Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005
Sport
Hlynur fann
lausnina
H1>tiui Bæringsson, fyrirliöi |
Snæfells í körfubolta, sagði í
viðtali f\Tir annan leik loka-
úrslitanna gegn Keíiavík að
hann vissi um marga veikleika á
hinni rómuðu
svæðisvöm Kefla-
vókuriiðsins ogþað
er óhætt að segfa
að kappinn hafi
ijóstrað upp umþá 4
í leiknum í
Hóiminum á
mánudags-
kvöldið. Hlynur
skoraði meðal
annars 13 stig í
seinni hálfleíknum,
flest með skotum
fyrir miðju körfu
Keflavflair þar sem
honum \rar gefið
skotið allan
fyrsta leikinn.
Hlynur endaði
leikinn með 18 stig, 16 fráköst
og 8 stoðsendingar og
Snæfellsliðið náði að %'inna það
upp að Keflavikurliðiö skoraði
36 stig úr hraðaupphlaupum í
leiknum.
Grótta/KR
tryggði sér
oddaleik
Hið unga lið Gróttu/KR sýndi
mikinn andlegan sfyrk þegar
liðiö trjrggði sér 17-15 sigur í
öðrum leik sínum gegn
Stjömunni í átta liða úrslitum
úrslitakeppni DHL-deildar
kvenna í handbolta. Með
sigrinum jafnaði Gróttu/KR-
liðið metin í 1-1 í einvfgi og
úrslitaleikur um síðasta sætið í
undanúrslittmum fer fram í
kvöld. Haukar, ÍBVog Valur
unnu öll einvdgi sín 2-0 og er
það þegar orðiö ljóst aö Haukar
mæta Val í öðru undanúrslita-
einvíginu. Það má segja að 17
ára markvörður liðsins, íris
Björk Simonardöttir, han stolið
senmrni í seinni hálfieik en hún
kom í markið þegar Stjaman var
sjö mörkum yfir, 4-11. íris varði
12 af 16 skotum sem á hana
komu í seinni háifleik, flest
þeirra úr algjörum dauðaferam
og Gröttu/KR-liðið gerði hið
ómögulega \rann hálfleskinn
með m'u mörkum og
j' "" ^ þar með leikimt
' 17-15.
Stjömukonur
’Jm skomðu
1 aðeins eitt
p mark á frisí
utan af velli
en hin þrju
komu úr
vítaköstum.
Úrslitin réðust í bandaríska háskólakörfuboltanum í fyrrinótt. Lið North Carolina,
drifið áfram af miðherjanum Scott May, bar sigur úr býtum eftir æsispennandi
lokakafla. Illinois getur vel við unað því fáir áttu von á að liðið kæmist svona
langt.
North Carolina
varð meistari
Úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans fór fram í St. Lou-
is í Missouri í fyrrinótt þar sem North Carolina Tar Heels og 111-
inois Illini leiddu saman hesta sína. Miðherjinn Sean May í liði
North Carolina var hetja leiksins og leiddi sína menn til sigurs,
75-70.
Sean fetaði í fótspor föður síns,
Scotts May sem vann titilinn árið
1976 þegar Indiana lagði Michigan
að velli. Feðgarnir áttu gott spjall
fyrir leikinn þar sem Scott stappaði
stálinu í sinn mann. „Þú ert búinn
að spila svo lengi að þú veist hvað
þú þarft að gera. Þú hefur eitt tæki-
færi og þú munt aldrei gleyma þessu
andartaki ef þú klárar dæmið," sagði
Scott.
Ræðan fór vel í Sean sem var alls-
ráðandi í teignum og réðu leikmenn
Illinois lítið sem ekkert við kappann.
Hann skoraði 26 stig sem er jafn
mikið og faðir hans skoraði fyrir 29
ámm síðan. Það kom fáum á óvart
að Sean May skyldi hreppa verð-
launin sem besti leikmaður úrslita-
leiksins. „Þetta er mér allt mjög kært
því ég hef reynt að standa undir
þeim væntingum pabbi gerði til
mín,“ sagði Sean sem, auk stiga
sinna, hirti 10 fráköst, tveimur meira
en faðir sinn. „Við munum leika
okkur mikið með þá staðreynd,"
sagði Sean og glotti.
Seab hafði mynd meðferðis af
leik föður síns og sýndi samherjum
„Þetta er mér allt
mjög kærtþví ég hef
reynt að standa undir
þeim væntingum sem
pabbi gerði til mín."
sínum fyrir leikinn. Hann getur nú
lagt myndbandið endanlega á hill-
una enda kominn með sitt eigið.
„Faðir minn talaði í sífellu um þenn-
an leik og ég skildi aldrei hvernig til-
fínningin væri. Ég hef aldrei unnið
neitt þessu líkt," sagði May, frá sér
numinn af gleði.
Williams á leið í NBA?
Augu margra beindust að Deron
Williams, leikstjórnanda Illinois, en
Williams hefur átt góðu gengi að
fagna í vetur og bendir allt til að
hann verði valinn fjórði í háskóla-
valinu í júní. Hann og skotbak-
vörðurinn Dee Brown áttu öfluga
spretti í fyrri hálfleik og héldu Illin-
ois á floti í leiknum lengst af. Flest-
ir hölluðust að auðveldum sigri
North Carolina en liðið sigldi fram
úr með Sean May í broddi fylking-
ar um miðjan fyrri hálfleik og hafði
13 stiga forystu í leikhléi, 40-27.
May og félagar héldu upptekn-
um hætti í seinni hálfleik og náðu
mest 15 stiga forystu um miðbik síð-
ari hálfleiks. Þá kom mikil þriggja
stiga hrina hjá Illinois sem náði með
miklu harðfylgi að jafna metin.
Lokamínútur leiksins voru æsi-
spennandi en leikmenn Illinois
fóru oft illa að ráði sínu og hefðu
hæglega geta landað sigri með
skipulögðum leik. Illinois var
með boltann og gat jafnað
með þriggja stiga skoti en
Raymond Felton reyndist
liðinu erfiður á lokamínút-
unni, stal boltanum þegar 36
sekúndur voru til leiksloka,
tók varnarfrákast og setti
niður tvö víti af fjórum.
Fimm stiga forysta var því
staðreynd sem var of
erfitt bil að brúa fyrir 111-
inois og North Carolina
því verðskuldaður
meistari.
Besti maður úrslita-
leiksins Sean May,
miöherji North Carolina-
háskólans, var valinn besti
maður úrslitaleiksins i
bandaríska háskólakörfu-
boitanum i fyrrínótt. May
skoraði 26 stig i leiknum
gegn lllinois sem North Caro-
lina vann með fimm stigum,
75-70.
Reuters
2005 Adidas F30+
Mikil dramatík í öðrum leik lokaúrslita karla í körfu
Keflvíkingar kæra ritaramistök
[ Jóiútheiji
Verð kr. 9490,-
Ármúla 36, Reykjavík,
sími 588 1560
www.joiutherji.is
,mm — mmmmmmmmmm*
Keflavík hefur kært úrslit annars
leiksins gegn Snæfelli í úrslitarimmu
Intersport-deildarinnar sem fram
fór á Stykkishólmi á mánudags-
kvöldið. Á heimasíðu KKI kemur
fram að Keflavík, sem tapaði leikn-
um með fjórum stigum. 93-97, telji
að mistök hafi orðið á ritaraborðinu
og löglega skoruð karfa þeirra hafi
ekki verið talin. Á heimasíðu KKf
kemur ennfremur fram að í kærunni
til dómstóls KKÍ fari Keflvíkingar
fram á að fjórði leikhluti leiksins
verði leikinn að nýju og til vara að
allur leikurinn fari fram aftur.“
Dómstóll KKÍ hefur móttekið
kæruna og mun málið verða tekið
þar fyrir svo fljótt sem auðið er, en
svo gæti farið að seinka yrði fjórða
og fimmta leik lokaúrslitanna með-
an að kæran er tekin fyrir.
Körfuna sem um ræðir skoraði
Jón Nordal Hafsteinsson þegar hann
fylgdi eftir skoti Nicks Bradford 11,7
sekúndum fyrir lok þriðja leikhluta
en þessi karfa, sem átti að koma
Keflvíkingum sjö stigum yfir, 66-73,
var aldrei skráð í leikskýrsluna. Helgi
Reynir Guðmundsson skoraði síðan
úr tveimur vítaskotum fyrir lok leik-
hlutans og munurinn var því bara
þrjú stig fyrir fjórða leikhlutann,
68-71.
Mistökin fóru fram hjá eftirlits-
manni KKÍ á leiknum og í beinni út-
sendingu Sýnar voru Keflvíkingar
með stigin tvö þar allt þar til að ein
og hálf mínúta var eftir þegar sjón-
varpsmenn áttuðu sig á ósamræmi
milli stigatöflunnar í húsinu og
stigaskori þeirra og tóku umrædd
stig af Keflavíkurliðinu.
Ha, voru stigin mfn ekki skráð? Jón
Nordal Hafsteinsson skoraði 18stig í öðrum
leiknum gegn Snæfelli en fékk þóbara 16
þeirra skráð á leikskýrsluna.