Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005
Sport DV
\
Bæjarar án
Pizarro og
Makaay
Bayern Miinchen verður að
öllum líkindum án tveggja sinna
bestu framherja, Hollendingsins
Roys Makaay og Perúmannsins
Claudios
Pizarro, í _
leiknum gegn £■
Chelseaíátta A í
liðaúrslitum
meistaradeild-
arinnar á Stam-
ford Bridge í kvöld.
öruggt er að J
Pizarro, sem
haltraði af velli í 3-0 *
sigurleik Bæjara gegn
Wolfsburg í
þýsku deildinni ,»
um helgina,
verður ekki með '"j
þar sem hann er
með rifinn lærvöðva
en forráðamenn þýska
liðsins vonast til að
markahrókurinn Makaay, sem
meiddist einnig gegn Wolfsburg,
verði með. „Ég vona að hann
verði klár fyrir leikinn. Það myndi
skapa vandræði að missa
framlínuna í heilu lagi,“ sagði
Felix Magath, þjálfari Bayem, í
gær.
Hashemian
vonast eftír
tækfæri
íranski framherjinn Vahid
Hashemian vonast eftir því að fá
tækifæri í byrjunarliði Bayern
Miinchen gegn Chelsea vegna
meiðslanna hjá Pizarro og
Makaay. Hashemian telur að
Chelsea hafi verið óskamótherji
Bæjara þar sem
liðinu gangi
munbeturmeð ^
enskliðen *
spænsk eða ítölsk. v.
„Chelsea er með
besta lið
Englandsídag
oghafaáað
skipa mjög
góðu liði.
Éghef v
samt fulla
trú á því að við
getum komist áfiam
því það hentar okkur >
vel að spila á móti '
enskum liðum,“ sagði
Hashemian.
Forssell á
bekknum hjá
Chelsea
Finnski framherjinn Mikael
Forssell verður á bekknum hjá
Chelsea þegar liðið mætir Bayem
Miinchen í meistaradeildinni í
kvöld. Forssell, sem hefur verið
frá í sjö mánuði vegna fótbrots,
koma aftur til Chelsea í janúar en
þá var lánssamningi hans við
Birmingham rift. Jose Mourinho,
knattspyrnustjóri Chelsea, er
mjög ánægður með dugnaðinn í
Forssell og segir hann eiga skilið
að fá sæti á bekknum í leiknum í
kvöld. „Hann hefur lagt ótrúlega
hart að sér við að ná sér af
meiðslunum og í ljósi þess að
Kezman er í banni og Robben er
meiddur
þá verður
gott að
hafa
hann,"
sagði
Mourinho
í samtali
við opin-
bera
heima-
síðu
Chelsea.
\
r>~' i
4k *f
K
Michael Ballack, miðvallarleikmaöur Bayern Munchen og þýska landsliðsins, segir það
hafa tekið sig langan tíma að komast yfir vonbrigðin eftir síðustu leiktíð þar sem
Bayern vann ekki einn einasta titil. Nú er hann staðráðinn í því að ná sínu æðsta
takmarki, bera sigur úr býtum í meistaradeild Evrópu með Bayern, og þagga um leið
niður í þýsku pressuni sem segir að Ballack sé ekkert nema byrði fyrir Bayern.
Það er ekki hægt að segja að farið sé blíðum höndum um Mich-
ael Ballack í Þýskalandi. Væntingarnar sem gerðar eru til hans af
þjóðinni eru gífurlegar. Hann er einn fremsti íþróttamaður
landsins og er hann oft sagður númer tvö í röðinni á eftir öku-
þórnum Michael Schumacher. Ballack er óumdeilanlega besti
leikmaður landsins, ef ekki einn besti miðjumaður Evrópu. 28
ára að aldri ætti hann að vera á toppi ferilsins. En alltaf fær hann
sinn skammt af gagnrýni.
„Ég skil ekki alveg afhverju og ég verð virki-
lega reiður þegar ég heyri slíka gagnrýni."
„Ég skil ekki alveg af hverju og ég
verð virkilega reiður þegar ég heyri
þetta," segir Ballack þegar hann er
spurður um hvað honum finnist um
þá útbreiddu skoðun almennings í
Þýskalandi að hann nýti ekki þá
hæfileika sem hann búi yfir. Það má
að mörgu leyti líkja honum við Dav-
id Beckham í Englandi, sem oftar en
ekki er sagður spila undir getu með
enska landsliðinu. Þar virðist litlu
máli skipta að Ballack leiddi lið
Bayern til tvöfalds sigurs á sínu
fyrsta ári með félaginu. Fjölmiðlar,
sem og þýska þjóðin, hafa almennt
miklu meiri áhuga á að setja
„lúser“-stimpilinn á enni
Ballacks og þegar
Bayern stóð uppi titla-
laust á síðustu leiktíð
voru fjölmiðlar gjarnir
á að rifja upp að Ball-
ack hafi eitt sinn verið
hluti af hinu rómaða liði
Bayer „Neverkusen". Þar er
verið að vís til liðs Leverkusen
árið 2002 þegar liðið varð í
öðru sæti þýsku deildarinnar,
tapaði úrslitaleikjunum í þýska
bikarnum og meistaradeild Evrópu
auk þess sem þýska landsliðið tap-
aði úrslitaleiknum á HM gegn Bras-
ilíu.
Pottþétt í liðinu
Eldá eru allir sammála því að
Ballack spili oftast undir getu.
Jurgen Klinskmann, tiltölulega ný-
ráðinn landsliðsþjálfari Þjóðverja,
hefur bullandi trú á honum og það
sannast líklega best í þeirri ákvörð-
un hans að taka fyrirliðabandið af
markmanninum Oliver Kahn og
festa það á upphandlegg Ballacks.
Það er hins vegar eitthvað sem ekki
hefur enn gerst hjá Bayern - þar er
Ballack enn þá aðeins varafyrirliði á
eftir Kahn. Og ákveðinn þýskur fjöl-
miðill gerði þá staðreynd að um-
fjöllunarefiti í nýlegum pistli þar
sem tölfræðiþættir sem áttu að
sýna af hverju Bayern eru betur
settir án Ballacks voru tíundaðir.
Blaðið sem um ræðir
fjallaði
nýleg meiðsli Ballacks sem héldu
honum frá keppni í tæpan mánuð
og sagði frá því að í síðasta leiknum
sem hann spilaði með Bayern fyrir
meiðslin mátti liðið þola sitt versta
tap á leiktíðinni fyrir Armenia Biel-
efeld. Síðan á meðan Ballack var frá
spilaði Bayern sína tvo bestu leiki í
langan tíma þegar þeir unnu Dort-
mund í deUdinni og Arsenal á
heimaveUi. Þegar BaUack sneri aftur
í byrjunarliðið eftir meiðslin mátti
liðið síðan þola tap gegn Arsenal.
Felix Magath, þjálfari
Bayern, tekur lítið fyrir
þessa tölfræði og segir
BaUack vera sinn mikU-
vægasta leikmann.
„Þvfiíkt buU. Hann er
minn besti leikmaður
og sá eini sem er pott-
þéttur með sæti í
byrjunarliðinu,"
segir Magath og
stjómarformaður-
inn Karl-Heinz
Rummenigge tekur
í sama streng og
segir umræðuna heimskulega.
Vill vinna meistaradeildina
Samningur BaUacks rennur út
sumarið 2006 og hefur Barcelona
ekki farið leynt með áhuga sinn á
leikmanninum. En þó að flestir spái
því að hann verði farinn frá félaginu
fyrir þann tíma þráir BaUack ekkert
heitar en að vinna meistaradeUdina
með Bayern. Aðeins þannig muni
hann ná að þagga niður í gagnrýnis-
röddunum háværu. „Ég hef unnið
deUd og bikar með Bayern
þannig að meistaradeUd-
in er efst á baugi hjá
mér núna per-
sónulega. Ég er
vongóður því
við höfum svo
sannarlega
mannskapinn
tíl að vinna
keppnina,"
segir Ballack.
Á meðan Ballack var frá spilaði
Bayern sína tvo bestu leiki í langan
tíma þegar þeir unnu Dortmund í deild-
inni og Arsenal á heimavelli.
Sagan á bak við hinn fræga gráa frakka Joses Mourinho
Ekki er jakki frakki nema síður sé
Jose Mourinho, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, hef-
ur loksins ljóstrað upp
leyndarmáUnu á bak við
gráa frakkann sem hann
hefur klæðst á flestum
leUcjum Chelsea á þessu
tímabUi.
Stuðningsmenn annarra liða
hafa strítt Mourinho mikið á
frakkanum í vetur og sagt hann
vera keyptan í lágvöruverslunni
Matalan. Nú hefur hins vegar
Jose Mourinho Sáttur meö gráa
frakkann sem konan hans gaf
honum fyrir fimm árum.
komið í ljós að frakkinn er ekki slor
heldur búrnn tíl hjá sjálfum Giorgio
Armani. Kona Mourinho gaf honum
frakkann fyrir fimm árum og
Mourinho hefur tekið ástfóstri við
hann.
„Fólk heldur að ég eigi bara einn
frakka en það er ekki rétt. Stað-
reyndin er bara sú að ég elska
þennan frakka og það hefur ekkert
að gera með hjátrú eða annað. Hann
er hlýr og mjúkur því hann er að
mestu leyti úr kasmír," sagði Mour-
inho og bætti við:
„Ég valdi það að vera í þessum
frakka - það hefur enginn þröngvað
honum upp á mig. Ég fékk hann ekki
gefins hjá styrktaraðUa og hann er
ekki hluti af þeim kiæðnaði sem
félagið sér mér fyrir en hann er hlýr
og langur og það er auðvelt fyrir mig
að fara úr honum í viðtölum. Ég fæ
sent frUlt af frökkum héðan og
þaðan en ég vU ekki skipta þessum
út. Það getur vel verið að það gerist
þegar vorið kemur og veðrið verður
betra. Ef einhver viU hins vegar
kaupa frakkann af mér þá verður sá
hinn sami að borga fúlgur fjár,"
sagði Mourinho sem verður
væntanlega í frakkanum í stúkunni á
Stamford Bridge í kvöld en hann er í
tveggja leikja banni í meistaradeUd-