Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 37
DV JJByk MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 37 Áttunda plata Manchester-sveitarinnar New Order, Waiting For The Siren’s Call, kom út fyrir nokkrum dögum. Trausti Júlíusson rifjar upp sögu sveitarinnar sem er 25 ára um þessar mundir, en eins og kunnugt er breyttist hljómsveitin Joy Division í New Order eftir aö söngvarinn Ian Curtis hengdi sig í maí 1980. „í hvert sinn sem ég sem lag þá hugsa ég: Hvemig förum við að þessu?" segir Bemard Sumner gítar- leikari og söngvari bresku hljóm- sveitarinnar New Order í nýlegu við- tali. „Ég meina, við erum búnir að vera í Joy Division/New Order í meira en 25 ár og við höfum ekki enn hug- mynd um hvað við erum að gera. Það er dagsatt. Við sitjum bara og spilum eitthvað út í loftið þangað til galdur- inn gerist." New Order var að senda frá sér sína áttundu plötu, Waiting For The Siren’s Call, sem er þeirra fyrsta plata síðan endurkomuplatan Get Ready kom út fyrir tæpum fjórum árum. Nýtt nafn, ný tónlist New Order varð til þegar ferill hljómsveitarinnar Joy Division end- aði á snöggan og sviplegan hátt með sjálfsrnorði söngvarans Ian Curtis. Bassaleikarinn Peter Hook, gítarleik- arinn Bemard Sumner og trommu- leikarinn Stephen Morris stóðu þá frammi fyrir því að ákveða hvort þeir ættu að halda áffarn eða hætta. Þeir völdu fyrri kostinn, en bjuggu til nýja hljómsveit með nýju nafni og héldu á nýjar tónlistarslóðir. Tónlist Joy Division var bæði drungaleg og hrífandi. Söngur og textar Ians áttu mjög stóran þátt í því að skapa þann sérstaka og sterka stíl sem einkenndi hana. Hjá New Order var yfirbragðið léttara og sveitin tók tæknina í sína þjónustu í auknu mæli, - rafrænir grunnar og synta- sánd vom áberandi. Velgengni og niðurtúr New Order náði miklu meiri vin- sældum heldur en Joy Division. Lag- ið Blue Monday sló í gegn út um ail- an heim árið 1983 og plötur sveitar- innar fóm flestar á topp breska vin- sældarlistans. Þegar danstónlistin hóf innreið sína í Bretlandi árið 1987 þá varð New Order sjálfkrafa hluti af þeirri hreyfingu. Hljómsveitin var á meðal eigenda Hacienda-klúbbsins í Manchester og tónlistin hennar þróaðist lengra og lengra í átt að teknóinu. Á fimmtu New Order-plötunni, Technique, sem var tekin upp á Ibiza var til dæmis hreinræktuð danstónlist. Eins og sjá má í kvikmyndinni 24 Hour Party People þá var saga New Order mjög tengd sögu Factory- plötufyrirtækisins. Þegar halla tók undan fæti hjá Factory og Hacienda- klúbbnum þá fór líka að halla undan fæti hjá New Order. Meðlimir sveitar- innar vom líka mjög duglegir í djamminu og það tók sinn toll. Fyrstu ár tíunda áratugarins vom stöðugur niðurtúr hjá New Order og eftir að hafa spilað á Reading-hátíðinni 29. ágúst 1993 hætti hún störfum. Menn vom búnir að fá nóg af tónleikaferð- um, sukki og peningaóreiðu og miklu meira en nóg hver af öðrum. Tvö ár í vinnslu Árið 1998 ákváðu meðlimir New Order að koma saman aftur til að spila á nokkrum tónleikum. Það gekk nógu vel til þess að sveitin hélt áfram og gaf út plötuna Get Ready árið 2001. Tónlistin á henni var afturhvarf til einfaldari og rokkaðri hluta. Á henni var gítarinn orðinn áberandi aftur. Nýja platan var unnin á tveimur árum. Lögin á henni vom samin á sveitabænum þar sem Stephen Morris og Gillian Gilbert eiginkona hans og fýrrverandi hljómborðsleik- ari New Order búa í nágrenni Manchester. Gítarinn er enn áber- andi, en í sumum laganna em dans- tónlistaráhrifin komin í forgrunninn aftur. Platan var gerð með upptöku- stjómnum Stephen Street, John Leckie og Stuart Price (betur þekktur sem Jacques Lu Cont). Gestasöng- konumar Dawn Zee (úr Jersey Street) og Ana Matronic (úr Scissor Sisters) koma við sögu í nokkmm laganna. Eru að nálgast fimmtugt Waiting For The Siren’s Call ætti að falla í kramið hjá New Order aðdá- endum. Hún er í anda fyrri verka sveitarinnar, en liljómar samt fersk og sannar að gömlu pönkaramir (sem em að nálgast fimmtugt) em enn hressir. Þegar Peter Hook var spurður að því í viðtali nýlega hvort hann héldi að sveitin yrði starfandi lengi enn þá vitnaði hann í gamla Factory-stjórann Tony Wilson sem kom einhvemtíman með þessa kenningu: „Ástæðan fyrir því að New Order heldur áfram er að hún hefur ekki enn gert lélega plötu." Ef sú kenning stenst þá hættir New Order ekki íbráð... loy Divtson/New Order 1976 lan Curtis söngvari, Bernard Sumner gftarlelkari, Peter Hook bassa- leíkari og Steve Brotherdale trommu- leikari stofna hljómsveitina Stiff Kittens. 29. mai 1977 Fyrstu tónleikarnir í El- earic Circus (Manchester. Nafninu hefur verið breytt (Warsaw eftir einu laganna á plötu David Bowie, Low. Ágúst 1977 Steve hættir og Stephen Morris tekur við á trommunum. Desember 1977 Nafninu breytt í Joy Division (eftir deild (fangabúðum nas- ista) til þess að forðast rugling við Lundúna-pönkhljómsveitina Warsaw Pact. Jún( 1978 Fyrsta plata sveitarinnar,EP- platan An Ideal For A Living, kemur út. Maí 1979 Hljómsveitin og umboðs- maðurinn Rob Gretton hafna tilboði frá WEA-stórfyrirtækinu og gera samn- ing við óháðu útgáfuna Factory Records. Júlí 1979 Fyrri plata Joy Division, Unknown Pleasures, kemur út. Október 1979 Fyrsta tónleikaferðin sem upphitun fyrir Buzzcocks. April 1980 Smáskffan Love Will Tear Us Apart kemur út en vekur litla at- hygli. 18. maí 198 lan Curtis hengir sig. 26. júlf 1980 Love WillTear Us Apart kemst (13. sæti breska listans. 29. júlf 1980 New Order spila sfna fyrstu tónleika á Beach-klúbbnum ( Manchester. Ágúst 1980 Seinni plata Joy Division, Closer, kemur út. i Október 1980 Gillian Gilbert kærasta Stephen Morris gengur (hljómsveitina sem hljómborðsleikari. Hún var áður ( kvennapönkhljómsveitinni Inadequ- ates. Mars 1981 Fyrsta smáskífa New Order, Ceremony, kemur út Desember 1981 Fyrsta stóra platan Movement kemur út. April 1983 12 tomman Blue Monday kemur út Maí 1983 Power,Corruption & Lies kemur út. Ma( 1985 Low-Life kemur út. Október 1986 Brotherhood kemur út. Febrúar 1989Technique kemur út. Maf 1993 Republic kemur út. 1993 New Order hættir. 1998 Hljómsveitin heldur fund og ákveður að byrja aftur. 2001 Get Ready kemur út. 2001 Gillian Gilbert hættir til þess að einbeita sér að veikri dóttur hennar og Stephens. (hennar stað kemur Phil Cunningham,áöur (Marion. 28. mars 2005 Waiting For The Siren's Call kemur út. 25 ár liðin frá dauða Ian Curtis Bíómynd í vinnslu Hljómsveitin Joy Division naut ekki mikilla vinsælda á meðan hún starfaði, en áhrifin sem hún hefur haft á þær kynslóðir rokktónlistar- manna sem komu í kjölfar hennar eru ótvíræð og augljós á hljómsveit- um eins og Interpol enn í dag. Fer- ill Joy Division var stuttur. Þegar Ian Curtis hengdi sig 18. maí 1980 var sveitin bara búin að starfa í þrjú ár og senda frá sér eina stóra plötu, meistaraverkið Unknown Plea- sures. Ian Kevin Curtis fæddist 15. júh' 1956. Hann ólst upp í Macclesfield í útjaðri Manchester. Hann hafði fljótt mikinn áhuga á tónlist. Hann dáði Iggy Pop, Velvet Under- ground, Roxy Music og David Bowie og þegar pönkið hóf innreið sína ákvað hann eins og svo margir aðrir að stofna hijómsveit. Að kvöldi 17. maí 1980 var Ian einn heima. Hann horfði á kvik- myndina Stroszek eftir Werner Herzog, þambaði kaffi og lan Curtis Var heillaður af dauðanum. keðjureykti. Hann fékk sér líka viskí og setti plötuna The Idiot með Iggy Pop á fóninn. Þegar það var farið að líða á morgun þess 18. skrifaði hann eiginkonu sinni, Deboruh, langt bréf og hengdi sig svo. Deborah skrifaði bók um sam- band þeirra og sögu Joy Division. Hún heitir Touching From A Distance og kom út árið 1995. í henni kemur m.a. fram að Ian hafði lengi verið heillaður af dauð- anum. Utgáfa Davids Bowie af Jacques Brel-laginu My Death hafði mikil áhrif á hann og dauð- inn var viðfangsefrii í hans eigin textum, til dæmis New Dawn Fades og Dead Souls. í bókinni kemur líka fram að hjónaband þeirra var í molum á þessum tíma vegna sambands Ians við Annik nokkra Honoré. Textinn í frægasta lagi Joy Division, Love Will Tear Us Apart, fjallar um það. í janúar síðastliðnum var til- kynnt að vinna væri hafin við kvik- mynd um sögu Ians Curtis. Hún verður byggð á bók Deboruh Curt- is. Anton Cobjin hefur verið ráðinn leikstjóri, en gamli Factory-stjórinn Tony Wilson og Deborah eru með- frainleiðendur. Dóttir Ians, Natalie, sem var eins árs þegar hann hengdi sig vinnur líka við heimildaöflun fyrir myndina sem verður frum- sýnd 2006 eða 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.