Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Blaðsíða 39
DV Siðast en ekki sist
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 39
Ábyrgðar- og siðferðisskerðing
Enn dvel ég við vangaveltur um
hið þverrandi viðskiptasiðferði
(a.m.k. eins og það kemur mér fyrir
sjónir) og tek upp þráðinn frá fyrri -
og ansi hreint mögnuðum - kjallara-
greinum sem hér hafa birst. Ég hlýt
að vera kominn með þetta á heilann.
Það er enda kannski eins gott að ein-
hver nenni og hafi geð í sér til að vera
að pota þetta í það glóandi, rauða,
þrýstna og þroskaða kýli sem líkja
má íslensku viðskipta- og stjórn-
málasiðgæði við í dag. Bara að það
springi ekki beint framan í okkur -
þó frekar það en það haldi áfram að
grassera athugasemdalaust!
Varúð!
Lífeðlis-, vinnu- og vefjasálfræð-
ingar við Acme-háskóla hafa nú var-
að við nýjum og hræðilegum sjúk-
dómi sem herjar á þá sem starfa í
efri stjórnunar- og ábyrgðarstöðum
fyrirtækja, auk stjórnmálamanna.
Sjúkdómurinn, sem leggst á heila
fólks, líkist um margt hinum nýupp-
götvaða og skelfilega sjúkdómi
„minnis- og athyglisskerðing". Sá
herjar einkum á þá sem starfa í upp-
lýsinga- og þekkingargeiranum, líkt
og Morgunblaðið greindi frá í bak-
síðufrétt á páskadag. Sjúkdómur sá
sem hér um ræðir nefnist hins vegar
„ábyrgðar- og siðferðisskerðing".
Lýsir hann sér, líkt og nafnið gefur
til kynna, á þann hátt að þær stöðv-
ar heilans, sem stýra ábyrgðartil-
finningu og siðferðiskennd, skadd-
ast og hreinlega eyðast upp við
margfaldaða og óhefta seytingu ný-
frjálshyggju- og firringarhormóns-
ins gróðamín. Gróðamín þetta ku
vera náskylt vellíðunar- og persónu-
leikaröskunarhormóninu dópamín.
Gróðamínið flæðir sem sagt um
téðar heilastöðvar fyrirtækjastjórn-
enda og stjórnmálamanna, með til-
heyrandi usla og eyðingarmætti, í
réttu hlutfalli við það stig sjálfmið-
aðrar hagnaðar- og valdavonar, sem
viðkomandi sjúklingur eygir með
beitingu hinna ýmsu bragða og
brellna. En brögð þessi og brellur
krefjast þess þó oft á tíðum að farið
sé á svig við lög og reglur sem alla
jafna gilda fyrir „almúgann" í land-
inu.
Neo-capitalists anonymous
Segja má að um ákveðna gerð
fflcnar sé að ræða. Og lflct og með
sumar frknir, þá er þessi áunnin og
krefst þess enn fremur að sjúklingur-
inn yfirstígi ýmis óþægindi á byrjun-
Davíð
Sigurþórsson
skrifar um hvernig
siðferði hverfur í
viðskiptum.
Kiallari
Líkt og með sumar
fíknir, þá erþessi
áunnin og krefstþess
enn fremur að sjúk-
lingurínn yfirstígi
ýmis óþægindi á byrj-
unarstigum sjúk-
dómsins.
arstigum sjúkdómsins. Er þá ekki um
að ræða lflcamleg einkenni á borð við
svima, ógleði eða uppköst, líkt og
þekkt eru hjá þeim sem t.d. byrja að
reykja, drekka eða neyta annarra
vímuefna. Nei, byrjunaróþægindi
gróðamínfíkilsins fýsa sér fyrst og
fremst í samviskubiti og sektar-
kennd. Stafa þessi einkenni af vit-
undinni um hinar margvíslegu nei-
kvæðu samfélagslegu afleiðingar
þeirra brellna sem þarft er að beita til
að hámarka arðinn og völdin nóg til
að framkaUa „buzz-ið". Nægir þar að
nefha brögð á borð við ólögleg verð-
samráð, skattsvik, mútugreiðslur og
nútímaþrælahald.
Sælir eru glórulausir
En sjúkdómurinn ábyrgðar- og
siðferðisskerðing er sem sagt þeirrar
náttúru gæddur að þegar hann er
kominn á gott swing og fiktið er orð-
ið að fikn, þá bælast einkennin (sam-
viskubitið og sektarkenndin) niður
þar sem gróðamínðflæðið eykst og
þurrkar út ábyrgðar- og siðgæðis-
stöðvar heilans. Þannig verður sjúk-
lingurinn minna og minna var við
einkennin eftir því sem heilsunni
hrakar og á því sífellt auðveldara
með að taka ákvarðanir sem há-
marka völd og gróða án þess að
spurningar um samfélags- og sið-
ferðislega ábyrgð séu neitt að vefjast
fyrir honum. Því vindur þetta upp á
sig og viðkomandi verður firrtari
veruleikanum, samvisku sinni og
samfélagi með hverjum deginum. En
á meðan ffldilinn fær fhdð sitt er
Kenneth Lay Stýrði Enron, sjöunda stærsta
fyrirtæki Bandaríkjanna, sem fór á hausinn i
desember 2001. Hann var ákæröur fyrir bók-
haldssvik i kjöifarið.
hann í góðum málum því sælir eru
glórulausir.
En grínlaust...
Þó að sjúkdómsgreiningin hér að
fr aman sé kannski að mestu úr lausu
lofti gripin, hversu sennilega sem
hún annars kann að hljóma, þá virð-
ist sem það sé eitthvað sem fær
menn (síður konur), sem fara með
mikil völd og mannaforráð, svokall-
aða leiðtoga og fyrirmyndir, til að
bregðast skyldum sínum gagnvart
meðborgurum sínum og samfélagi.
Fyrirmyndir fara, samkvæmt dygða-
hyggju Aristótelesar, með mikilvægt
hlutverk við mótun siðgæðis undir-
manna sinna, almennings og ann-
arra fylgjenda, með fordæmi sínu.
Maður „lærir" ekki dygðir heldur
„smitast" af þeim, með áhorfi og eft-
iröpun. Það sama gildir að sjálfsögðu
um siðleysi fyrirmyndanna. Það
smitast líka út í samfélagið. Skilning-
ur á óhlutbundnum eiginleikum eða
dygðum eins og réttlætí, hógværð,
örlæti, sanngirni og samkennd, til að
nefna nokkrar, er nefnilega sameig-
iniega skilgreindur í samfélagi
mannanna, en ekki sjálfgefinn. Það
er þess vegna sem menn, eins og ég,
eru að kvarta og kveina yfir vald-
níðslu, yfirgangi og siðleysi pólitískra
leiðtoga og viðskiptamógúla, ekki
vegna þess eins að menn séu ósáttir
við ákvarðanirnar sem slíkar. Það eru
skilaboðin sem send eru út í samfé-
lagið og áhrif þeirra á þjóðarsiðgæð-
ið og þjóðarsálina, sem menn hafa
áhyggjur af - það umhverfi sem við
erum að búa börnunum okkar. Það
er ekki of seint.
kgb@>dv.is
með Kristjáni Guy Burgess
• össurSkarphéð-
insson gekk hart
fram í gagnrýni sinni
á ákvörðun ríkis-
stjómarinnar um
hvernig staðið verð-
ur að sölu Símans í
ísland í bítið í gær-
morgun. Hann hafði ekki mikið álit
á ráðgjöf Morgans Stanley og sagði
þá Bandaríkjamenn ekki hafa þekkt
neitt til í Evrópu. Þeir sem betur
þekktu til bentu DV á að annar ráð-
gjafinn sem veitti einkavæðingar-
nefrtd ráðgjöf hafi komið frá
Hollandi en hinn sé af grískum ætt-
um. Þeir vinna hjá Evrópuskrifstofu
Morgans Stanley í London...
• Burt séð frá því hvaðan mennir-
nir em, þá em margir áhugasamir
um að sjá þá
skýrslu sem
lög var til
grundvallar ákvörðunar ríkisstjórn-
arinnar og einkavæðingarnefndar.
Segja sérfræðingar í íslenskum
bankaheimi að afar ólíklegt sé að
Morgan Stanley hafi lagt til þá leið
sem -----
farin ð
» Síminir
enginn af þeim sérfræðingum sem
hafi komið fyrir einkavæðingar-
nefnd, hafi mælt með þessari leið
þar sem hún tryggi hvorki há-
markságóða rflcisins né dreifða
eignaraðild að Símanum...
• Talað er um að
nokkrir hópar eigi
eftir að keppast um
að eignast Símann
og um allt viðskipta-
lífið séu menn að
reyna að hópa sig
saman. í góðri stöðu
eru taldir framsókn-
argæðingarnir í S-
hópnum annars
vegar og Björgólfur
Thor Björgólfsson
hins vegar og þeir
gætu valið sér sam-
starfshóp. Hins veg-
ar séu Frosti Bergs-
son og Þorsteinn
Vilhelmsson að
koma saman hópi
með erlendum fjár-
festingarsjóði og ís-
landsbanki og
Straumur séu að
skoða stöðuna hvor í sínu lagi. Þeir
sem rætt er við telja
þó flestir að hópur
myndaðurafMeiði
ogVÍS með ^ár-
magni KB banka og
velþóknun stjórn-
enda Símans komi
langsterkastur til
greina en þar er Finnur Ingólfcson
sagður lyldlmaður...
MorganStanley
■tr
• Fyrir fjórum árum reyndi ríkis-
stjórnin síðast að selja Símann. Þá
voru stjórnendur fýrirtækisins, með
Þórarinn Viðar Þórarinsson í farar-
broddi, til í að fyrirtækið yrði selt
fyrir 29 milljarða. Nú er það miklu
verðmætara. Allt fór í handaskolum
við söluna og enginn vildi kaupa.
Nú naga viðskiptamenn sig í hand-
abökin fyrir að hafa
ekki keypt Símann
á því verði sem þá
bauðst. Hins vegar
segja menn að
aðstæður þá
hafi verið allt
aðrar en nú
og að að-
gangur að
lánsfé sé
meira...
•r-