Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 Sport DV .«Ö^"Vernl9er 1»* Farið að gera eitt- hvað, iðjuieysingar! Jose Mourinho fer ekki fögrum orðum um þá fyrrverandi þjálfara sem hafa snúið sér að vinnu sem pistla- höfundar eða sjónvarpslýsendur. „Þegar ég sagðist vilja vinna titilinn á heimavelli, sem þýðir að við verðum að vera búnir að tryggja okkur hann fyrir svo síöustu leiki tímabilsins, þá varð íjandinn laus. Fyrirsagnir sem innihéldu „hrokafullur" voru enda- lausar og gagnrýni margra í knatt- spyrnuheiminum vörðu í marga daga. Verstir eru þjálfarar sem hafa verið reknir sem standa í slíku. Það er besta starfíheimiaðverarekinnþjálfari því þá virðist maöur geta gagnrýnt aðra og sinnt öllum sínum þörfum. Mín skilaboð til þeirra eru: Farið að gera eitthvað iðjuleysingar!" sagði Mour- inho harðorður. Drogba skorar Sóknarmaðurinn frá Fílabeinsströndinni bjargaði Chelsea frá vandræðalegu tapigegn Birming- ham og á þessari mynd sést hann setja boltann i bláhornið. jJ-Y •’v ZLi'úá URVALSDEILD ENGLAND Blackburn-Southampton 3-0 1- 0 Morten Gamst Pedersen (11.), 2- 0 Andreas Jacobsen, sjálfsmark (48.), 3-0 Steven Reid (55.). Bolton-Fulham 3-1 1-0 Jay Jay Okocha, vítí (13.), 2-0 Kevin Nolan (33.), 2-1 luis Boa Morte (47.), 3-1 Stelios Gianna- kopoulus (54.). Chelsea-Birmingham 1-1 0-1 Walter Pandiani (65.), 1-1 Didier Drogba (82.). Man. City-Liverpool 1-0 1-0 Kiki Musampa (89.). Middlesbrough-Arsenal 0-1 0-1 Robert Pires (73.). Portsmouth-Charlton 4-2 1-0 Aiyegbení Yakubu (3.), 2-0 Steve Stone (20.), 2-1Jonathan Fortune (22.), 2-2 Danny Murphy (45.), 3-2 Diomanzy (83.), 4-2 Lomana Tresor Lua Lua (90.). Norwich-Man. Utd. 2-0 1 -0 Dean Ashton (55.), 2-0 Leon McKenzie (66.). Aston Villa-WBA 1 -0 Darius Vassel (27.), 1-1 Paul Robinson (90.). Everton-Crystai Palace 1-0 Mikel Arteta (7.), 2-0Tim Cahill (47.), 3-0 Tim Cahill (54.), 4-0 James Vaughan (87.). Tottenham-Newcastle 1-0 Jermaine Defoe (42.). Staðan Chelsea 32 25 6 1 62-12 81 Arsenal 32 21 7 4 73-33 70 Man Utd 32 1910 3 48-19 67 Everton 32 16 6 10 39-33 54 Liverpool 32 15 5 12 44-32 50 Bolton 32 14 7 11 41-36 49 Tottenham32 13 7 12 39-35 46 M'Boro 32 12 9 11 45-43 45 Charlton 32 12 8 12 39-48 44 A. Villa 32 11 9 12 38-40 42 Chelsea þarf aðeins sex stig úr síðustu sex leikjum sínum til að tryggja sér fyrsta meistaratitil félagsins í hálfa öld. Arsenal heldur fast í annað sætið, en Manchester United á í miklum erfiðleikum. Fergnson ekki reiðari í sjö ár Arsenal vann mikilvægan sigur á Middlesbrough um helgina og stendur vel að vígi í baráttunni um annað sætið í deildinni sem gefur sjálfkrafa sæti í Meistaradeildinni að ári, því Manchester United steinlá fyrir botnliði Norwich, 2-0 og Alex Ferguson neit- aði að tala við fjölmiðla eftir tapið. Chelsea-hraðlestin hægði ferðina þegar liðið náði aðeins jafntefli gegn frísku liði Birming- ham. M'Boro 32 12 9 11 45-43 45 Charlton 32 12 8 12 39-48 44 A.Villa 32 11 9 12 38-40 42 Man.City 32 101012 38-36 40 Newcast. 31 9 1111 41-49 38 Birmingh. 32 9 1013 35-39 37 Blackburn 32 8 1212 28-37 36 Portsm. 32 9 7 16 37-51 34 Fulham 31 9 6 16 37-51 33 WBA 32 5 1314 31-52 28 S'mpton 32 5 1215 34-51 27 C. Palace 32 6 8 18 33-54 26 Norwich 32 4 11 17 32-63 23 Markahæstir: Thierry Henry, Arsenal 25 Andrew Johnson, Crystal Palace 18 Jermain Defoe. Tottenham 13 Jimmy Floyd Hasselb., M'boro 11 Robert Pires, Arsenal 11 Aiyegbeni Yakubu, Portsmouth 11 Eiður Guðjohnsen, Chelsea 10 Fredrik Ljungberg, Arsenal 10 Robbie Keane, Spurs 10 Robert Earnshaw, WBA 10 Didier Drogba, Chelsea 10 Andy Cole, Fulham 10 Frank Lampard, Cheisea 9 Robbie Fowler, Man. City 9 PeterCrouch, Soton 9 Wayne Rooney, Man. Utd. 9 Milan Baros, Liverpool 9 Tim Cahill, Everton 9 Alex Ferguson, stjóri Man.Utd., var svo reiður eftir tapið niður- lægjandi gegn Norwich að hann treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla að leik loknum. Á meðal þeirra sem urðu að horfa á eftir viðtali við skotann síunga var Man. Utd. sjónvarpsstöðin, sem fengið hefur viðtöl frá Ferguson eftir hvern einasta leik frá því hún fór fyrst í loftið fyrir sjö árum. Ferguson neitaði þannig sjónvarpsmönnum eigin félags um viðtal. Þrátt fyrir að stjórna leiknum og tjalda öllu í sókninni náði United ekki að yfirstíga vörn Norwich. Dean Ashton og Leon McKenzie skoruðu mörk heima- manna og Nigel Gobbidí, gobbidí, gobbidf Robert Pires tók Ashley Cole á háhest eftir að hafa skorað eina markið gegn Middles- brough um helgina. Worthington var kátur með sína menn í leikslok. „Við fórum í þennan leik með það fyrir augum að sigra, eins og við förum inn í alla aðra leiki. Ég var búinn að væla um það alla vikuna að mínir menn spiluðu fastar og þeir gerðu það í dag og uppistaðan var glæsilegur og sannfærandi sig- ur,‘‘ sagði Worthington. Kollegi hans hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, var skiljanlega ekki jafn ánægður með úrslitin og neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn og mætti ekki á blaða- mannafund, enda hefði sjálfsagt verið fátt um svör hjá honum _ t miðað við fc'Æ* fy frammistöðu sinna manna. Chelsea annars hugar Liðsmenn Chelsea buðu ekki upp á merki- lega knattspyrnu þegar þeir tóku á móti Birmingham á heimavelli sínum og virkuðu daufir eftir s átökin í Meistaradeild- inni í vikunni. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálf- leik hresstust heimamenn eilítið, með nýkosinn leikmann mánaðarins, Joe Cole, sem sinn besta mann. Læri- sveinar Steve Bruce áttu þó svar við öllum brögðum „Ég var bú- inn að væla um það alla vikuna að mínirmenn spiluðu fastar og þeir gerðu það i dag." Chelsea og sló þögn á áhorfend- ur á Stamford Bridge þegar Walt- er Pandiani kom þeim yfir í síðari hálfleiknum. Chelsea náði að af- stýra fyrsta tapi sínu á heima- velli í deildinni, þegar Didier Drogba jafnaði leikinn átta mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Jose Mourinho var ekki ánægður með sína menn í leikslok og kenndi álagi um ófarirnar. „Mínir menn léku ekki vel í dag og virkuðu þreytt- ir, enda eru þeir ekki vélmenni, þeir þurfa sína hvíld,“ sagði Mourinho. „Strákarnir mínir börðust vel og þó við hefðum þegið að taka öll stigin getur ekkert lið kvartað yfir því að ná jafntefli á þessum velli," sagði Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham. Arsenal heppnir Arsenal hélt sínu striki um helg- ina þegar liðið gerði góða ferð til Middlesbrough og stal sigrinum, 1-0. Það var Frakkinn Robert Pires sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik og vildi Steve McClaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough, meina að meistararnir hefðu verið heppnir að vinna leikinn. „Mínir menn gerðu nákvæmlega það sem ég lagði upp með og léku frábærlega. Þess vegna er ég enn ekki búinn að skilja hvernig við fór- um að því að tapa þessum leik. Þetta var algjört heppnismark hjá þeim,“ sagði stjórinn vonsvikinn. Arsene Wenger var honum ekki sammála, en tók sér þó tíma til að hrósa mótherjum sínum; „Middlesbrough lék skipulagða og góða knattspyrnu í dag, en að mínu mati áttum við skil- ið að vinna frekar því við stjómuð- um leiknum," sagði sá franski. baldur@dv.is Liverpool annars hugar Leikmenn Liverpool voru aðeins skugglnn af því sem þeir vom í leiknum gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðviku- daginn og töpuðu um helgina gegn Man.City. Það var Kiki Musampa sem skoraði sigurmark City, sem hefúr leikið mun betur eftir að Stuart Pearce tók við stjómartaumunum. Everton jók forystu sína í 4. sætinu með stórsigri á Crystal Palace í gær og nú er Bolton aðeins stigi frá Liverpool. Fram undan er því hörð barátta um síðasta sætið sem gefúr sætið í Meistara- deildinni. „Ég veit ekki af hverju við erum svona óstöðugir. F.inn daginn erum við betri en allir en annan erum við á við neðri deildar lið. Ég skil það 6100,“ sagði Rafael Benitez eftir leilrinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.