Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Side 10
7 0 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Ingvar E. Ingvar er Ijúfur, hress og traustur félagi. Hann er einn affremstu leikarum þjóðar- innar og veröur stöðugt betri og betri. Það er ókostur hversu góð- ur leikari Ingvar er; hann er ofgóður fyrir isienskan markað og veldur því að aðrir leikarar lita illa út. „Ingvar er ofboðslega auðmjúkur sem er oft kostursem einkengir stóra leikara. Þvi stærri sem þeir eru því auð- mjúkari eru þeir gagnvart vinnu sinni og ööru fólki. Hann er líka stöðugt aö bæta sig og það tengist auðmýktinni. Hann er hlýr persónuleiki og flottur maður. En það flottasta við hann er að þegar honum geng- ur vel eru fáir afbrýðisamir út í hann þvi hann er mjög vel lið- inni í stéttinni." Arni Pétur Guöjónsson, leikari. Jngvar er litillátur, Ijúfur, kátur og drengur góður. Hann eryfirburðaflinkur listamaður á sínu sviöi. Hans stærsti galli er ein- mitt hve góður hann er og það lltur út fyrir að sá galli eigi eftir aö fleyta honum úr mínu nán- asta starfsumhverfi. Efhann gæti bara verið aðeins lélegri þá væri þetta allt saman betra mál." Ólafur Bgill Egilsson, leikari. „Fyrir það fyrsta er leitun að betri leikara á Islandi. Hann er draumur sér- hvers leikstjóra, bæði I samstarfi og líka í þvi sem hann gefur afsér sem lista- maður. Hann er náttúrulega frá- bær listamaður, fullur afauð- mýkt og nálgast vinnuna sína á fallegan hátt. Það er svolítið spes að hafa Ingvar nálægt sér. Við höfum átt hnökralaus sam- skipti og sama hvað ég reyni þá finn ég bara enga galla." Hilmar Oddsson, leikstjóri. Ingvar Eggert Sigurösson er fæddur áriö 1963, er giftur Eddu Arnljótsdóttur leikkonu og eiga þau fjögur börn. Ingvar fór í Leik- listarskólann og hefur slegiÖ I gegn í hverju verkinu á fætur öðrujafnt á sviöi sem og á skjánum. Nýlega fór hann í prufur til London fyrir hugsanlegt hlutverk í kvik- mynd um Da Vinci lykilinn. Of hraðar veðurfregnir Á fundi útvarpsráðs í gær lagði útvarpsráðsmað- urinn Kjartan Eggertsson fram þá ósk að „ ...veður- fréttir og veðurspár í hljóð- varpi verði lesnar á þeim hraða að hlustendur nái að meðtaka þær með góðu móti“. Þá vill Kjartan að af- rit af veðurfréttum og veð- urspám sjónvarps verði að- gengilegt á fréttavef RÚV. „Það er kappsmál Ríkisút- varpsins að þjóna hlust- endum sínum sem best og nýta til þess alla þá nýjustu tækni og allar þær bestu aðferðir sem völ er á, til heilla fýrir land og þjóð.“ Ríkislögreglustjóri hyggst ekki vísa Aðalbergi Sveinssyni lögreglumanni úr starfi þrátt fyrir dóm um að hann hafi af gáleysi valdið likamstjóni mótorhjólamanns. Innra eftrilit lögreglunnar segir i skýrslu sem DV hefur undir höndum að aðgerðir lögreglumannsins hafi verið hættulegar og óréttlætanlegar, en Félag lögreglu- manna segir hann hafa gert allt rétt. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir Aðalberg Sveinsson lögreglumann enn að störfum hjá lögregl- unni eftir að Ríkislögreglustjóri tók ákvörðun um að víkja hon- um ekki úr starfi tímabundið meðan niðurstaða fengist í málinu fyrir Hæstarétti; ákvörðun um áminningu mun bíða niðurstöðu Hæstaréttar sömuleiðis. Skýrsla Innra eftirlits sýnir að ekki var rétt að farið en það fullyrðir stéttarfélag mannsins í fréttatil- kynningu. Félag lögreglumanna brást hart við dómnum og staðhæfði að félagi þeirra Aðalbergur Sveinsson hefði í öllu farið að starfsreglum sem tíðkast hafa til þessa innan stéttarinnar. Dómari í málinu komst að þeirri nið- urstöðu að Aðalbergur hefði sýnt gá- leysi þegar hann sveigði lögreglubíl sínum yfir á rangan vegarhelming og fyrir bifhjól Páls Heiðars Halldórs- sonar, án þess að hafa kveikt aðvör- unarljós fýrr en eftir að sveigt var yfir á rangan vegarhelming, eins og niðurstaða dóms- ins segir. Bannað að stöðva með bíl Innra eftirlit lögregl- unnar var fengið til að gera skýrslu um málið fyr- ir Ingimund Einarsson, varalögreglustjóra í Reykjavík, sem var fýrir dóminn < merkt er sem trún- aðarmál. DV hef- ur skýrlsuna undir höndum en niðurstaða hennar ei að lögreglu maðurinn sem um ræð- ir hafi ekki farið eftir þeim regl- um sem gilda um stöðvun ökutækja „Án frekarí skýrínga verður ekki séð að réttlætanlegt hafi verið að aka í veg fyrir bifhjólið." og kenndar eru í Lögregluskóla ríkis- ins. Tilgreint er að í reglum um stöðvun ökutækja sem Ríkislög- reglustjóri hefur sett sé ein- faldlega bannað að nota lögreglubifreiðar til að stöðva ökutæki en þegar beita skuli svokölluðum lokunum, þar sem lög- reglubílar er notaðir til að útbúa vegartálma, skuli meðalhófs gætt og þess sömuleið- is að hægt sé að komast í gegnum lok- unina, það hafi Aðal- bergur hins veg- ar ekki gert með því að aka yfir á rang- an vegar- helming. „Án frekari skýringa verður ekki séð að réttlætan- legt hafi verið að aka í veg fýrir bifhjólið," segir í skýrslunni. Skýrslan illa gerð Skýrsluhöfundur, Gunnlaugur Jónsson forstöðumaður Innra eftir- litsins, gerir sömuleiðis athuga- semdir við að áttum hafi verið rugl- að saman, auk þess sem lögreglu- maðurinn hafi í skýrslu sinni fullyrt að Páli, ökumanni mótorhjólsins, hafi verið gefið til kynna með stöðv- unarmerkjum, áður en bílnum var ekið í veg fýrir hjólið á röngum veg- arhelmingi, að stöðva hjólið en Að- alberg lögreglumanni, sem gerði skýrsluna, bar ekki saman við sam- starfskonu sína um það atvik og hvenær kveikt hefði verið á að- vörunarljósunum. í dómi héraðsdóms er gengið út frá því að ljósin hafi ekki verið kveikt fýrr en í fýrsta lagi eftir að bíln- um var ekið yfir á rangan vegarhelm- ing. Þetta segja félag- ar hans í Lands- sam- bandi lög- reglu- manna að sé viðtekin venja, ef marka má fréttatil- kynningu þeirra. Sjálfur gjörningurinn fær svo eftirfar- andi einkunn í lokaorðum skýrlsunnar: „Mat undir- ritaðs er að það sé ekki einungis vafasamt heldur hættulegt að aka lögreglubifreið í veg fýrir bifhjól með þeim hætti sem gert var.“ Samtrygging lögreglunnar Páll Heiðar Halldórsson, öku- maður mótorhjólsins og lögfræði- nemi, segir með hreinum ólíkindum að félagsskapur lögreglumanna skuli fullyrða í fréttatilkynningu að framburður og framferði lögreglu- mannsins Aðalbergs Sveinssonar hafi verið í fúllu samræmi við starfs- reglur lögreglunnar. „Þetta lyktar auðvitað ekki af neinu öðru en samtryggingu innan lögreglunnar, að menn skuli leyfa sér að fullyrða um slíkt þvert gegn því sem fram kemur fyrir dómi og í skýrslum eftirlitsins," segir Páll. helgi@dv.is Logreglufélagsformað- urinn Óskar Bjartmarz. Hans menn sendu frá sér fréttatilkynningu þar sem blessun er lögð yfir gjörn- ing Aðalbergs I mótor- hjólamálinu og aðgerðir hans sagðar ísamræmi við það sem tlðkist hjá lögreglunni. Ávítar sína menn Gunnlaugur K. Jónsson, forstöðumaður Innra eftirlits lögreglunnar I Reykjavtk, segir aðgerðir lögreglumannsins hættulegar og mildi að ekki varð slys af. Lögfræðingur byggir bæ í anda forsetabústaðarins Litlu-Bessastaðir í Mosfellsdal Ólafur Haraldsson lögfræðingur og Þóra Bjarnadóttir, eiginkona hans, hafa byggt sér litla útgáfu af Bessastöðum í Mosfellsdal. Hefur byggingin vakið mikla athygli í dalnum og aldrei kölluð annað en Litlu-Bessastaðir: „Þetta er nú bara eins og dansk- ur bóndabær og dálítið í líkingu við þessi gömlu, dönsku hús sem allir þekkja. Fyrir bragðið er svipmót af Bessastöðum, Viðeyjarstofu og jafnvel Stjórnarráðshúsinu við Lækjagötu. En Bessastaðir eru alls ekki fyrirmyndin," segir Ólafur Har- aldsson sem búið hefur í húsinu í eitt ár og kann vistinni vel. „Við fengum Pál V. Bjarnason arkitekt til að teikna fyrir okkur húsið en hann er sérfræðingur í þessari gerð húsa og hefur téiknað fleiri. Ef fólk vill búa í dönskum bóndabæ þá leitar það til Páls." Ekki treystir Ólafur sér til að slá á verðmæti Litlu-Bessastaða 'á þess- um síðustu og bestu tímum fast- eignaviðskipta: „Þetta var ekkert dýrara í bygg- ingu en önnur hús. En ég veit ekki hvað ég gæti fengið fyrir það enda hef ég ekkert hugsað mér að flytja. Okkur líður vel hérna í sveitinni og ætlum að vera hér áfram," segir Ólafur Haraldsson á Litlu-Bessa- stöðum í Mosfellsdal. Heimsókn frestað vegna vinds Aflýsa varð fýrirhugaðri heimsókn Roberts B. Zoellick, varautanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í gær vegna hliðar- vinds á Reykjavíkurflugvelli. Til hafði staðið að Robert hitti Davíð Oddsson utanríkisráð- herra og fréttamenn í ráðherra- bústaðnum en vegna vindsins varð að aflýsa heimsókninni. Svo gæti hins vegar farið að Robert heiðraði Islendinga með nærveru sinni á næstu vikum ef tfmi vinnst til að sögn tals- manns utanrfkisráðuneytisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.