Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 10. MARS 2005
Menning DV
unmng
insson pbb(a)dv.is
junssonar. n r
Jarð. Ritfregn
skjálftinn í Kobe er miðdepill
þessa áhrifaríka smásagnasafns;
„skjálftinn er eins og bergmál
löngu liðinna atburða sem nú
brjótast ffam úr sálardjúpinu og
skekja tilveru fólks sem svo lengi
hefur stigið afar varlega til jarðar"
segir í fréttatilkynningu Bjarts.
Haruki Murakami er einn vin-
sælasti rithöfúndur samtímans. Á
síðustu árum hafa verk hans vak-
ið gífurlega athygli í Japan og
víða annars staðar í heiminum.
Murakami var meðal gesta á
Bókmenntahátíð í Reykjavík
haustið 2003. Áður hefur Bjartur
gefið út eftir hann skáldsögurnar
Spútnik-Ástin og Sunnan við
mærin, vestur af sól.
Nýjasta verk hans, Kafka on
the Shore, hefur vakið mikla at-
hygli og verið fáanlegt í ensku
þýðingunni í bókaverslunum í
Reykjavík. Það er Oddi hf. sem
prentar, en kápu hannar Ásta S.
Guðbjartsdóttir, verð 1.980 kr.
Afgangar á Ganginum á Rekagranda
Haraldur Jónsson myndlistarmað-
ur opnar sýningu í Ganginum hjá
Heiga Þorgils Friðjónssyni á föstudag-
inn kl. 17. Þar hefur hann sett upp
innsetninguna Afgangar. Gangurinn
er margfrægt rými sem Helgi Þorgils
hefur rekið um langt skeið á heimili
sínu að Rekagranda 8 þar sem forðum
voru sorphaugar Reykjavíkur og
nefndist gatan þá Ástarbrautin.
Haraldur vinnur jöfnum höndum í
marga miðla en skynjun og margbrot-
in tengsl eru honum einkar hugleikin;
hvemig við ritskoðum sumar tilfinn-
ingar og hugsanir um leið og þær
brjótast upp á yfirborðið. f innsetn-
ingu sinni hefur hann dregið saman
eitt og annað sem hann telur mynda
heildstæða mynd. Klósettið segir
hann einskonar kapellu; „Ég sakna
skriftastólsins" segir hann. „Einu leif-
ar hans í okkar samfélagi er klósettið."
Hann segir ganginn hjá þeim hjónum
á Rekagranda „Kafkaeskt rými" sem
heilli sig.
Áhugasamir geta hringt á undan
sér vilji þeir skoða sýninguna, en
Helgi er í símaskránni.
Forleikur að sýningunnl Af-
gangar hjá Haraldi Jónssyni.
Fórst þú til Riccione á árunum 1980 til 1990? Þá manst þú eftir veitingastaðnum La
Travíata. Á laugardag verður opnuð allsérstæð sýning í Þjóðminjasafninu þar sem
úrval ljósmynda frá þessum vinsæla veitingastað sýnir íslendinga á erlendri grund
í hátíðarskapi hjá þeim glöðu gestgjöfum og trúðum, bræðrunum Manfroni.
Samvinnuferðir Landsýn hófu
sldpulagðar ferðir á Rimini-ströndina
við Adriahafið 1980 og til Riccione
streymdu flugvélafarmar af íslensk-
um ferðamönnum. Bræðurnir Nerio
og Maurizio ráku þá veitingastað í
Riccione, La Travuata, sem varð strax
miðstöð íslendinga í þessu gamla
smáþorpi sem á þessum árum var
heldur vanþróaður ferðamannastað-
ur en hefur nú skipt um ham svo þeir
sem áður fóru þar um þekkja hann
varla sem sama stað. Bræðumir
héldu uppi fjörinu á staðnum og
helguðu gestum frá íslandi krafta
sína. Hluti af þjónustu þeirra var
myndataka af gestum og þær myndir
gefa einstaka sýn á hvemig landinn
ber sig á sólarströnd, hvemig þjóðin
bar sig við skemmtanahald á þessum
næstsíðasta áratug tuttugustu aldar.
Hin afvegaleidda
Ólafur Gíslason listffæðingur seg-
ir í sýningarskrá: La Traviata var ekk-
ert venjulegt veitingahús, heldur allt í
senn, matsölustaður, bar, kabarett og
leikhús, og leikaramir í þessum kab-
aretti vom allir gestir og starfsfólk
staðarins, ungir sem gamlir.
Þeir bræður höfðu ótrúlega hæfi-
leika til að leiða farþega okkar út úr
vanabundinni hugsun og fordómum
hversdagsins og láta staðinn standa
undir nafhi, ekki bara sem merkis-
bera ítalskrar menningar í mynd tón-
skáldsins Verdi og óperunnar La Tra-
viata, heldur líka samkvæmt bókstaf-
legri merkingu orðsins La Traviata:
Hin afvegaleidda. Á La Traviata var
hin afvegaleidda íslenska þjóð sann-
arlega komin í annan heim þar sem
stöðnuðum forskriftum og fordóm-
um var kastað fyrir róða.
Það er forsenda farsælla ferðalaga
að menn villist af leið svo að þeir
þekki aftur eigin heimkynni og sjái
þau í nýju ljósi. Ekkert stóðst saman-
burð við La Traviata í þessari viðleitni
okkar sem störfuðum á Rimini og
Riccione á árunum 1980-90.
Einstakt safn
„Sú myndasýning sem hér hefur
verið sett upp er afrakstur samvisku-
samlegrar umhirðu Nerio Manffoni,
sem hélt til haga öllum gögnum um
starfsemi veitingahússins umræddan
tíma, meðal annars þeim ljósmynd-
um sem urðu afgangs hjá götuljós-
myndurunum sem komu þar við á
hverju kvöldi. Ljósmyndasafn Nerio
Manfroni frá þessum tfrna fýllir mörg
bindi og það lýsir höfðingsskap hans
og framsýni að hann skuli nú hafa af-
hent Þjóðminjasafhi íslands að gjöf
þann stóra hluta safnsins sem snertir
hina íslensku gesti staðarins sérstak-
lega. Þetta safn ér ómetanleg heimild
um íslenska þjóðhætti og menningu
á síðari hluta 20. aldar, þegar ferðalög
íslendinga til ffamandi landa urðu í
fyrsta skipti möguleg fyrir allan al-
menning."
Gefst nú mönnum kostur á að
sjá þennan tíma eins og þeir séu
gestir í fjarlægu landi og athuga
hvort þeir þekkja þetta fólk, vilji
menn kannast við spegilinn þegar
litið er í hann. Sýningin verður opn-
uð á laugardag.
ÁítaKu Landar aö skemmta sér hjd Hinni af-
vegaleiddu þarsemalltgatgerst
*
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 1 03 Reykjavík
Þing um H.C. Andersen og listina að segja sögu i Gerðubergi
STÓRA SVIB
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Aðalæfing Fí 10/3 Id 20 - kr. 1.000,-
Frumsýníng Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20,
Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
vesturfarasögum BöOvars Cuðmundssonar
Su 13/3 kl 20 Fí 17/3 kl 20, Fí 7/4 kl 20, Fö
8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20
HERI HERASON
e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20
LINA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Lau 2/4 kl 14 - Aukasýning
Su 3/4 kl 14 - Aukasýning
Lokasýningar
HOUDINI SNYR AFTUR
Fjölskyldusýning um páskana.
Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20,
Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA
- UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
Kl 18:00 GleÖistund f forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið
- kynníng á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins
Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
NÆRING FYRIR SAL OG LÍKAMA - BÓKIÐ í TÍMA
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
SEGÐU MER ALLT
e. Kristínu Ómarsdóttur
Su 13/3 kl 20. Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 k! 20
BELGISKA KONGO
e. Braga Ólafsson, Críman fyrir besta leik I
aðalhlutverki
Fi 10/3 kl 20 - UPPSELT.
Fö 11/3 kl 20,
Lau 12/3 kl 16 - AUKASÝNING
Lau 12/3 kl 20 - UPPSELT,
Lokasýningar
AUSA eftir Lee Hall
/ samstarfí við LA.
Su 13/3 kl 20, Su 20/3 kl 20
- Ath: Miðaverð kr. 1.500
AMERICAN DIPLOMACY
eftir Þorleif örn Arnarsson. í samstarfi við
Hið lifendi leikhús.
Fö 11/3 kl 20, Lau 18/3 kl 20
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson. í samstarfi við TÓBÍAS.
Fi 10/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20
ALVEG BRILLJANT SKILNADUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Fö 11/3 kl 20,
Lau 12/3 kl 20 - UPPSELT,
Fö 18/3 kl 20 - UPPSELT,
Lau 19/3 kl 20
Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Lau 12/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20
Börn 12 ára óg yngri fá frítt í
‘ Borgarieikhúsíð í fyigd fuilorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusimi 568 8000 * midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.botgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga,
10-20 miðviku , fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga
Þetta var nú ósvikin saga
Ráðstefria helguð rithöfundin-
um H.C. Andersen verður haldin í
Gerðubergi á laugardaginn. Að
henni standa Borgarbókasafnið,
Félag skólasafnakennara, IBBY,
Gerðuberg, SÍUNG, Skólasafna-
miðstöð Reykjavíkur og Upplýsing.
Á ráðstefnunni verða haldin nokk-
ur erindi. Annette Lassen segir ffá
norrænum áhrifum á upphafsár
skáldsins, en hún er bókmennta-
fræðingur sem hefur lagt stund á ís-
lensku og kennt hér um nokkurt
skeið. Annette hefur þýtt íslensk
verk, meðal annars Bláa hnöttinn.
Kristín Unnsteinsdóttir segir frá
munnmælaævintýrum, hvar rætur
þeirra liggja og hvaða gildi þau hafa
fyrir börn.
í erindinu teflir Kristín saman
andstæðum hugmyndum fræði-
manna um uppruna sígildra tákn-
mynda í ævintýrum, um gildi ævin-
týra fyrir börn og hvenær þau eru
móttækilegust fyrir sögum af þessu
tagi. Eftir Kristínu hafa á undan-
fömum árum birst greinar um
munnmælaævintýri og ævintýri
sem börn hafa samið sjálf. Kristín
lauk MED prófi frá Kennaraháskóla
íslands og doktorsprófi ffá Uni-
versity of East Anglia í Bretlandi og
fjallar doktorsritgerð hennar um
ævintýri úr munnlegri geymd,
sagnahefðina og notkun ævintýra í
kennslustofunni.
Jónína Óskarsdóttir ber í erindi
sínu „Alltaf sama sagan...?" saman
íslenskar þýðingar á verkum H.C.
Andersens og segir lauslega frá því
sem hefur verið að gerast í sam-
bandi við endurritun á ævintýrun-
um í Danmörku.
Margrét Tryggvadóttir talar um
Andersen á okkar tímum, um end-
urritanir og þýðingar sem ásamt
myndskreytingum eru túlkun á
upprunalegum texta H.C. Ander-
sens. Hvað segja sögur okkur um
samfélagið sem þær eru sprotmar
úr og hvað segja þýðingar, endur-
ritanir og myndskreytingar okkur
um samfélag okkar?
Leikarar Þjóðleikhússins sækja
ráöstefiiuna heim og flytja brot úr
Klaufum og kóngsdætrum sem
byggist á ævintýrum Andersens.
Ráðstefnunni stýrir Ragnheiður
Gestsdóttir, en hún hefst kl. 11.