Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005
Fréttir DV
Kvíði plagar
krabbasjúka
Kvíði er það sem veldur
mestu álagi hjá krabba-
meinssjúkling-
um. Mestur er
kvíðinn hjá sjúk-
lingum í lyfja-
meðferð. Þetta er
niðurstaða rann-
sóknar Elísabetar
Hjörleifsdóttur,
lektors við Háskólann á Ak-
ureyri, á 40 sjúklingum. El-
ísabet segir fleiri konur en
karla upplifa þunglyndi, eða
18,4% kvenna á móti 8,3%
karla. Karlmenn virðist frem-
ur einbeita sér að því sem já-
kvætt er en konur. Rannsókn
Elísabetar er verkefhi til
doktorsgráðu. Hún heldur
fyrirlestur um efnið á Land-
spítalanum á mánudaginn.
Ólympíufari
ÍMR
Hafnarfjarðarbær hef-
ur samþykkt að styrkja
Einar Búa Magnússon,
eðlisfræðinema á þriðja
ári í MR, um 150 þúsund
krónur. Ástæðan er sú að
Einar er fyrirliði í ólymp-
íuliði íslenska liðsins í
eðlisfræði sem keppir á
Spáni í sumar. Einar seg-
ir styrkinn kærkominn;
svona keppnum fylgi
gríðarlega mikO vinna.
„Sumarið fer alveg í þetta
en maður reynir samt að
lifa lífinu um leið. Ég er í
ýmsum félagsverkefnum
í skólanum og er svo að
bjóða mig fram í vísinda-
félagið," segir eðlisfræði-
neminn snjalli Einar Búi
sem ætlar sér að halda
nafni íslands á lofti í
sumar.
Fóstureyðingar
eftir 12. viku
Forræðisdeila um niu ára stúlku í Keflavík tók óvænta stefnu þegar bandarískur
faðir stúlkunnar flúði með hana daginn áður en taka átti málið fyrir dóm hér á
landi. Þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir Qölskyldunnar tókst ekki að halda
barninu hér á landi. Amma barnsins segir málið eina sorgarsögu. Fjölskyldan ætla
að leita réttar síns. Lögreglan í Keflavík segir málið erfitt og þrungið tilfinningum.
Faðir fluöi með ðarn
daginn fyrir réttarhnld
„Það var leitað til okkar en við töldum ekki ástæðu til aðgerða,"
segir Karl Hermannsson yfirlögregluþjónn. Hann segir lögregl-
una hafa fengið tilkynningu frá ættingjum ungu stúlkunnar á
miðvikudeginum og unnið hafi verið að lausn til fimmtudagsins.
Ekki hafi hins vegar verið grundvöllur fyrir að stöðva manninn
og því hafí hann flogið til Bandaríkjanna með stúlkuna, daginn
áður en íslenskir dómstdlar áttu að taka málið fyrir.
Ágústa Brynjólfsdóttir, móðir stúlk- Erfiðir tímar
unnar, lést þann 26. febrúar síðastlið- Þetta var
inníBandarikjunumþarsemhúnhefur fyrir um fjór-
búið síðustu ár. Ágústa skildi við eigin-
mann sinn, Dante Cupistha - banda-
rískan mann af víetnömskum ættum,
fyrir um átta árum. Hún hafði fengið
forræðið yfir bami þeirra fyrir íslensk-
um og bandarískum dómstólum. Sjálf-
ur á Dante böm hér á landi með
íslenskri eiginkonu.
V
Ágústa Brynjóffs-
dóttir Léstlfebrúar
ognúer deilt um nlu
ára dóttur hennar.
Mismunandi lög
Eftir að Ágústa lést flaug fjölskylda
hennar til Bandaríkjanna. Þau þurftu að
flytja Ágústu heim. Samkvæmt íslensk-
um lögum á sambýlismaður Ágústu í
Bandaríkjunum, Justin Loosvelt, að fá
forræðið yfir baminu en bandarísk lög
kveða á um að eiginmaðurinn fyrrver-
andi, Dante, eigi að fá forræðið.
Justin ákvað því eftir samráð við
ræðismann Islands í Flórída að senda
barnið heim. Þegar Dante kom til
Bandaríkjanna var bamið komið til
íslands.
um
um vikum.
Síðan þá hefur
dóttir Ágústu
búið hjá
ömmu sinni,
Valborgu Fríði
Níelsdóttur, í
Kópavogi og
síðar hjá bróð-
ur Ágústu í
Keflavík. Fjöl-
skyldan hefur hjálpað baminu í gegn-
um þessa erfiðu tíma. Dante, sem á
böm hér á landi með eiginkonu sinni í
Sandgerði, sneri hins vegar heim úl
íslands og vildi taka bamið með sér.
Deilur risu milli fjölskyldunnar og
Dante og áttu íslenskir dómstólar að
taka málið fyrir á föstudaginn.
Karl Hermannsson,
yfirlögregluþjónn I
Keflavfk Segir máliö
erfítt og þrungið tilfínn-
ingum.
ogii
Ihli
Ihlutun dómstóla kom hins vegar
aldrei til. Að sögn Valborgar, móður
Lýður Árnason,
læknir.
„Mér finnst það réttlætanlegt
efþað kemur eitthvað nýtt
upp á, eins og galli eða eitt-
hvað siikt. löðrum tilfellum
finnstmérþað ofseinteftir 12.
viku. Þá á barnið I raun bara
eftir að stækka en er að öðru
leyti fullmyndaö. Mér finnst
löggjöfin á Islandi mjög góð
en hér er ekki heimiluð fóstur-
eyðing eftir 13. viku."
Hann segir / Hún segir
„Ég er alfarið á móti þeim. Eftir
12 vikur er fóstrið orðið full-
mótað og á aðeins eftir að
stækka og dafna. Því finnst
mér það vera á ábyrgð foreldr-
anna að fara i fóstureyðingu
fyrir 12. viku annars nýta sér
aðra möguleika eins og gefa
barnið til ættieiöingar efþeir
geta ekki hugsað sér að ala
það upp sjálfir."
Ágústu, sótú Dante stúlkuna í skólann á
fimmtudaginn gegn vilja hennar. Hún
segir bamið óska þess heitast að búa
heima á Islandi. En þrátt fýrir örvænt-
ingarfúllar tilraunir fjölskyldunnar úl að
halda baminu hér á landi gekk það ekki
eftir.
Baminu var flogið úl Bandaríkjanna
og ætúngjarÁgústu sátu efúr hér heima
milli vonar og ótta því-allt samband var
sliúð við dótturina.
Leita réttar síns
„Þetta er ein sorgarsaga," segir
Valborg Níelsdótúr, móðir Ágústu.
„Hún fékk ekkert að hafa með sér frá
landinu, ekki einu sinni mynd af móður
sinni. Við fjölskyldan erum í sorg og
með miklar áhyggjur af baminu. A
þessum úmapunkú er því best að segja
semminnst."
Fjölskylda Ágústu leitar nú réttar
síns en brottnám bamsins frá íslandi til
Bandaríkjanna gerir öll málaferli erfið-
ari. Dótúr Ágústu átú afmæli á sunnu-
daginn. Ætúngjar hennar hér á landi
fengu ekki tækifæri úl að óska henni til
hamingju. simon@dv.is
Eldur kviknaði í íbúð við Rósarima
Brúðkaupsmyndirnar
brunnu inni
Guðrún Berglind Bessadóttir,
hjúkrunarfræöinemi.
„Ég bý hinu megin í húsinu
þannig að mín íbúð slapp,“ segir
Hafdís Bjarnadóttir sem býr í sama
húsi og bruninn kom upp. Hún var
að vinna þegar kviknaði í en kærast-
inn hennar hringdi í hana og lét
hana vita af atburðinum. „Hann
fékk hringingu frá vini sínum um að
kviknað væri í húsinu hans. Hann
fékk algert sjokk, vissi ekkert hvort
það var okkar íbúð eða einhver önn-
ur sem stóð á björtu báli,“ segir Haf-
dís.
Hún hitti fólkið sem býr í íbúð-
inni þar sem það var að týna út það
sem heillegt var. „Það var eitthvað
sem slapp víst og þau voru að taka
það saman. Þau hafa auðvitað ekki
samastað og vom ekkert farin að spá
í það þegar ég talaði við þau, það var
víst um nóg að
hugsa,“ segir Hafdís og segir það
hafa verið afar dapra sjón að líta inn
í íbúðina. Með því sem brann til
kaldra kola voru barnamyndir og
brúðkaupsmyndir sem ekki er hægt
að endurheimta.
Ragnar Skúli Sigurðsson dæmdur
Hálft ár í fangelsi fyrir
að stinga mann í
Ragnar Skúli Sigurðsson, 25 ára
Reykvíkingur, var í gær dæmdur í sex
mánaða fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavfkur. Ragnar lenti í áflogum
við tvo pilta fyrir útan veitingastaðinn
Pizza 67 í júlí 2003, stútaði flösku á
höfði annars og stakk hinn svo í bakið
með flöskunni. Ragnar Ingi neitaði
allan tímann að hafa framið verknað-
inn en frásagnir vitoa töldu sanna hið
gagnstæða. Einnig var Ragnari gert að
greiða um hálfa milljón króna í skaða-
bætur og lögmannskostoað.
Ragnar hélt því fram ffá upphafi
að hann hefði verið að pissa þegar
tveir eða þrír drengir hafi fyrirvara-
laust lamið hann margsinnis í haus-
inn. Hann hafi því í hræðslu sinni og
nauðvörn lamið frá sér með flösku og
hún hafi á einhverju stigi brotoað.
Hann gat þó aldrei fullyrt hvort flask-
an hefði lent í einhverjum árás-
armanninum. Þessa sögu Ragnars
gat ekkert vitoanna staðfest og þvf fór
sem fór.