Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005
Kæri sáli
Stúlkur erfa uppeldishæfileika
77/ eru þónokkrar rannsóknir um að
neikvætt uppeldi, svo sem barna-
ofbeldi eða jafnvel misnotkun, erfist
milli ættliða. Litið hefur verið gert til
að rannsaka hina hliðina á málinu
en nú telja vísindamenn að mæður
sem hafa hlotið jákvætt og um-
hyggjusamt uppeldi séu mjög líkleg-
ar til að gera hið sama fyrir sín börn.
Er þetta hins vegar talið að eigi ekki
við feður eftir því sem kemur fram í
niðurstöðum rannsóknarinnar en
tekið er fram að það geti hugsan-
lega stafað afþví að þessi tengsl
feðra við sitt uppeldi hafi ekki verið
nógu vel rannsökuð.
Mikilvægt er að hafa í huga, ef mað-
ur er ennþá tvístigandi, hvort hægt
er að prófa ákveðna leið og hætta
við ef hún gengur ekki vel. Þá er
bara hægt að prófa aðra leið.
Kostir og gallar
Þessi atriði eru öll leiðir til að taka
ákvarðanir - eftir situr að oft getur
maður ekki séð fyrir hvað muni ger-
ast og hvað sé þá best að gera. Oft
erum við líka að velja á milli tveggja
leiða, sem báðar geta verið góðar
eða slæmar — bara mismunandi
góðar eða slæmar, og við getum
sjaldnast verið 100% viss um neitt.
Þá er oft best að læra að hætta að
hugsa um kosti og galla og velja eina
leið og gera hana hreinlega að bestu
ákvörðuninni. Jákvæða hugafarið
hefur áhrif á að leiðin verður á end-
anum „best" og ekkert gagn er í að
segja við sig stöðugt „hefði ég...“
Gangf þér vel,
Bjöm Haiöaison, sálfræöingui.
Hamingjan berst
á milli maka
Svo virðist sem hamingjan berist á
milli maka, en aðeins efparið er gift.
Þetta kemur fram I víðtækri breskri
rannsókn sem skoðaði hamingju-
tengsl para, giftra og ógiftra. I
Ijós kom að ef annar aðilinn í
hjónabandinu erhamingju-
samur smitar það út frá séryfir
til hins aðilans. Að sama skapi
ereinn aðilinn mun hamingju-
samari með sitt líféf hinn er
hamingjusamur á eigin for-
sendum. Til dæmis efannar
aðilinn er 30% hamingjusamari en
hinn, gæti það bætt fyrir atvinnu-
missi og jafnast við að þurfa ekki að
eyða tveimur mánuöum íspítala-
legu. I Ijós kom að slík tengsl milli ■
ógiftra para eru mun veikari.
Hringitónarfjár-
magna kirkju-
orgelsviðgerð
Kirkja í Þýskalandi hefur opnað
heimasíðu og boðið tilsöluýmsa
hringitóna fyrir farsíma. Er það gert
til að fjármagna viðgerð á orgelinu í
kirkju heilags Petri í Hamborg.
Áhugasamir geta kynntsér úrvalið á
petriklingel.de.
Fyrirum 150
krónur er hægt
að velja á milli
fimm sálma til
að hala niður
sem hringi-
tóna í farsím-
ann. Er ekki óliklegt að þetta muni
bera þónokkurn árangur þar sem
sálmarnir sem um ræðirhafa verið
vinsælir í margar aldir. Vinsælustu
hringitónarnir í dag eiga uppruna
sinn i lögum sem eru varla eldri en
tvævetur.
Betri litir
í fangelsin
Kvenfangarnir á
myndinni gætu verið nj '
að gleðjast yfir þeirri \.x
staðreynd að fangels- V '
isyfirvöld i Japan hafa
ákveðið að breyta litamunstri á
búningum og rúmábreiðum.
Hingað til hefur litasamsetning
verið appelsínugular og grænar
rendur og segja litasérfræðingar
að það gæti gert fangana
taugastrekkta og árásargjarna.
Þeir mæla frekar með að hlýir
litir, svo sem brúnn, verði til þess
að fangarnir nái betri nætur-
svefni og líði almennt betur.
éttin og rangar
Manir
Sæl/l!
Mig langaði að spyrja ykkur
út í hvernig maður tekur
ákvarðanir. Þannig er mál með
vexti að síðan ég
man eftir mér
hef ég alltaf átt í
miklum erfið-
leikum með að
taka ákvarðan-
ir. Ég hugsa og hugsa og get
ekki valið hvað sé besta
ákvörðunin og þori ekki
að gera neitt af því ég
er ekki viss. Oftar
en ekki geri ég svo
ekki neitt og bíð
frekar eftir að allt
fari í óefni. Hef lent
í vandræðum
vegna þessa
bæði í fjármál-
um og sam-
böndutp: Lán
hafa fdllið á ættingja og ég hef
verið of lengi í sambandi sem
ég nánast vissi að var vonlaust.
Hvernig tekur maður ákvörð-
un sem rnaður getur verið viss
um að sé sú rétta?
Óákveöinn
Sæll, Óákveðinn!
Það væri einfalt ef hægt væri að
gefa út kort eða handbók þar sem
hægt væri að fletta upp vandanum
og bestu lausninni þegar kemur að
því að taka ákvörðun. Því miður, eða
kannski sem betur fer, er það ekki
svo einfalt og mismunandi hlutir
virka fyrir mismunandi fólk.
Við erum í raun að taka ákvarð-
anir, velja og hafna, á hverjum ein-
asta degi. Flestar eru minniháttar og
krefjast ekki mikillar umhugsunar,
eins og að velja í matinn, velja Nóa-,
Mónu- eða Góu-páskaegg, eða
ákveða hvaða leið á að fara heim úr
vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Flestir
eiga ekki í miklum erfiðleikum með
þessar ákvarðanir og taka skyndi-
ákvarðanir án þess að hugsa mikið
um það fyrir eða eftir ákvörðunar-
tökuna. Svo eru það erfiðari ákvarð-
anirnar, sem hafa langtímaáhrif á líf
okkar og annarra í kringum okkur.
Ákvörðunin um hvort eigi að sh'ta
sambandi, hvort eigi að selja hús-
næði til að laga fjárhagsstöðu, eða
hvaða nám eigi að velja. Sumar
ákvarðanir eru erfiðar af því að
þær snerta fjárhag okkar, aðrar
hafa bein áhrif á líf annarra,
eins og að slíta sambandi, eða
skipta um húsnæði og þurfa
mögulega að láta börnin skipta
um skóla.
Leita álits
Það eru nokkrir þættir sem geta
hjálpað við erfiðari ákvarðanatökur,
eins og að leita skoðunar annarra,
t.d. leita eftir áliti vina og ættingja.
Spyrja jafnvel þá sem ákvarðanirnar
munu hafa áhrif á, eins og hvað
börnunum finnst um að flytja, eða
hvað makanum finnst um að maður
skipti um vinnu.
Hægt er að leita álits sérff æðinga,
t.d. þegar ákvörðunin snertir fjár-
hag, eða námsráðgjafa varðandi
nám. Fá álit þeirra sem þekkja leiðir
og hafa reynslu af afleiðingum og
möguleikum. Þessir aðilar geta gefið
nýja sýn á þær leiðir sem maður hef-
ur velt fyrir sér og jafnvel bent á fleiri
möguleika.
Hægt er að leita aðstoðar hlut-
lausra aðila, eins og sálfræðinga, við
ákvarðanatökur - fá þá til að að-
stoða sig við að spyrja sjálfan sig
réttu spurninganna. Oft er mun
betra að fá aðstoð við að spyrja réttu
spurninganna varðandi ákvörðun-
ina, frekar en að fá bein ráð um hvað
skuli gera.
Vandamálið skilgreint
Hins vegar er hægt að benda á
ákveðin skref sem hægt er að nýta
sér þegar staðið er frammi fyrir að
taka ákvörðun. Fyrsta skrefið er að
skilgreina hvert vandamálið ná-
kvæmlega sé, eða aðstæðurnar sem
staðið er frammi fýrir. Skrifa svo
niður allar leiðir, mögulegar sem
ómögulegar, rökréttar sem fárán-
legar. Þannig má gefa hugmynda-
fluginu lausan tauminn og margt
athyglisvert kemur upp áyfirborðið.
Skipta svo þessum leiðum upp í
annars vegar mögulegar og raun-
hæfar og hins vegar þær ómögulegu
og fáránlegu. Fara síðan yfir það
sem eftir stendur og ef einn kostur
er greinilega bestur er vandinn
leystur. Ef ekki, er gott taka hvern
kost fyrir sig. Skrifa upp kosti og
galla allra leiða og sjá hvaða leið
hefur flesta kosti og fæsta galla sam-
anlagt.
Til þess að finna þessa kosti og
galla er gott að spyrja sig hvernig
ákvörðunin gæti haft álirif á mann
sjálfan, aðra, og hversu mikilvægur
hver þáttur er. Mikilvægt er að
skoða bæði skammtíma- og lang-
tímaáhrif. Oft tekur fólk rangar eða
slæmar ákvarðanir vegna þess að
það skoðar bara skammtímakosti
þeirra, eða bara skammtímaáhrif á
aðra, en horfir ekki á langtímaáhrif.
Ef þú heldur að svarið sé að berja í gegn
launahækkun í vinnunni, ættirðu kannski frekar
að hugleiða að lauma þér snemma heim til
makans og upp í rúm. Það eru tveir hagfræðing-
ar sem halda þessu fram en þeir birtu fyrir
skömmu ritgerð þar sem fram kemur að með því
að bæta kynlífið, fjölga skiptum úr einu sinni í
mánuði í einu sinni í viku eða oftar, jafngildir það
50 þúsund dollara launahækkun á ári. Það sam-
svarar meira en þremur milljónum króna. Þetta
miðar að sjálfsögðu við hamingju einstaklinga og
sannast hið forkveðna að ekki er hægt að kaupa
hamingju fýrir peninga. Kynlífið virðist hins
vegar vera góður gjaldmiðUl í þeim efnum.