Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDACUR 11. APRÍL 2005 Heilsan DV Fylgst með sex Áheimasíöu BBC, news.bbc.co.uk, er hægt að fylgjast með dagbókum sex mæðra víðs vegar um heiminn. Það er Alþjóðaheilbrigðismála- stofiiunin (WHO) sem stendur fyrir þessu en þær hafa tekið þátt í verk- efninu ffá því að þær voru komnar fimm mánuði á leið. Börn þeirra eru flest um sex vikna gömul og er for- vitnilegt að fylgjast með h'fi mæðr- anna með börnunum. Þær eru í mæðrum Bretlandi, Ind- landi, Bólivíu, Egyptalandi, Eþíópíu og Laos. Átakið er liður í baráttu WHO gegn þeim fjölda mæðra og bama sem deyja af völdum vandamála sem geta komið upp á meðgöngutíma- bilinu og í fæðingu. Lyfjaþolna sjúkrahúsbakterían er eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans Ungabarn lést afvöldum sjúkrahúsveirunnar Sá hörmulegi atburður átti sér stað í Bretlandi ekki alls iyrir löngu að nýfætt barn, 36 kiukku- stunda gamalt, lést eftir að hafa sýkst af sjúkrahúsbakteríunni svokölluðu (MÓSA). Drengurinn fæddist á eðlilegan nráta, vó 13 og hálfa ntörk, og sýndi engin merki urn slæmt heilsuástand. Hann lést, eins og áður segir, skömntu eftir fæðingu og kom í ljós í krufn- ingu að dánarorsök var blóðeitr- un sem orsakaðist af völdum sjúkrahúsbakteríunnar. Þessi baktería sem hér um ræðir er stórhættuleg þar sem hún er orðin ónaem fyrir nánast öllum, ef ekki öllum sýklalyijum, Mikil umræða hefur átt sér stað i heilbrigðisgeiranum, hérlendis sem víðar, um að röng notkun sýklalyfja (oltast ofnotkun) leiði til þess að sífellt fleiri bakteríur og veirur þrói meö sér ónæmi fyrir lyfjameðferðum. Þar að auki er aðeins takmarkað magn til af sýklalyfjttm og viröist mörgum þetta vera tímasprengja sem erfitt er að hafa hemil á. Sjúkrahúsbakterían hefur greinst á Islandi, og er Jttiö þá allega þegar sjúklingur leggst þar inn eltir ;ið hafa dvalist á sjúkra húsum erlendis. Sjúkrahúsin gera sitt besta til að einangra hana en mörg þeirra erlendis hafa einfald lega gefist upp og sætta sig við að hún sé hluti af tilveru þeirra. Fráfall drengsins unga er mik ið sorgartilfelli og standa , heilbrigðis- yfirvöld nánast ráð- þrota. Sýklalyf Æ fleiri bakteríur og veirur þróa meö sér ónæmi gegn sýklalyfjum sem eru nú þegar afskomum skammti. Brasilískur þingmaður hneykslaður Meðlimur brasilíska þingsins lýsti á dögunum með mikilli ná- kvæmni er hann fór í blöðruháls- kirtilsskoðun. Varð að ffesta þingfundi þar sem að svo margir þingmannanna voru í hláturs- kasti. Umræddur þingmaður sagði að fyrirfram hafi hann ekki haft hugmynd um hvernig slík skoðun færi fram. „Ég sé ennþá stjörnur er ég loka augunum. Læknirinn kom inn í herbergið og var ekki lengi að kynna mig fyrir fingrinum sínum. Þetta var hræðilegt, það leið nærri yfir mig," sagði hann og hvatti til breytinga í heilbrigðiskerfinu. „Ég er ekki á móti skoðuninni sem slíkri en ég er mótfallinn því hvernig hún er framkvæmd." Náttúrulegt jógúrt vinnur á andremmu Náttúrulegt, sykurlaust jágúrt á aö hjálpa til I baráttunni viö andremmu. Japönsk rannsókn sýnir aö jrað hjálpi tillum 80% tilfella. I jógúrtinu eru bakteríur sem halda niöri efni sem veldur andremmu. Rannsóknin fórþannig fram aö fyrst fengu sjáif- boöaliöarnir nákvæmar leiðbeiningar um matar- æöi, iyfjaneysiu og tann- hirðu. Yfir tveggja vikna tímabll forðuöust þau aö boröa jógúrt og annan mjólkurmat, eins og ost Aö þvi loknu var tekið sýni og kannaö ástand bakteríu og andremmuvald- andi efna. Næstu sex vikurnar borö- uöu þátttakendur 90 grömm afnátt- úruiegu jógúrti á dag og að þeim tíma loknum hafði fyrrgreindum efnum fækkaö hjá fjórum afhverjum fimm. Þar aö auki haföi jógúrtneysian já- kvæö áhrifá tannskemmdir og sjúk- dómaígómi. Áfengi dregur úr brjóstamjólk Það vita allir að mæður sem eru að gefa brjóst eiga ekki að drekka mikiö af áfengi. Bresk rannsókn sýnir að þar að aukivaldi áfengis- neysla því að mæður ffamleiða minna af brjóstamjólk. Bæði er fyrsti dropinn lengur aö koma og minna magn kemur en venjulega. Sú goðsögn að áfengisneysla stuðli að aukinni mjólkurfram- leiðslu á því ekki við nein rök að styðjast. Hins vegar sé það í góðu lagi að drekka vínglas af og til, f miklu hófi. Engar rannsóknir sýna að það hafi slæm áhrif á brjóstamjólkurframleiðslu. SællLýður Sem " kristinn maður á ég erfitt með að sætta mig við hvem- ig tekiö er á samkyn- hneigð í okkar þjóðfé- lagi og henni jafnvel gert hærra undir höfði en gagnkyn- hneigð. Svona kenndir hljóta að vera afbrigðilegar og merki um ákveðna úrkynjun. Hvers vegna sýna heilbrigðis- stéttir enga viðleitni í þessum málum? Kveöja, Þór SæUÞár Náttúrur og ónáttúrur mannkyns- ins hafa fylgt tegundinni frá örófi og skemmst að minnast Sódómu og Gómorru. Ekki er að sjá að áherslur kristindómsins í kynlífsmálum eigi mjög upp á pallborðið í dag fremur en þá og refsivöndur skaparans kannski nær en margur hyggur. Dæmi engan En hlutverk heilbrigðisstétta er ekki, fremur en annarra sköpunar- verka, að dæma gjörðir fólks heldur stuðla að likamlegu og andlegu heil- brigði sem gerir einstaklingnum kleift að njóta sín sem allra best og á sem flestum sviðum. Því hef ég sem heilbrigðisstarfsmaður tamið mér að hafa enga skoðun á lífsháttum fólks né eðli svo fremi það skaði engan. Þó nokkuð af mínum skjólstæðingum eru samkynhneigðir og mér gæti ekki verið meira sama. Ég tel mig deila þessu viðhorfi með flestum heil- brigðisstarfsmönnum öðrum. For- dæming þjóðfélagsins hefur hinsveg- ar valdið mörgu samkynhneigðu fólki htigarvíli og tafið framgang þess sem gildra einstaklinga. Ekki er að efa að rekja má glapstigu og sjálfsvíg unglinga m.a. til þessa. Því leyfi ég mér að segja að viðhorf í garð homma og lesbía skáli sér sem heil- brigðisvandamál. Ábyrgð foreldra Ekki má gleyma ábyrgð foreldra sem er mikil í þessum efrium, útkom- an mjög háð þeirra afstöðu og rétt skynbragð forráðamanna strax í byrj- un auðveldar öllum allt. Mín skoðun er sú að kynhneigð sé engum í sjálfs- vald sett og mikill ávinningur í því að byrja strax á réttum grunni, þannig er hægt að koma í veg fyrir leiðindi og jafnvel sorgir síöar. Uppákomur samkynhneigðra ganga vissulega fram af sumum en þannig mjadast múrinn, hægt og bít- andi, ims ekkert er eftir og sérsniðnar samkomur hætta að vekja eftirtekt og verða óþarfar. Ég sé þetta gerast f ná- inni framtíð. Myndi engu breyta Ég tel samkynhneigð hvorki heil- brigðis- né þjóðfélagsvandamál og þó að ég gæti breytt samkynhneigð í gagnkynhneigð með lyfjum myndi ég láta það ógert. Ef hinsvegar væru lyf tiltæk sem breyttu trúvillu í kynvillu yrði ég á þau óspar. Að lokum: Éghef hvergi séð íverk- lýsingu Biblíunnar að það sé í mann- anna verkahring að ergja sig yfir himnainnleggi annarra, gerum Guði því þann greiða að láta það ógert. Meö heHsukveðju, LýðuiÁimson Á heirigðisstéttin að taka á samkynhneigð?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.