Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 Útivist & ferðalög DV BANFF-kvikmyndahátíðin í Smárabíói BANFF-kvikmyndahátíðin hófst í Smárabíói í gær og lýk- ur í kvöld. Myndirnar sem eru sýndar eru flestar stuttar og fjalla um einhvers konar jaðaríþróttir. Myndir kvöldsins eru samtals 133 mfnútur í sýningu og hefst sýningin kl 20. Miða- verð er 800 kr. Meðal þess sem er á dagskrá í kvöld er kletta- klifur í sjávarhömrum á Mallorca, 128 daga ganga yfir Ástr- alíu og fjallaskíðamennska svo eitthvað sé nefnt. Það er íslenski alpaklúbburinn sem stendur fyrir hátíðinni og má finna allar upplýsingar um dagskrá kvöldsins á isalp.is. 1. Stærö: 514.000 km2. 2. Ibúafjöldi: 64.865.523. 3. Trúarbrögð: 95% eru búdcknrúar, 3,8% músl- H imar,0,5%kristnir,0,l% hindúar og 0,6% annað. 4. Stjórnarfar: Stjórnar- skrárbundiö konungsrlki. 5. Þjóðhátiðardagur: 5. desember er af- mælisdagur konungsins Bhumibols Adulyadej og er þjóðhátíðardagurinn. óHöfuðborg: Bangkok hefur verið höf- uðborg landsins frá árinu 1782 og gæti heitið útlagst á íslensku sem„borg villi- plómanna". Innfæddir kalla borgina Krung Thep en gróflega þýtt á Islensku væri þaö„borg englanna". Raun- verulegt heiti borg- arinnarerþað lengsta I heimi samkvæmt Heims- metabók Guinness en það teluryfir 30 orð. 7. Staðsetning: ISuöaustur-Asíu viö Tælandsflóa og Andamansjó, á landa- mæri aö Burma, Laos, Kambódíu og Malasíu. 8. Veðurfar: Hitabeltisveöurfar meö löng- um sólarstundum og miklum raka. Árstlð- irnar eru þrjár: Heitt frá mars til júní, rign- ing frá júlí til október, svalt frá nóvember til febrúar. Veöurfariö gerir landiö mjög ákjósanlegt fyrir ræktun á ýmiss konar landbúnaðarafuröum. 9. Læsi: 92,6% þjóðarinnar er læs, 94,9% karla og 90,5% kvenna 10. Land hinna frjáisu: Tæland var þekkt undir nafninu Slam þar til 1939 og aftur á milli 1945 og 1949. Þann 11. mai 1949var nafni landsins breytt I t«au*Wo',v' . ■ 'l* 'cAHUOblA Tæland. Orðiö „Thai“þýöir „frjáls" og því þýðirTæland „Land hinna frjálsu"en þaö er eina landið I Suö- austur-Aslu sem aldrei hefur lotiö evrópskri stjórn þrátt fyrir aö það búi yfir miklum náttúrulegum auöæfum. rsíf Ingunn Bjarnadóttir lét draum sinn rætast fyrir fáeinum árum. Hún hélt til Frakklands þar sem hún réð sig sem starfsmann á skemmtiferðaskipi óg síðar á snekkju þar sem hún fékk gullið tæki- færi til að ferðast á einstakan máta um framandi lönd. Hún kom heim til lands- ins í vetur en ætlar að fara aftur utan til frekari starfa á sjó með haustinu. „Á síðustu snekkjunni sem ég starfaði á hafði ég verið í eitt ár,“ segir Ingunn. „Alls hef ég verið að gera þetta í tvö ár á mismunandi bátum. Nú síðast ætluðu eigendur snekkjunnar að fara í mikla heims- reisu og hófum við för í Miðjarðar- hafinu þar sem hvert einasta land var heimsótt - sem var náttúrulega mjög spennandi. Við fórum svo nið- ur Rauðahafið en þegar komið var að Sesseleyjum var hætt við ferðina. Ætlunin var að fara til Madagaskar og Suður-Afríku og svo upp hinum megin við álfuna til Evrópu. Ég ákvað því að hætta og var hjá þeim út árið. Ég var búin að fá fullt af at- vinnutilboðum á öðrum bátum í sumar en ég ákvað að koma heim og vera hér. Ég er jú lítið búin að vera heima síðustu tjögur til fimm árin en þetta hefur verið mjög skemmtileg- ur tími, enda ævintýri út af fyrir sig að vinna á svona bátum. Þetta hefur verið minn draumur frá því að ég var um 18 ára gömul og því gaman að hafa látið hann rætast.“ Ingunn bjó í Nice í Frakklandi er hún fékk sitt fyrsta starf. „Ég byrjaði á skemmtiferðaskipi en fann mig ekki þar. Þannig að ég ákvað að labba um höfnina við Nice þar sem ég ræddi við hina og þessa og það var þar sem ég fékk mína fyrstu vinnu í snekkju." Sitt lítið af hverju Snekkjan sem Ingunn vann síð- ast á er í eigu bandarískra hjóna sem voru með unga dóttur sína með sér. Snekkjan er 35 metra löng og voru á henni fjórir starfsmenn auk Ingunn- ar. „Þetta er forríkt fólk sem lætur stjana við sig. Mín vinna fólst í því að vera inni og þjóna og þrífa - sjá um að þau hefðu sína drykki, sérstak- lega ef þau voru með gesti. Svo var ég einnig úti á dekki, til dæmis þeg- ar var verið að taka bátinn inn í höfn. Ég var líka á vöktum uppi í brú þegar við vorum að flytja bátinn milli hafna en þá voru eigendurnir sjaldnast um borð. Þannig að maður fékk að gera sitt lítið af hverju.“ Skin og skúrir Þó svo að fjölskyldan hafi verið lítil voru þau iðulega með vini og ættingja í heimsókn þannig að starfsmenn höfðu í nógu að snúast. „í fyrrasumar vorum við nánast alltaf með tíu manns um borð, mað- ur vann í 15 tíma á dag sem var al- gert brjálæði. Svo komu líka góðir dagar þar sem það er lítið um að vera. Þau voru svo ekkert um borð þegar við fluttum snekkjuna frá Miðjarðarhafinu niður Rauðahafið en þá vorum við í einn og hálfan mánuð úti á sjó en stoppuðum þó í Egyptalandi. Þegar þannig bar við voru vaktirnar stuttar og maður gat leyft sér smá munað og notið lífsins. Það er einmitt ekki þannig þegar þau eru um borð, eigandinn vildi ekki að við nytum lífsins um of. Ef við vildum vera úti þá gátum við til dæmis aðeins verið á litíu svæði frammi í stafni." Ingunn segir að eigendurnir séu eins misjafnir eins og þeir séu marg- ir, þessi hafi verið frekar strangur. „Maður getur lent á frábærum eig- endum sem taka mann með út að borða þrisvar í viku og vilja allt fýrir mann gera.“ Vel borgað og skemmtilegt „Almennt séð er þessi vinna vel borguð og skemmtileg. Maður fær einstakt tækifæri til að ferðast en vinnan getur líka verið erfið. Hún er þess eðlis að það koma miklar tarnir og svo rólegir tímar. Ég hef ekki sagt skilið við þessi störf, ég ætía aftur út í haust og langar mig þá að komast að á dagbátum, þar sem maður býr á einhverjum ákveðnum stað og fer Útivist um helgina 7. apríl: Útivistarræktin Idag kl 18 hittist Útivistarræktin á bllastæö- inu þar sem Skógræktarfélag Reykjavikur var I Fossvogi og gengiö út aö Ægisíðu. Gengið verður vestur um öskjuhllö, um Nauthólsvlk og út með Skerjafiröi aö norðan út undir Ægislðu. Sama leið er farin til baka og tekur göngustundin um klukkustund. Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald. 8. -10. aprfl: Gönguskfðaferð á Tindfjöll Ekið verður inn I Fljótshllð og gengiö upp I Tindafjallaskála, þann efsta afþremur á svæðinu. Þar eru margar skemmtilegar skiðagönguleiðir en Tindafjöll falla oft I skuggann afnágrönnum s/num, Heklu og Ferðir fram undan Eyjafjallajökli. Þetta er stórbrotiö svæöi sem lætur engan ósnortinn. Brottför á eigin bll- um frá skrifstofu Útivistarkl. 18. 9. apríl: Jeppaferð á Eyjafjallajökul Ekið veröur upp á jökul vlð Hamragaröa og stefnan tekin á Goðastein og þaöan að skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. Heimleið- in er I höndum fararstjóra, annaöhvort niö- ur Skógaheiöi eða Sólheimaheiði. Brottför kl. 10 frá Hvolsvelli. Nánari upplýsingar á utivist.is. 9. apríl: Dagsferð f Brekkukamb Farið verður á eigin bilum frá húsakynnum Fl i Mörkinni 6 kl. 9. Ekið er aö Miðsandi I Hvalfiröi, haldið upp með Miösandsgili á Brekkukamb (646 m). Gengiö hring á fjallinu og komið á sama stað niöur og ekið þaðan heim. Fólk tekur með sér nesti. Áætlað aö koma tilbakakl 17. 9. aprfl: Hjólaræktin - Reykjanesið Idag mun Hjólaræktin leggja leið slna i átt aö Reykjanesvita frá Bláa lóninu en þangaö veröur farið á eigin bíium. Hópurinn hittist kl. lOviö gamla Rafstöðvarhúsiö I Elliðaár- dalnum. Fariö veröur aö Gunnuhver efhjól- reiöakappar hafa orku tilþess en annars veröur haldiö áfram meöfram ströndinni til Grindavikur og endaö I Bláa lóninu. Gott er að hafa smá nesti með. Ekki er vitlaust að vera með viðgerðarsett svo sprungin dekk eyðileggi ekki daginn.Áætluö lengd ferðar er um 35 km. 9.-10. apríl: Skíðaganga f Landmannalaugum Þaö er Fisem býöur upp á skíöagöngu I Landmannalaugum um helgina.Mæting er viö Hálendismiðstöðina kl 10 á laugardags- morgun. Ekið á eigin bllum að Sigöldu þaö- an sem gengið verður inn I Laugar. Aö morgni sunnudags veröur lagt afstað til baka frá Landmannalaugum. Ferðin er aug- lýst með fyrirvara um færð og veöur. Nánari upptýsingar á fi.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.