Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MÁNUDAGUR 7 7. APRÍL 2005 7 T f verandi skóla- r,1 stjóri Rafiðnað- * ./ arskólans sem / var dæmdur í 3 ' mánaða skil- á orðsbundið M fangelsi fyrir Mj fölsun Líkmennirnir Jónas Ingi, Grétar og Tómas Mala■ kauskas svara fyrir Vaidasar-mólið fyrir Vaidasar-máHð IHæstarétti. Dómarar Hæstaréttar eru nú nýkomnir úr góðu páskafríi. Þeirra bíður hins vegar ströng dagskrá í apríl. Mörg stórmál sem mikið hefur verið fjallað um og landsmenn fylgst spennt- ir með, eru nú komin tíl kasta þessa æðsta réttar þjóðarinnar. í næstu viku mæta fyrir rétt þeir Árni Þór Vigfússon, Kristján Ra. Kristjánsson og Ragnar Orri Benediktsson sem voru dæmdir sekir í héraðsdómi fyrir sinn þátt í Landssímamálinu. Sveinbjörn Kristjánsson, aðalmaðurinn í málinu, ákvað hins vegar að áfrýja ekki dóminum sem hann fékk og er byrjaður að sitja hann af sér á Litla-Hrauni. Árni Þór og Kristján Ra. fengu tveggja ára fangelsis- dóma í héraði og treysta þeir á að fimm reyndustu dómarar Hæsta- réttar lækki þann dóm eða sýkni þá. Líkfundarmálið Mánudaginn 25. apríl tekur Hæstiréttur fyrir Líkfundarmálið frá Neskaupstað. Grétar Sigurðar- son, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas, sem aliir voru dæmdir sekir i héraðsdómi, þurfa þar að svara fyrir það hvern- ig þeir horfðu upp á Vaidas Jucevicius deyja í íbúðinni í Kópa- vogi og hvernig þeir si'ðan stungu gat á líkið og sökktu því í höfnina í Neskaupstað. Barði konu en sleppt við refsingu Þriðja málið sem margir bíða eftir að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á, er málið sem ríkis- saksóknari höfð- ar gegn Kjartani Ólafssyni. Kjart- an fékk ekki refsingu fyrir að misþyrma eiginkonu sinni í Héraðs- dómi ness og dómurinn mikla reiði þar sem í honum mátti lesa að konan hefði kallað yfir sig ofbeldi mannsins. Hæstiréttur þurfti að gera undanþágu til að geta tekið málið fyrir. Handrukkarar í Hæstarétt Föstudaginn 22. apríl fá þrír dómarar í salinn þá Annþór Krist- ján Karlsson og Ölaf Valtý Rögn- valdsson. Annþór fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hrottalega árás á Birgi Rúnar Benediktsson þar sem hann var að innheimta skuld. Málið vakti mikla athygli þar sem hér var á ferðinni mál handrukkara sem hafa tröllriðið þjóðfélaginu með eigin lögum og reglum. Dómur- inn þótti harður en það eina sem Annþór sagði þegar DV spurði út í áfrýjunina var: „Ég gef ekkert upp um þetta." Milljónaforstjóri og ung- lamb Önnur mál sem Hæstiréttur fær til meðferðar næsta mánuð- inn er mál Gunnars Amar Krist- jánssonar fyrrum forstjóra SÍF sem Ríkislögreglustjóri ákærði fyrir að hafa skrifað athuga- semdalaust upp á reikninga Tryggingasjóðs lækna á meðan framkvæmdastjóri sjóðsins dró sér tugi milljóna. Héraðsdóm- ur sýknaði Gunnar en Ríkis- lögreglustjóri áfrýjaði. og rjarsvLK. jon /vrm var mns vegar sýknaður af að hafa dregið að sér tæpar þrjátíu milljónir úr endur- menntunarsjóði rafeindavirkja á árunum 1994-2001. Afalltöðrum toga er mál unglambsins á Litla- Hrauni, Andra Más Gunnarssonar sem hefur framið fjölda afbrota þótt ungur sé en hann kemur fyrir dóminn í næstu viku. Fíkniefnalögga og fíkniefnasalar í byrjun maí verða svo tvö stór- mál tekin fyrir, fyrst mál Halls G. Hilmarssonar sem var næstæðsti maður fíkniefnalögreglunnar og dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að draga sér 870 þúsund krónur af fíkniefnafé. Daginn eftir að fíkniefhalögregluforinginn mætir, kemur hins vegar einn stærsti ffkniefhasmyglari lands- ins, Rúnar Ben Maitsland ásamt bróður sínum Davíð Ben en þeir voru dæmdir í fjög- urra og hálfs og fimm ára fangelsi í héraði fyrir að smygla alls 27 kílóum af hassi hingað til lands. kgb@dv.is Annþór Kristján Karlsson Fékk tvö og hálft ár i héraðs- dómi fyrir hrottaiega likams- árás. Gengur laus þar til eftir Hæstaréttardóm. I Rúnar Ben Maitsland Fyrir j I dómi ásamt bróður sínum. I Gunnar Örn Kristjáns- I son Sýknaður en Rikis- | lögreglustjóri áfrýjaði. Bæjarstjóri qagnrýnir fréttamenn Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á ísafirði, skrifar á heimasíðu sinni, haddi.is, að lætin í kringum Auðun Georg Ólafsson og ákvörð- unina um ráðningu hans séu með ólíkindum. Halldór segir að langflestir sem hann hafi rætt við séu á þeirri skoðun að fréttastofa útvarps og starfsfólk Ríkisút- varpsins hafi farið langt yfir strikið í málinu. Halldór seg- ir það einnig vera umhugs- unarefni hversu mikil áhrif fjórða valdið hafi og hve fréttamenn séu sjálfhverfir. Fjölnota íþróttahús á Akranes Samið verður við Svein- björn Sigurðsson ehf. um byggingu fjölnota íþrótta- húss á Jaðarsbökkum á Akranesi. Fyrirtækið gerði bænum tilboð í óeinangrað og óupphitað hús. Burðar- virki hússins á að verða þannig að hægt verði síðar að einangra húsið og hita það. Einnig hefur bæjarráð Akraness samþykkt að fela Gísla Gíslasyni bæjarstjóra að semja við Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um að leggja í húsið Ugoturf- gervigras. Stofna á fram- kvæmdasjóð íþróttamann- virkja og félag sem myndi eiga og reka húsið. ' ; * --tý Hólmgeir Holmgeirsson rekstrarfræöingur er lánafulltrúi á viöskiptasviöi f Ragnheiður ÞengllsÍíóttir viöskiptafræöingur er lanafulltrúi á viðskiptasviði 4,15% : vextir skilyrði um önnur bankaviðskipti Lánin eru verðtryggð og bera fasta 4,15% vexti sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum. Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80% við endurfjármögnun fasteigna (engín hámarksupphæð) og 100% við kaup fasteignar (hámarksupphæð 25 milljónir króna). Hægt er að nota lánin til íbúðarkaupa, til að stokka upp fjármálin eða í eitthvað allt annað. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Lánstími 5 ár 25 ár 40 ár Ipllllfgl í| jjjj Smí | jj Lánstími 5 ár 25 ár 4,15% vextir 18.485 5.361 Lán meö jafngreiðsluaðferö án verðbóta Háðtjjaf.ir okkar veita allar nánari upplýsingar. Þti getur litið inn i Ármula 13a, liringt í sima S1U “>000 eða sent tólvupðst á frjalsiS'frjalsi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.