Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Side 15
DV Frétttr MIÐVIKUDACUR 6. APRlL 2005 15 Biðin við færibandið Ég var alveg gáttaður á viðtök- unum sem maður fær þegar maður kemur hingað til lands eftir að hafa verið rúma fimm tíma að fljúga ffá Kanarí. Þá tekur fimm korter að koma sér út úr þessari þriðju flott- ustu flugstöð í heimi. Það er dag- legt brauð á Kanarí að þangað komi stórir Óli Ómar Ólafsson skilurekki afhverju það tekur fimm kort■ er að komast út úr Leifsstöð. Leigubílstjórinn segir hópar af fólki með flugi í einu en það eru aldrei svona flöskuhálsar eins og í Leifsstöð. Þetta er klaufa- bygging, svona myndi aldrei gerast á Kanarí að töskumar séu svona lengi að komast í hendur fólks. Færiböndin em alltof stutt, á Kanarí em þau miklu Iengri þannig að það er hægt að raða úr allri vél- inni á brettið. Svo er annað séríslenskt vanda- mál. Fólk tekur töskumar af brett- unum og heldur að það eigi þær, kemst síðan að því að það á þær ekki og setur þær ekki aftur á brett- ið. Þetta getur kostað miklar tcifir fyrir fólk og ég lenti í þessu með seinni töskuna mína þegar ég kom í síðustu viku. Þegar allt var búið vom tíu til tólf töskur á gólfinu og algjör kaos. Þannig að það þarf bæði að lengja brettið og fá fólk til að haga sér betur. Það má eyða meiri pening í þetta frekar en að gera allt svona fínt á efti hæðirmi í flugstöðinni. Þetta gerði mann pirraðan eftir að hafa verið á ferða- lagi frá klukkan hálf fimm um morguninn. Maður vildi komast í ýsuna og hamsana. Annars var fínt á Kanarí í þessu fríi. Mikið af fslendingum. Halldór Ásgrímsson kom í viku. Þeir töluðu um að hann hefði orðið leiður á fá- menninu á fslandi og viljað komast í sólina. Ég sá hann ekki í þvögunni við færibandið. Hann hefur kannski komist betur fram hjá röðinni. Erfitt að umbera Sandgerðinginn Leoncie Sandgeiðingui hríngdi. Erfitt er lesa um rógburð Sand- gerðingsins Leoncie um sinn heima- bæ. Söngkonan hefur nú búið hér í Sandgerði um nokkurt skeið og var að mínu mati mikill fengur fyrir okk- Lesendur ur bæjarbúa að fá svo þekktan lista- mann í þorpið. Vonaði ég að ind- verska prinsessan myndi láta til sín taka í listalífinu því ekki veitti af í svo litlum bæ eins og Sandgerði er. Því sárnaði mér þegar fréttir fóru að berast af óánægju Leoncie með þorpsbúa og framkomu þeirra í sinn garð. Frásagnir hennar af ofsóknum og kynþáttahatri Sandgerðisbúa hafa nú farið fjöllum hærra og svo Sandgerði Ibúi Ibænum telur framferði söngkonunnar Leoncie gagnrýnivert. virðist sem Leoncie geti ekki á sér setið í nokkru viðtali án þess að lasta bæinn. í viðtali við DV í gær segir hún til að mynda að Sand- gerðingar séu hyski og pakk, að þeir séu að reyna að ná sér í fimm mín- útna frægð á hennar kostnað og að Sandgerðingar séu ekki siðmennt- að fólk. Þegar maður heyrir svona hluti um bæinn sinn og bæjarbúa getur maður ekki orða burndist. Ekki veit ég hvað Sandgerðingar hafa gert á hennar hlut til að rétt- læta annað eins orðbragð. Ég hef hitt Leoncie nokkrum sinnum hér í bænum og aldrei sýnt henni neitt annað en kurteisi og ég veit ekki betur en að aðrir bæjarbúar hafi gert það sama. Það er því líklega fyrir bestu að Leonice flyti úr bænum, eins og hún sagðist ætla að gera í fyrrgreindu viðtali í DV. Ekki tel ég að hún hafi reynst okkur Sandgerðingum happafengur og slæmt umtal eins og við höfum þurft að umbera ætti ekki að líðast mikið lengur. Leoncie vil ég óska velfarnaðar sem og væntanlegum nágrönnum hennar sem munu erfa hana og hennar sérviskudynti. • * Leoncie Hefurítrekaðgagnrýnt I O R A N f I sveitunga sina i Sandgerði harð- ■ % VII vl v IIVCmwiwI iega og vænt þá um rasisma. Sandgerðisrasisma Hrósum unga fólkinu Jóiutm hríngdi: Það er alveg með eindæmum hvað fólk er endalaust að kvabba Lesendur um það að ungt fólk sé svona og hinsegin og allt virðist það vera með á homum sér gagnvart ungu kyn- slóðinni. Talað er um að ungt fólk sé farið að skulda háar peningaupphæðir, geri ekki annað að dópa sig upp og sé stundandi kynlíf í gríð og erg og þá er talað um það á neikvæðan og ljótan hátt. En hvemig væri að við, fullorðnu einstaklingamir, tækjum okkar saman í andlitinu og færum að hrósa æskunni í meira mæli fyrir það sem hún gerir vel, sem er margt og mikið. Þetta er jú sú kynslóð sem mun taka við landinu okkar og allir vita að skammir og bölsót hefur bara neikvæð áhrif. Ef við höldum áfram að benda bara á það sem er þessari kynslóð ekki til framdráttar þá endar það með því að hún gerir uppreisn. Hrósum unga fólkinu meira, það á það skilið. Jóhanna í Sandgeiði hríngdi. Alveg finnst mér með ólfkindum mglið í indversku prinsessunni Le- oncie þegar hún heldur því fram að Sandgerðingar leggi sig í einelti með rasisma. Konan er náttúrlega bara að rugla þegar hún segir þetta því eini Sandgerðingurinn sem hefur látið um munn sér fara níðandi at- hugasemdir um hóp fólks, af ákveðnu þjóðerni, er hún sjálf í vit- leysisumælum sínum um íbúa hér í Sandgerði. Ég vill svo benda blessaðri kon- unni á það að hún er ekki föst hér í bænum - ekki bundinn í neina fjötra - og því hægt um vik fyrir hana að selja og koma sér héðan. Eða hvað finnst fólki eiginlega að hægt sé að gera fyrir konuna? Oscar Wilde handtekinn Rithöfundurinn Oscar Wilde var handtekinn þennan dag árið 1895. Handtakan kom í kjölfar taps Oscars í réttarsal vegna ásakana á hendur honum um samkyn- hneigð. Oscar Wilde hafði átt vingott við ung- an dreng um . nokk- urra ára skeið en þegar hann var opinberlega stimplaður sem samkynhneigð- ur höfðaði Oscar mál á hendur I dag árið 19Í1 réðust Þjóðverjar á Júgóslavíu og Grikkland og slátruðu meira en 17.000 saklausum borgurum þeim aðilum. Á þessum tíma var samkynhneigð glæpur og var Oscar Wilde fundinn sekur og dæmdur í tveggja ára þrælkun- arvinnu. Á þessum tíma var Wilde vel þekktur höfundur og hafði þeg- ar gefið út eitt af sínum frægustu verkum, The Importance of Being Ernes. Wilde er einnig vel þekktur fyrir barnasögur sínar, leikrit og skáldsögu sína Myndin af Dorian Gray. Eftir að Wilde var sleppt úr fangelsi flúði hann til París. Þangað heimsóttu vinir skáldsins hann síðustu árin sem hann átti eftir ólifuð. Hann dó úr berklum árið 1900. Oscar Wilde rithöfundur Var dæmdur fyrirað vera samkyn- hneigður sem var gtæpur á þessum degifyrir rúmum hundrað árum. .. .að vera fréttastjóri? „Það er svo sannarlega nóg að gera. Ég kem að skrifstofu sem ekki hefur verið setið í í sjö mán- uði og því mikið verk ffamundan. Helst er það þó að koma öllum á fréttastofunni í gott vinnustuð eftir atburði undanfarinna miss- era. Þetta bar náttúrlega skjótt að. Ég tel það bara gera þetta ögrandi og skemmtilegt verkefni að taka við þessari stöðu við þær aðstæður sem skapast hafa hér undanfarið. Ég er alveg stað- ráðinn í því að gera mitt til þess að bæta úr því og skapa góðan vinnustað. Ég hef líka fulla trú á starfsfólki frétta- stofunnar og að hún muni halda áfram að gera góðu hluti. Treysti mér fullkomlega Þetta er nú kannski ekki mikil umbreyting hjá mér þannig séð þar sem ég hef starfað hér um tíma og þekki allt starfsfólkið, auk þess að hafa unnið lengi og náið með mörgu af þessu fólki. Þá hef ég líka unnið í stjórnunarstöðum innan fréttastofunnar. En það er líka margt nýtt sem ég er að fara takast á við og ábyrgðin er mjog Ég heffengið margar fallegar kveðjur og góðar óskir frá almenn- Inglog erþakk- látur öllum þeim sem hafa hugsað hlýlega til mín. mun meiri en ég hef átt að venjast. Ég treysti mér hins vegar fullkomlega í þetta starf og að gera það sem þarf til að koma hlutunum í gang. Hlýhugurinn mikill Ég geri mér grein fyrir því að orðstír fréttastofunnar hefur ein- hvern skaða hlot- ið af þeim at- burðum sem átt hafa sér stað og margir sitja sárir og móðir eftir. Ég vona aftur á móti að enginn varan- legur skaði hafi orðið á orðstírn- um. Auk þess hef ég fulla trú á þessari sjötíu og fimm ára frétta- stofu og trúi að hún muni standa sig í stykkinu við að rétta úr kútnum eftir ágjöfina. Efst er mér samt í huga þessa dagana sá hlýhugur sem ég hef fundið fyrir eftir að ég tók við starfinu. Ég hef fengið margar fallegar kveðjur og góðar óskir frá almenningi og er þakklátur öllum þeim sem hafa hugsað hlýlega til mín. Það hefur verið linnulaus póstur og bréf hingað og það er augljóst að fréttastofa á marga og góða stuðningsmenn á meðal landsmanna.” 55S55S5S era en horfir bjartsýnn fram á veginn. ---

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.