Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 33
DV Menning MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 33 Sigurður A. Magnússon rithöfundur blandar sér í umræður um úthlutun starfslauna listamanna og er ekki að fara í launkofa með álit sitt. Hann telur að tilkoma starfslauna hafi skipt sköpum í framfor ís- lenskra listamanna á síðustu öld og ráðið miklu um að menningarlíf hér varð blómlegra. Þá víkur hann að sínum einkahögum og stöðu sinni sem launamanns á ritvellinum en á síðasta ári sendu 38 borgarar áskorun til menntamálanefndar Alþingis um að Sigurður yrði settur á heiðurslaun, sem gekk ekki eftir. I Sigurður A. Magnússon rithöf- I undur „Það erlöngu oröið tíma- bært að kveða endanlega niður hvimleitt og andlaust nöldur frjáls- I hyggjupostula og annarra pópúlista um ósjálfstæði, auðnu- leysi og snlkjullf listamanna' Þriðjudaginn 8. mars birtist í Fréttablaðinu sérkennilegt viðtal við Þorstein Guðmundsson rithöfund og grínista undir spaug- samri fyrirsögn, „íslendingar eru ekki bjánar". Þar fjargviðrast hann yfir starfslaunum listamanna og hefur allt á hornum sér einsog sönnum grínista sæmir. Hér er ein skammademban: „Ég geri ekki tilkall til neinna peninga eða viðurkenninga. Ég er bara orðinn langþreyttur á ástandinu og þessu kerfi sem við þurfum að búa við. Ég held að þetta kerfi bjóði ekki upp á neitt annað en klíku, sama í hversu mikinn faglegan búning það er sett. Á end- anum verður það smekkur fárra sem ræður." ið milli þýðinga og innlendrar blómgunar hljóta að vera haldnir sjóndepru sinnuleysis eða hleypi- dóma. Bókhneigðin varð til bjargar Það er ekki einasta að hinar nýju aðstæður hafi fjölgað atvinnuhöf- undum til mikilla muna og margeflt bókmenntasköpun í landinu, heldur hafa þúsundir manna beint og óbeint atvinnu af því að koma afurð- um höfunda fyrir augu almennings. Ef möguleikum þeirra til að setja saman ritverk yrði með einhverjum hætti spillt, mundu heilar atvinnu- greinar hrynja. Því var um sinn spáð að bóka- skatturinn illræmdi mundi kippa stoðunum undan hérlendri bóka- gerð, en svo var bókhneigð mör- landans fyrir að þakka, að sú spá rættist ekki, heldur er engu líkara en torfærurnar hafi eflt mönnum þor og dug með þeim gleðilegu eftir- köstum sem við blasa. Það er löngu orðið tfmabært að kveða endanlega niður hvimleitt og andlaust nöldur ffjálshyggjupostula og annarra pópúhsta um ósjálf- stæði, auðnuleysi og sníkjuh'f hsta- manna. Það var með samtakamætti en ekki ófyrirleitinni samkeppni sem rithöfundar og aðrir listamenn skópu sér aðstöðu til að hefja Ust- sköpun í landinu á æðra plan, sem ekki á sér fordæmi í þjóðarsögunni. Hálft ár í senn Ég naut starfslauna rithöfunda - hálft ár í senn - fráþví ég hvarf frá föstu starfi 1981 þartU ég var settur útaf sakramentinu fýrir tveimur árum. Á þeim tíma komu frá minni hendi 16 bækur frumsamdar á ís- lensku, 4 bækur frumsamdar á ensku, 19 bækur þýddar á íslensku og 7 bækur þýddar á ensku. Samtals 46 bæktrr á 23 árum. Mér hefði ekki auðnast að koma nema hluta þeirra frá mér án starfslaunanna. Bækur mínar, frumsamdar og þýddar, eru aUs orðnar 79 talsins. Þefrra á meðal eru 8 bækur frumsamdar á ensku og 7 þýddar á sömu tungu til kynningar á landi og þjóð. Veit ég ekki til að aðrir íslendingar, Ufs eða liðnir, hafi verið stórtækari í þessháttar land- kynningu. Og enn er ég að leitast við að hnoða saman textum, úrþví fastar árstekjur eUiáranna eru ekki nema 790.000 krónur! Þessar staðreyndir eru ekki dregnar ffarn í umkvörtunarskyni, heldur tU að ýja að þeim langsótta möguleika, að kannski mætti gera efstu ár afkastamikiUa höfunda eih't- ið bærilegri. Alþingi veitir öldruðum Ustamönnum heiðurslaun, sem vissulega er lofsvert, en hinsvegar undir hælinn lagt hvert þau eru látin ganga, einmitt vegna þess að UokkspóUtískir snatar fá að véla um veitinguna. Áskorun Á Uðnu hausti stóðu tveir ungir rithöfundar, þeir Bjami Bjarnason og Einar Örn Gunnarsson, fýrir því að 38 málsmetandi borgarar sendu áskorun tU Menntamálanefhdar Al- þingis um að mér yrðu veitt heiðurs- laun, en nefndarformaður, Gunnar Birgisson, léði ekki einusinni máls á, að áskorunin væri tekin tU umræðu. Þar kom fram, svo ekki varð um viUst, hvemig farið getur þegar sú aumkunarverða tík, póUtíkin, og sið- laus handbendi gerspUltra hefrn- ingaskiptaflokka komast með krumlur sínar í spUið, einsog nýjasta dæmi á fréttastofu Ríkisútvarpsins áréttar með eftirminnUegum hætti. SennUega er spilUngin í samfélaginu hvergi orðin víðtækari né rótfastari en hjá tvíhöfðanum sem farið hefur með völd í landinu lungann úr lýð- veldistímanum. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Hér er hann vitanlega að bauna á þriggja manna úthlutunarnefnd starfslauna, en þar er reyndar einum nefndarmanna skipt út árlega, svo raunhæf klíkumyndun hlýtur að vera talsverðum vandkvæðum bundin! Annar brandari Næsta ádrepa er eUítið fyndnari: „Valdið á að vera hjá þjóðinni því þessi nefnd er búin að koma sér upp á mUli þjóðarinnar og Ustamanna. Ef rUdð hefur tU dæmis áhuga á að styðja við bakið á rithöfundum á það fyrst að aðstoða forlögin og út- gáfufýrirtækin. Þau sjá síðan um að ráða tU sín rithöfunda. Það er ekki rétt að ríkið sé með einstaklinga á launaskrá. Þetta stendur Uka ný- sköpun fyrir þrifum því það er erfitt að komast að fyrir ungt fólk.“ Eftirtektarvert er að grínistinn hefur ekkert við það að athuga, að leikhússtjórar eru meira og minna einráðir um, hvað tekið er tU sýn- inga í þremur atvinnuleikhúsum landsmanna, hljómsveitarstjórar ráða efnisvaU Sinfóníuhljómsveitar- innar og safnstjórar ráða hvað sýnt er í Usta- og minjasöfnum. Einsog hver heUvita maður sér, minnir fjas Þorsteins um klíkuskap, einhæfhi og ráðandi smekk fárra manna á hjal óvita. Meira gaman Þriðja skrýtía hljóðar svo: „Það er hættulegt menningunni þegar Usta- menn þurfa að fara að stUa inn á réttan smekk í bókmenntum eða myndUst tíl að geta Ufað. Þetta fóUc í nefndinni er aUt prýðisfólk ogyndis- legt. Það er kerfið sem er rotíð og það verður aldrei gott svona." Hingaðtíl hafa það einkum verið HeimdeUingar og óforbetranlegir íhaldskurfar sem ahð hafa á hleypi- dómum um ósjálfstæði listamanna og fusleik þeirra tíl að selja sig hæst- bjóðendum - ef þeir voru þá ekki út- málaðir sem afætustétt auðnuleys- ingja sem sóuðu fjármunum skatt- borgara í sukk og svínarí í staðinn fyrir að stunda „heiðarlega atvinnu". Umskiptin 1975 Ef dæma má af rausi Þorsteins Guðmundssonar, hefur.gengið treg- lega að koma því innfyrir höfuð- skeljarnar á landslýðnum, að þeir fjármunir, sem af opinberri hálfu er varið tU að efla Ustsköpun í landinu, koma aUir frá listamönnum sjálfum. Fyrir hvert eintak af bók, sem gefin er út, fær rfkið í sinn hlut hærri upp- hæð en höfundurinn, enda er það í reynd svo, að bókaútgáfan stendur undir nálega öUum útgjöldum tU menningarmála í íslensku sam- félagi. Mönnum hættír tU að gleyma því að bækur verða ekki gefnar út án höfunda, og þær verða ekki samdar nema höfundar fái tóm og aðstöðu tU að semja þær. Markaðurinn í örfámennu sam- félagi getur ekki tryggt höfundum þær lágmarkstekjur sem geri þeim kleift að helga sig ritstörfum óskipt- ir. Að sönnu stundar áhtlegur hópur manna ritstörf í hjáverkum með mjög misjöfnum árangri, en það var fyrst með tilkomu kerfis starfslauna listamanna, sem lögfest var árið 1975, að umtalsverður hópur at- vinnuhöfunda varð tU og hefur gert garðinn svo frægan, að á liðnum 30 árum hafa nálega 80 hérlendir höf- undar fengið heU verk birt í ríflega 30 löndum: skáldsögur, leikrit, smá- sagnasöfn, ljóðabækur, að viðbætt- um töluverðum fjölda safnrita á ýmsum tungum: ensku, þýsku, frönsku, spænsku, rússnesku, kín- versku, búlgörsku og ÖUum tungum Norðurlanda. Að flestum þessara safnrita hef ég persónulega unnið. • Á fingrum annarrar handar Það sem að ofan greinir má beint eða óbeint þakka þeim opinbera stuðningi sem rithöfúndar hafa not- ið á umræddu skeiði. Framtil 1970 mátti telja á fingrum annarrar hand- ar þá höfunda íslenska sem fengið höfðu heil verk eftir sig birt á öðrum tungum. Á þeim árum var reyndar við lýði eldra kerfi listamannalauna sem heyrði beint undir Alþingi með tilheyrandi pólitískum klíkuskap, baktjaldamakki, spillingu og ein- hæfni. Blómgunina, sem átt hefur sér stað í íslenskum bókmenntum undanfarinn aldarfjórðung, má rekja beint og óbeint til starfslauna rithöfunda, en einnig til starfa Þýð- ingarsjóðs, sem tók til starfa um sama leyti og hefur stuðlað að sann- kallaðri byltingu í þýðingum önd- vegisverka heimsbókmenntanna á íslensku. Þeir sem ekki sjá samheng- Þorsteinn Guðmunds- son, skotspónn Sigurð- ar „Einsog hver heilvita maður sér, minnir fjas Þor- steins um klíkuskap, ein- hæfni og ráðandi smekk fárra manna á hjal óvita." Gaman og grimm alvara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.