Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Síða 13
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 13
Páfinn slær
Bush út
Þegar George W. Bush
var endurkjörinn forseti
Bandaríkjanna hlóðust upp
3.500 greinar um hann á
netinu sem var sögulegt
met. Núna hefur Jóhannes
Páll páfi II slegið Bush út
en 35.000 greinar hafa verið
skrifaðar um hann á vefn-
um eftir að hann féll frá. Til
samanburðar má geta þess
að aðeins 1000 greinar voru
Ellismellir í
spretthlaupi
Kfnverska gamal-
mennið Guo Cairu, ffá
borginni Nanjing, stefnir
nú ótrauður að því að
setja heimsmet í 100
metra spretthlaupi hund-
rað ára og eldri. Guo var
nýverið valinn til að vera
kyndilberi á tíundu
landsleikum gamal-
menna í Kína. Standandi
heimsmet í flokki hund-
rað ára og eldri á suður-
afrfkubúinn Philip Babin-
owitz. Metið er 30,86 sek-
úndur. Babinowitz setti
það íjúlí síðastliðnum og
bætti eldra metíð um
meira en fimm sekúndur.
Milljónir fyrir
mannát
Réttarhöld yfir 26 ára
gömlum Norðmanni eru
nú hafin í Kristiansand
vegna þess að hann bauð
þrettán ára stúlku 20 millj-
ónir norskra króna fyrir að
fá að éta hana. í réttasal í
gær sagði stelpan, sem er
fimmtán ára í dag, að hún
hefði hitt manninn á mlRC
spjallrás á netinu. Hún seg-
ir að hann hafi boðið sér
greiðsluna fyrir kynlíf og
svo að fá að drepa sig og
éta. Maðurinn, sem neitar
sakargiftum, á að baki sjö
ára fangelsisdóm fyrir að
nauðga fimmtán ára stelpu.
Hann segist sjálfur lifa lífl
sínu í gegnum netið, að
tölvan sé hans besti vinur,
fyrir utan fuglinn hans.
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa sett upp vefsvæði sem mælir með skírlífi sem
vörn gegn þungun og kynsjúkdómum. Vefsvæðið hefur vakið hörð viðbrögð mann-
réttindasamtaka. Vefsvæðið er í takt við stefnu Bush-stjórnarinnar í kynfræðslu-
málum barna og unglinga í Bandaríkjunum.
Bandarísk ylirvöld
boða skírlíli unnmenna
Skírh'fi er hefibrigðasti kosturinn. Þannig þurfa unglingar hvorki
að hafa áhyggjur af þungun né óttast smit kynsjúkdóma. Auk þess
eiga foreldrar samkynhneigðra unglinga að leita tfi geðlækna.
Einkvæni gegn kynsjúkdómum
Bush forseti telur einkvæni og að
vera trúr maka sínum einu leiðina
þótt vitað sé að fæstir séu tilbúnir
að ieggja slíkt á sig.
Þetta er megininntakið á nýju
vefsvæði bandarískra heilbrigðisyf-
irvalda fýrir foreldra sem vilja fjalla
um kynferðismál við börn sín. Vef-
svæðið hefur verið harkalega gagn-
rýnt af fjölda mannréttindasamtaka
sem vilja sjá því lokað. Gagnrýnend-
ur segja að með þessu séu yfirvöld
að predika rétt gildi. Talsmenn
bandarísku heilbrigðis- og mann-
eldisstofnunarinnar segja vefsvæðið
hins vegar höndla með sannleikann.
Vefslóðin er http://www.4parents.-
gov/.
Samkynhneigðirtii geðlæknis
Michael Leavitt, ritari stofnunar-
innar, segir vefsvæðið hugsað til
þess að aðstoða foreldra sem eiga
erfltt með að ræða um málefni
tengd kynlífi við börnin sín. Hann
segir foreldra hafa mikil áhrif á börn
sín. Ætlunin sé að fá foreldra til að
mæla með skírlífi við börnin og
stuðla þannig að öryggi og heilbrigði
þeirra. Þetta er í anda stefnu George
Geðsjúkdómur? Gömul tugga um sam-
kynhneigð sem læknanlegan sjúkdóm skýtur
upp kollinum á vefsvæði bandarískra heil-
brigðisyfirvalda.
Niðurstöður nýrrar
rannsóknar sem birt
verður í aprílhefti
læknatimaritsins
Journai of Adolescent
Heaith gefa til kynna
að ungiingar sem
sverja sig í skírlífi fyrir
hjónaband séu mun
líklegri til að stunda
kynhegðun sem smit á
kynsjúkdómum fylgir.
W. Bush Bandaríkjaforseta. Hann
hefur aukið fjárframlög til kennslu
um skírlífi sem lífsstíl fyrir hjóna-
band.
Monica Rodriguez, talskona kyn-
fræðslu- og -upplýsingaráðs Banda-
ríkjanna, segir gott og blessað að ýta
undir skírh'fi. Hins vegar þurfi að
huga að unglingum sem þegar
stundi kynlíf. Þá gagnrýnir hún ráð-
leggingar til foreldra samkyn-
hneigðra unglinga um að best sé að
leita til geðlæknis eða sálfræðings.
Auk þessa er fjallað um óáreiðan-
leika smokka á vefsvæðinu. Rodrig-
uez segir þetta hvetja til þess að
krakkar hreinlega sleppi því að nota
smokka. Stuðningsmenn skírlífis
segja þetta hins vegar gert til að auka
enn á líkur á skírlífi.
Líklegri í endaþarmsmök
Niðurstöður nýrrar rannsóknar
sem birtar verða í aprílhefti lækna-
tímaritsins Journal of Adolescent
Health gefa til kynna að unglingar
sem sverja sig í skírlífi fyrir hjóna-
band séu mun líklegri til að stunda
kynhegðun sem smit á kynsjúkdóm-
um fylgir. Þar er átt við krakka sem
ætla sér að halda mey- eða svein-
dómi sínum hreinum.
Rannsóknin náði til 12.000 ung-
linga í Bandaríkjunum. Niðurstöð-
urnar vom þær að krakkar sem vilja
halda mey- eða sveindómi sínum
nota síður smokka við kynlíf og eru
fjórum sinnum líklegri tÚ að stunda
endaþarmsmök og sex sinnum lík-
legri í munnmök en krakkar sem
stunda skírlífi án sérstakra áheita.
Milljónir unglinga í Bandaríkjunum
hafa skriflega eða munnlega svarið
sig í skírlífi í tengslum við átak
kirkjudeilda þar í landi til að koma í
veg fyrir kynlíf íyrir hjónaband og
útbreiðslu kynsjúkdóma.
Átu 20 þús-
und stykki
af Kit Kat
Fjölskylda frá enska
bænum Redcar lagði heil-
mikið á sig til að vinna verð-
laun að andvirði 1,4 mihj-
ónir króna. í
tvo mánuði
átu fjöl-
skyldumeð-
limir Kit Kat-
súkkulaði í hvert mál og
enduðu með þvi að torga
meira en 20 þúsund stykkj-
um. Verðlaunin voru ferðir
til Ástrahu og í Disneyland í
París og Los Angeles og
DVD-spilari. Heimihsfaðir-
inn sagði fjölskylduna him-
inlifandi en með varanlegt
ógeð á Kit Kat. Herlegheitin
kostuðu 350 þúsund krón-
ur, fyrir það fengust 54 þús-
und Kit Kat stykki á tveir-
fyrir-einn tilboði.
Skotárásirnar í Ríó de Janeiro
Lögreglumenn teknir
vegna fjöldamorðs
EUefu lögreglumenn í
brasihsku borginni Ríó de
Janeiro hafa verið hand-
teknir í tengslum við
fjöldamorð sem framin
voru í úthverfi borgarinn-
ar síðastíiðinn fimmtu-
dag. Þrjátíu manns lágu í
valnum eftir að menn í
tveimur bílum óku um og
skutu á fólk, þar á meðal Handhófsdráp Slökkvi-
17 manns sem voru ásamt liðsmenn hreinsa upp lik
öðru fólki staddir á götu-
kaffihúsi. Börn og ung-
lingar voru á meðal þeirra sem féllu.
Að sögn yfirvalda eru fjórir lög-
reglumannanna grunaðir um beina
aðild að skotárásunum en hinir sjö
um að vera í vitorði með þeim. Talið
er að lögreglumennimir hafi verið
fórnartamba skotárásar-
innaríRló.
að hefna handtöku átta
félaga sinna vegna tvö-
falds morðs. Luiz Iancio
Lula da Silva, forseti
Brasilíu, hefur svarið að
þeir seku verði dregnir
fyrir rétt og refsað fyrir
verknaðinn.
Ríó hefur einhverja
hæstu glæpatí'ðni borga
heimsins og glæpaklíkur
stjórna mörgum hverfum
borgarinnar. Lögreglan í
borginni hefur verið
ásökuð af mannréttíndahópum um
að vera lítið betri en glæpamennirn-
ir, hún beiti hörðu ofbeldi án um-
hugsunar. Hóparnir ásaka lögregl-
una um fjöldamorð í Ríó árið 1993
þar sem 21 féll.
Eftirmálar af máli Terri Schiavo
Vill ekki refsa dómurum
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, er á móti því að dómurum
sem fjölluðu um mál Terri Schiavo,
og höfnuðu að hún fengi að lifa,
verði refsað fyrir ákvarðanir sínar.
Leiðtogi repúblíkana í fulltrúa-
deild bandaríska þingsins, Tom
DeLay frá Texas, hótaði í síðustu
viku dómurunum sem komu að
máli Terri og dæmdu eiginmanni
hennar í hag. Hann sagði þá hafa
gefið Bandaríkjaþingi og forsetan-
um langt nef með ákvörðunum sín-
um og þeir eigi eftir að þurfa svara til
saka fyrir gjörðir sínar síðar meir.
Cheney sagðist í samtali við New
York Times í gær að hann hefði ekki
séð yfirlýsingar DeLays. Hann sagði
hins vegar að hann ætti erfitt með að
kyngja hugmyndum um hefnd
gagnvart dómsvaldinu, það væri
ekki viðeigandi. Hann sagði langt í
frá að hann væri alltaf sammála
Dick Cheney Fer ekki I hefndaraðgerðir
þrátt fyrir að vera ekki alltafsammála dóms-
orðum.
dómsniðurstöðum í einstökum mál-
um. Hins vegar væri það ólíklegt að
stuðningur fengist við hefndarað-
gerðir vegna niðurstaðna þótt menn
væru ósammála þeim, það væri
ástæða fyrir því að þeir væru ævi-
ráðnir.