Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 40
r % T1 f1 í t íJjj^ 0 í Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndarergætt. j-1 S1 Q _rJ QQ Q SKAFTAHÚÐ24,105REYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMISSOSOOO 5 690710 111117 • Árshátíð 365 var haldin með pompi og prakt í Perlunni að kvöldi laugar- dags og tókst í alla staði vel. Við það tækifæri var sýnt eins konar skaup þar sem menn gerðu grín að sjálfum sér en sögumaður var JónÁrsællÞórðarson. Eitt atrið- anna sem þótti takast hvað best var þegar topparnir í fyrirtæk- inu, Gunnar Smári EgÚsson, Páil Magnússon og Hermann Her- mannsson brugðu sér í líki Strákanna á Stöð 2 og tóku sig afar vel út. Þeir höfðu meðal annars í flimtingum, að hætti þeirra Audda, Sveppa og Péturs Jóhanns umdeilda ráðningu á Áma Þór Vigfússyni og töluðu um að réttara væri að hann afþlánaði innan 365 fremur en annars staðar... Auddi við Ossur Tapaði veðmá „Þetta var algerlega spontant og kom fram í spjalli okkar Audda. Hann gaf út þessa yfirlýsingu án þess að vera píndur til þess," segir össur Skarphéðinsson formað- ur Samfylkingarinnar. Eins og kunnugt má vera stendur Össur nú í því sem nefndur hefur verið blóðugur formannsslagur og sækir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hart að honum í framboði sínu til formanns. En Össur hefur ráð undir rifi hverju. Auðunn Blöndal, betur þekktur sem sjónvarpsstjarnan og spaugarinn Auddi í Strákunum á Stöð 2, hefiir lýst yfir opinber- um stuðningi við össur á allsérstæðum for- sendum. Þannig var að Auddi og Össur hitt- ust sem fótboltabullur og álitsgjafar í sjón- varpsþætti Skjás eins sem sýndi beint frá leik Manchester United og Norwich. Auddi er einarður stuðningsmaður United-liðsins en Össur heldur hins vegar með Norwich. Össur átti nokkuð undir högg að sækja í sjónvarpssal því þeir sem þar fjölluðu um þennan leik voru helst á því að þetta væri nánast formsatriði fyrir stórveldið að leggja Norwich. En það fór á annan veg. Manchester United tapaði leiknum tvö- núll. Svo öruggur var Auddi með sigur sinna manna að hann nefndi við össur að færi á aðra leið myndi hann lýsa yfir opinberum stuðningi við Össur - og sú er nú staðan. „Það er auðvitað kraftaverk að jafn h'tið Hð og Norwich skuli hafa komist upp í úrvalsdeild- ina," segir Össur sem ekki bilar í trúnni. „Það bjugg- ust fáir við því að þeir héngu uppi. Sú dýrð stend ur varla lengi. Kanarífuglamir eru því miður neðstir í deildinni! En þeir gefast aldrei upp og ég mun aldrei gefast upp á að styðja mína menn." Aðspurður hvort þetta megi ekki heita nýstárleg leið til að afla sér fylgismanna, að veðja um eitt og annað með þetta und- ir segir össtn: svo kannski ekki vera. Hins vegar hefur Norwich aflað honum nokk- urra stuðningsmanna því við Össur hafa haft samband menn sem halda með lið- inu og það hefur svo orðið til að opna augu þeirra fýrir því að Össur sé ákjós- anlegastur leiðtogi íslenskra jafnað- armanna. Auddí og Össur For- maður Samfylkingarinn- arhefurýmis ráð tilað afia sér fyigismanna í hinum blóðuga for- mannsslag sem nú stendur yfir. Og stuðn- ingur Össurar við enska liðið Norwich ætlar með- al annars að reynast honum vel íþeim efnum. Egill í Brimborg svarar „Ég er orðinn leiður á sköllótta hausnum hans Egils grenjandi um þessi mál. Hann á mikla hagsmuni og er því ekki hlutlaus," skrifar einn hinna illræmdu Málverja á málefn- in.com. Málverjamir em að velta því fyrir sér hvemig í ósköpunum standi á því að verð bifreiða sé svo hátt sem raun ber vitni þegar dollarinn er orð- inn þetta lágur. Egill Jóhannsson framkvæmda- stjóri Brimborgar ehf. sér sig knúinn til svara og er þannig einn örfárra sem hefur hætt sér undir nafiii á spjallsvæði þar sem menn höggva á báða bóga í skjóli nafnleyndar. „E.s. varðandi hludeysi mitt þá kem ég fram undir nafiii í viðtalinu og hér en sama er ekki hægt að segja um ykkur tvo sem hér skrifið. Því er ekki vitað hvaða hagsmuni þið, vegas og amilst, emð að verja. Mínir hagsmunir em ljósir. Þeir sem lesa ykkar gagnrýni og mín svör þurfa að hafa þetta í huga." Málverjum Egill Jóhannsson Hættirsérinn á málefn■ in.com en honum þykir ekki mikið til mái- flutnings Málverja koma sem viija blanda hárvexti framkvæmdastjórans saman viö bollalegginar á háu verði bfla. Jóhann Hauksson suður Menn gera nú hvað þeir geta til að lægja öldurnar sem risu í „fréttastjóramál- inu". Eina breytingin sem hönd er á festandi er sú að Jóhann Hauksson, fýrrverandi dag- skrárstjóri Rásar 2, sagði starfi sínu lausu. Enginn varð til að fylgja fordæmi hans. Jóhann hefur Jóhann Hauksson Búsettur á Akureyri sem dagskrárstjóri Rásar 2 en flystnú suður. verið í viðræðum við 365 - prent- miðla og stendur til að hann taki til starfa á Fréttablaðinu innan U'ðar. Þar hittir hann fyrir fyrrverandi fréttastjóra RÚV, Kára Jónas- sn ritstjóra Fréttablaðsins. Sem dagskrárstjóri Rásar 2 Jóhann Hauksson búsettur á Akureyri en flyst nú suður til móts við nýjan vinnustað. ÍM. Nýir bílar, árgerdir 2005, til afgreiðslu strax - Evrópu útfærslur - Afhendingarskoðaðir af Ræsi hf - 2 ára verksmiðjuábyrgð Dodge Durango LTD 5,7 HEMI Jeep Grand Cherokee LTD 5,7 HEMI 7 manna leðurinnrétting, geisladislcamagasín, topplúga ofl K-pakki, DVD, nálæðarskynjarar, geislad.magasín, topplúga ofl Verdkr. 4« 990 ■ O OO y " Verð kr. 5«450«000y" Master ehf., Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík, sími 540 2200, masterbill@masterbill.is, www.masterbill.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.