Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 19
DV Sport
MÁNUDAGUR 77. APRÍL 2005 19
Alain Perrin byrjaði stjóraferil sinn hjá Portsmouth á besta mögulegan máta -
glæsilegum sigri. Perrin lagði allt undir og spilaði um tíma með fjóra framherja
í leiknum gegn Charlton um helgina.
Ætlaði sér sigur
Alain Perrin sendi skemmtileg en jafnframt einföld skilaboð til
kollega sinna í sínum fyrsta leik sem framkvæmdastjóri í ensku
úrvalsdeildinni; Einfaldlega hendið inn á fleiri framherjum þegar
lið ykkar þarf að skora mörk! Það var að minnsta kosti það herbragð
sem Perrin tók upp á í leik Portsmouth og Charlton um helgina.
Herbragðið gekk fuilkomiega upp og lið hans skoraði tvö mörk á
síðustu mínútunum eftir að hafa áður misst niður tveggja marka
forystu.
Perrin fékk sannkaUaða óska-
byrjun því Portsmouth var komið í
2-0 eftir 19 mínútna leik. Leikmenn
Charlton voru hins vegar ekki á þeim
buxunum að gefast upp og náðu að
jafna fyrir hálfleik. En Perrin var
greinilega staðráðinn í að ljúka fyrsta
heimaleik sínum hjá félaginu með
sigri og innáskiptingar hans í síðari
hálfleik gáfu sterklega til kynna hvað
það er sem koma skal hjá Portsmouth
undir hans stjórn - sóknarleikur.
Þegar leiknum lauk voru fjórir
ffamherjar inn á hjá Portsmouth og
hafði sóknarþunginn skilað tveimur
mörkum á síðustu 10 mínútunum.
Ég sé um sjálfstraustið
„Þetta voru frábær úrslit í mínum
fyrsta leik en það þýðir lítið að staldra
við. Nú strax er hafínn undirbúningur
fyrir næsta leik og við vitum að hver
einasti leikur sem við eigum eftir
verður erfiður," sagði Perrin á bjagaðri
ensku við blaðamenn eftir leikinn.
Perrinn viðurkenndi vanþekkingu
sína á Portsmouth-liðinu á opinskáan
hátt fyrir helgi. Þá kvaðst hann varla
þekkja neinn leikmann Iiðsins með
nafni og þegar hann var spurður um
Charlton kom Perrin algjörlega af
fjöllum - hann hafði aldrei heyrt liðið
nefnt. En Perrin segist hafa séð hvers
leikmenns hans eru megnugir eftir að
hafa stjórnað tveimur æfingum.
„Mitt starf sem þjálfari felst í því
að veita leikmönnunum það sjálfs-
traust sem þarf til að vinna leiki.
Leikmenn mínir lögðu allt undir í
síðari hálfleiknum og þannig var
auðvelt fyrir stuðningsmennina að
taka undir. Sannleikurinn kemur
alltaf í ljós á vellinum og þegar
aðdáendurnir sjá að leikmenn leggja
sig alla ffarn þá munu þeir gera það
líka. Og þeirra stuðningur átti stóran
þátt í sigri okkar í dag," sagði Perrin
en þetta var aðeins annar sigur
Portsmouth í sfðustu 13 leikjum í
úrvalsdeildinni.
„Hann er með nýjar hugmyndir og
æfingarnarí síðustu viku voru mjög
spennandi. Allir koma að hreinu borðinu
hjá honum og allir leggja sig aukalega
fram til að sanna sig fyrir honum. Það
sýnir að samkeppni er afhinu
góða."
Erfið dagskrá er fram undan hjá
liðinu á næstu vikum, meðal annars
heimsókn til Birmingham og
Liverpool. Varnarmaðurinn Dejan
Stefanovic segist ekkert óttast þau lið
eftir að hafa séð hvað Perrin kann
fyrir sér.
Mjög spennandi
„Nýi stjórinn hefur gert mjög
mikið fýrir leikmenn," segir
Stefanovic.
„Hann er með nýjar hugmyndir og
æfingarnar í síðustu viku voru mjög
spennandi. Allir koma að hreinu
borðinu hjá honum og allir leggja
sig aukalega fram til að sanna sig
fýrir honum. Það sýnir að
samkeppni er af hinu góða og nú
er það einfaldlega svo að ef
maður spilar ekki vel þá er maður
ekki í liðinu," segir Stefanovic.
Með allt á hreinu Alam Perrm
veröur seint sakaður um skort á
sjálfstrausti þrátt fyrir aö þekkja
engan leikmanna sinna meö nafni
hafa aldrei heyrt Charlton nefntá
nafn oq tala nánast enga ensku.
C Newcastle ^
lá fyrir Tott-
enham í gær
An þeirra Eeron Dyer og Lee
Bowyer var lítil ógn í liði
Newcastle gegn Tottenham og
því fór svo að heimamenn á
White Hart Lane fóru með sigur
afhólmi. Það var Jermain Defoe
sem skoraði eina mark leiksins
eftir skelfileg mistök frá Shay
Given, markverði Newcastle.
Hann fékk sendingu til baka frá
samherja sem hann ætlaði að
hreinsa frá en gekk ekki betur
en svo að hann þrumaði í
fyrir fætur Defoe, sem átti ekki í
erfiðleikum með að skora í autt
markið. J
Sögulegar sættir hjá Newcastle
Dyer og Bowyer eru vinir
„Ég er búinn að fýrirgefa Bowyer
það sem gerðist. Fyrir mér er þetta
allt gleymt og grafið," segir Kieron
Dyer, miðjumaður Newcastle, sem
lenti í sögulegum slagsmálum við
samherja sinn, Lee Bowyer, í leik
Newcastle og Aston 'Villa um fyrir
rúmri viku.
Dyer ræddi við blaðamenn um
eftirköst atviksins í gær og kom Dyer
fram þakklæti til smðningsmanna
félagsins. „Ég hélt að slagsmálin við
Bowyer hefðu verið síðasti naglinn í
lfkkistu mína hjá Newcastle," segir
Dyer, sem varð fyrir bauli frá áhang-
endum liðsins fýrr á leiktíðinni
þegar þeir sökuðu hann um að hafa
átt stóran þátt í því að Bobby
Robson var rekinn frá félaginu. En í
Evrópuleiknum gegn Sporting
Lissabon á fimmtudaginn var Dyer
fagnað af stuðningsmönnunum.
„Hefði verið baulað á mig tel ég
að ferli mínum hjá Newcastle hefði
verið lokið. Ég var mjög stressaður
fyrir leikinn því ég vissi ekkert
hvernig móttökur ég myndi fá. Sem
betur fer þurfti ég ekki að hafa
neinar áhyggjur. Áhangendurnir
voru stórkostlegir," segir Dyer.
Hann gagnrýnir líka enska knatt-
spyrnusambandið fyrir að aftur-
kalla ekki rauða spjaldið sem hann
fékk fyrir stympingarnar við
Bowyer. „Ég átti ekki upptökin og
þeir vita það. Samt gera þeir ekki
neitt. Það eru ömurleg vinnu-
brögð," segir Dyer.
leikmannahópnum
hjá Lokeren.
mannaltópi Aber-
deen sem tapaði
fyrir Motherwell á
heimavelli.
Einarsson
Elglr þú von á vlnum eða öðrum gestum að utan,
skaltu benda þelm á að hafa samband við Avls
á Islandl og kynna sér þau tllboð sem I boðl eru
á bilalelgubflum. AVIS—special eða AVIS—sérverö
er allt sem nefna þarf vlö sölumann okkar og þú
eða gestlr þlnir fálð okkar hagstæðustu kjör.
(sland kr. 3.500 m.v. AHokk. lágm. 7 daga leiga.
(Tímabil: 1/03 - 14/06 & 26/08 - 31/12,2005)
fsland kr. 5.300,- m.v. Adokk, láom. 7 daga loíQa.
AVIS Knarrarvogi 2 • 104 Reykjavík • Sími: 591 4000
Fax: 591 4040» Netfang: avis@avis.is
Korthafar VISA athugið!
Þið eigið kost á bilaleigubíl
frá AVIS á frábæru verði!
erafstað!