Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 25
DV Sport MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 25 Ef tré fellur í skógi. David Platt var einhver besti knatt- spyrnumaður Eng- lands á fyrri hluta tí- unda áratugar- : - , ins. Hann var fyrirliði landsliðs- ins, bar uppi miöjuna og skoraði flölda mM- vægra marka. Um þær mundir var það viðurkennd staðreynd að ítalska deildin væri sú sterkasta í álfunni, en enskum leikmönnum gekk bölvan- lega að fóta sig í henni. Til dæmis floppaði Paul Gascoigne illilega á ítah'u, sem frægt er orðið. David Platt náði sér hins vegar vel á strik hjá Bari, Juventus og Sampdoria. Enn í dag er Platt í miklum met- um á Ítalíu og þá sérstaklega hjá íbú- um Bari. Um tíma var hann þjálfari enska ungmennalandsliðsins og hann er tíður gestur í spjallþáttum um knattspyrnu í sjónvarpi. Með öðrum orðum: David Platt er nokkuð vinsæll náungi, ...nema í Notting- ham. Hörmungasaga Platt er ein aðalsögupersónan í einhverri mestu sorgarsögu seinni ára í enska boltanum - hruni Nott- ingham Forest. Um þessar mundir á Forest í blóðugri baráttu um að forð- ast fall niður í fyrstu deild (sem þrátt fyrir nafnið er í raun þriðja deild). Ef svo fer sem horflr munu stuðnings- menn liðsins þurfa að gera sér að góðu leiki gegn Yeovil, Torquay og Colchester á næsta ári. Það verður súrt í broti fyrir félag sem hampaði Evrópumeistaratitlinum í tvígang fyrir aldarfjórðungi. Vorið 1999 féll Forest síðast niður úr efstu deild, eftir nokkur ár í hlut- verki jójó-liðs. Miklu hafði þá verið kostað til að ffeista þess að festa liðið í sessi í úrvalsdeildinni. Þau útgjöld reyndust félaginu þungbær þegar niður var komið. David Platt var ráð- inn til að stýra Forest beint upp aftur og á tveimur árum brenndi hann upp hverri krónu úr sjóðum hðsins, sem raunar var skuldum vafið fyrir. Upp frá því hefur orðrómur um yfir- vofandi gjaldþrot félagsins verið þrá- látur. Útbreitt vandamál Þótt vissulega hafi Platt reynst skussi í leikmannakaupum er þó ósanngjamt að skella skuldinni á hann einan. Vandi Nottingham For- est er nefnilega sá sami og annarra hða sem dansað hafa á hnunni milli allsnægta úrvalsdeildarinnar og ör- birgðar neðri deildanna. Til að ff eista þess að stíga skrefið inn í fyrirheitna landið verða þessi félög að spenna bogann hátt. Stundum tekst það, líkt og í tilfelli liða á borð við Charlton og Bolton. Stundum mistekst það hrapallega eins og ótal dæmi sanna. Mistakist Gary Megson að halda Forest í deildinni að þessu sinni er ástæða fyrir stuðningsmennina að óttast framtíðina. Sheffield Wednes- day féll niður í gömlu þriðju deildina og virðist sitja þar sem fastast. Þar má líka sjá kunnugleg nöfit liða sem áður voru meðal þeirra bestu: Brad- ford, Swindon, Oldham og Bamsley. Sporin hræða! Auðvitað þarf þetta ekki að fara svona og vel getur verið að Forest-liðið rífi sig upp og komi tvíeflt til leiks á næsta ári. Hvað sem því hður myndi ég ekki taka sumar- ffíið mitt í Nottingham í sporum Davids Platt. Ólöf María Jónsdóttir lauk keppni í gær á Opna Tenerife- mótinu á evrópsku kvennamótaröðinni í golfi. A mehal 50 eístu Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, hafnaði í 41. til 47. sæti á Opna Tenerife-mótinu á evrópsku kvenna- mótaröðinni í golfi sem lauk í gær. Þetta var fýrsta mót Ólafar Maríu á mótaröðinni og óhætt að segja að byrjunin hjá henni lofi góðu. Ólöf María byrjaði mótið ffekar illa og fór fyrsta hringinn á 76 högg- um, fjórum höggum yfir pari. Hún sagði í samtali við DV að hún hefði verið hundful með spilamennskuna fyrsta daginn. „Ég var búin að bíða eftir þessu móti alveg frá því í nóv- ember eftir að ég tryggði mér þátt- tökurétt á mótaröðinni. Það hafði myndast mikill spenningur hjá mér og því miður náði ég ekki að haldá spennustigin fyrsta daginn.“ Ber vott um stöðugle Ólöf María var hins vegar fljót að ná sér á strik og spilaði annan hringinn frábærlega. Hún lék hringinn á 70 högg- um, tveimur höggrnn undir pari og tryggði sig í gegn- um niðurskurðinn sem fer jafrian ffam eftir ann- an dag. Hún lék þriðja hringinn á 72 höggum, eða á pari vallarsins og var gífurlega sátt eftir þann hring. „Ég er mjög sátt við spilamennsk- una undanfarna tvo daga. Ég hef náð að halda mig við þá áætlun sem ég setti mér í upphafi og það ber vott Ólöf María Stóö sig meö sóma áSpáni. Mynd: Víkurfréttir Gott gengi í fimleikum unglinga Róbert og Kristjana Norðurlandameistarar Róbert Kristmannsson og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, sem bæði eru úr Fimleikafélaginu Gerplu, unnu bæði gullverðlaun á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Helsinki í Finnlandi um helgina. Róbert var í 1. sæti á bogahesti en hann varð jafnframt í 4. sæti í gólfæfingum og 6. sæti í stökki auk þess sem hann varð þriðji í fjölþraut á laugardaginn. Bjarni Ásgeirsson úr Ármanni varð í 4. sæti á bogahesti og í 5. sæti á tvíslá auk þess sem hann varð sjötti í fjölþrautinni. Kristjana Sæunn nældi sér í þrenn verðlaun á áhöldum en lenti einnig í öðru sæti í fjölþrautinni. Hún varð efst í gólfæfingum, í 2. sæti í stökki og í 3. sæti á slá. Fríða Rún Einarsdóttir úr Gerplu varði í öðru sæti í gólfæfingum og 3. sæti f stökki en Fríða Rún hafnaði í fjórða sæti í fjölþrautinni. Islenska stúlknaliðið hafnaði í þriðja sæti í liðakeppninni en strákaliðið hafhaði í 4. sæti. „Ég er mjög sátt við spilamennskuna und- anfarna tvo daga. Ég hefnáð að halda mig við þá áætlun sem ég setti mér í upphafi." um stöðugleika að hafa náð tveimur góðum hringjum í röð,“ sagði Ólöf María eftir þriðja hringinn á laugardaginn. Hún lék fjórða hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og lauk því keppni á fjórum höggum yfir pari. Sá árangur fleytti henni í 41. til 47. sæti mótsins, sem er nokkuð fyrir neðan væntingar Ólafar Maríu en frábær árangur ef miðað er við að þetta er hennar fyrsta mót sem atvinnumaður. Ólöf María stefndi að því að vera á meðal þrjátíu efstu. Allt annar klassi Hún sagði það rrúkil viðbrigði að spila á móti eins og Opna Tenerife- mótinu miðað við önnur mót en það hefði hjálpað henni að þekkja marga keppendur. „Umgjörðin er stórglæsileg og það er allt annar klassi en þegar á golfvöllinn er komið er allt eins. Ég hef spilað gegn mörgum af þessum stelpum, bæði í Bandaríkjunum og sem áhugamaður, og finn ekkert fyrir því að vera ný hérna," sagði Olöf María Jónsdóttir, sem hefur með frammistöðu sinni á Tenerife komið sér lengra en nokkur annar íslenskur kylfingur hefur komist. oskar@dv.is Kristjana Sæunn Ólafsdóttir Varö Noröuriandameistari unglinga i gólfæfingum auk þess sem hún fékk silfur f stökki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.