugæslustöðva
á höfuðborgarsvæðinu ganga þvert
gegn sjónarmiðum um eflingu á
starfsemi heilsugæslunnar í Garða-
bæ. Aukin miðstýring dragi úr
„ffumkvæðisáhrifum" heilsugæsl-
unnar og hafi neikvæð áhrif á sam-
starf við bæjaryfirvöld. Bæjarráð
hefur falið Ásdísi Höllu Bragadóttur
bæjarstjóra að ræða málið við Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra og
stjórnendur Heilsugæslunnar í
bænum.