Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Jóhannes Páll átti auðvelt með að tjá sig og hreifmeð sér lýðinn llktog mikilmenna erháttur. Jóhannes þótti hins vegar fullihaldssamur og ekki i takt við timann. „Ég þekki nú lítið til hans persónu- lega en ég heffylgst með honum i fréttum og þannig. Ég myndi segja að hans helsti kostur hafi verið i boðskap hans, það er frið- ar-og jafnræðisboðskapur hans og líka velferðarboð- skapur hans. Þvi er hins vegarekkiað neitaað hann var íhaldssamur i boði trúar sinnar en ég er kannski ekki maður til að meta réttmæti þess." Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætis- ráöherra „Hann var áræðanlega yfirburða- maður og hafði ótvíræða kosti og lika mikla galla eins og slikir menn hafa gjarnan. Hann vargreindur og hafði mjög skarpa sýn á samtið sína og heiminn, mikill trúmaður og bænamaður. Hann átti auðvelt með að tjá trú sína og skoðanirog miðla hugsun sinni þannig að eftir var tekið. Hann hreiffólk með sér bæði almenning og aðra jafnvel_ þóað skoðanir hans væru ekki i takt við timann eins og sagt er. Það er erfitt að segja til um galla hans en heimurinn fór kannski fram úr honum. Hann hélt fram þröng- sýnniafstöðu sém að eftirmaður hans og kaþólska kirkjan þurfa að taka á eins og samskipti kaþólsku kirkjunnar við umheiminn, menn- inguna og aðrar kirkjur." Karl Slgurbjörnsson blskup Islands „Ég hitti páfann þegar hann kom til Islands árið 1989 en ég var ihópi þeirra íslensku presta sem tóku á móti honum. Þegar við vorum á leiðinni til Þingvallakirkju i messu kom páfmn og spurði hvort hann mætti koma með okkur I rútunni. Það var alveg sjálfsagt enda alltaf pláss fyrir páfa.Hann sagði hins vegar ekki eitt orð á leið- inni en ég held að hann hafí alveg vitað hvað hann var að gera þvl dag- inn eftirkom það náttúru■ lega iblöðunum að páfmn hefði farið í rútuna með lúthersku prest- unum. Ég sá hann sem mann sem gjarnan vildi vera I tengslum við aðra og mann sem llka kunni að haga sér varðandi fjölmiðla, hann vissi hvað hannvarað gera." ólafur Skúlason biskup KarolJósefVojtyla fæddist 18.maí 192ÖÍ borg- inni Wadovici í Póllandi. Karol var kjörinn páfí 16. október 1978 og settur i embætti 22. októ- ber sama ár og hlaut þá nafniö Jóhannes Páll páfi II. Jóhannes Páll páfí II rlkti sem páfí allt til dauöadags 2. apríl 2005. Númeraböðull gripinn Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um að ungur piltur í Njarðvíkum væri að gera sér að leik að rífa skráningamúmer af bifreið á miðvikudagskvöldið. Þegar lögreglan kom á staðinn var drengurinn hins vegar horf- inn, en vitni af gjörningum gátu gefiö greinagóða lýsingu á pilti og hafði lögreglan uppi á honum og skrán- ingar- númerinu sem komið var til eiganda bifreiðarinnar. Ekki er vitað hvað pilti gekk til. Landssímarán, Líkfundarmálið og hand- rukkarar 1 Hæstarétti i april. Þetta eru þrjú af eftirtektarverðum málum sem dómararnir takast á við næsta mánuð- inn. Auk þess verða til meðferðar mál Kjartans Ólafssonar, sem slapp við refs- Stórn málin li ingu fyrir að berja sambýliskonu, mál Gunnars Arnar Kristjánssonar sem var sýknaður af lögbrotum sem endurskoð- andi, mál lögregluforingjans Halls Hilm- arssonar og fikniefnasmygl bræðranna Davíðs Ben og Rúnars Ben Maitsland. Kjartan Ólafsson Kemurí Ijós h vort Hæstiréttur sleppir honum lika við refsingu fyrir að misþyrma eiginkonu. Andri Már Gunnarsson Unglambið á Hrauninu fer J fyrir æðsta dómstólinn. Landssímamenn Árni Þór, Kristján Ra. og Ragnar Orri i héraðsdómi. Fara fyrir Hæstarétt Inæstu viku. Hallur Hilmarsson Dóplöggan fékkþung- an dóm i héraðsdómi. jón Árni Rúnarsson Sýknaður afstórum fjárdrætti, spurning hvað dómarar Hæstaréttar gera Pipulagningamaður á barmi örvæntingar eftir hörmulegt vinnuslys í KB banka Dómur féll í gær í máli pípulagninga- mannsins Svavars Guðmundssonar gegn KB banka. Svavar meiddist illa í vinnuslysi árið 2002 þegar hann féli af vinnupalli í for- dyri Kaupþings Búnaðarbanka við Austur- stræti 5. Svavar varð 75% öryrki eftir slysið en beið jafnframt andlegan skaða. Fjármál hans fóru í rúst og hann sá engan tilgang í lífinu. „Á endanum gekk ég niður að sjó og ætl- aði að enda þetta allt saman,“ segir Svavar. „Vegna kuldans gekk ég hins vegar áfram og fann mig skyndilega þar sem ég stóð fyr- ir framan hús Geðhjálpar á horni Garða- strætis og Túngötu." Kraftaverk. Þangað fór Svavar og bjarg- aðist. Síðar fann Svavar trúna í Kristkirkju hjá séra Friðriki Schram og lifir nú í sátt við guð og menn. Svavar tekur þátt í starfi safn- aðarins og líkar vel. Málið fyrir héraðsdómi tapaðist hins vegar. Dómurinn taldi bankann ekki ábyrg- an fyrir vinnupallinum heldur fyrrum vinnuveitenda Svavars sem nú er gjald- þrota. Svavar segist auðvitað ekki sáttur við dóminn. „En svona er lífið," bætir hann við. Vildi svipta sig lífi í kjölfar vinnuslyss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.