Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 24
Sport DV 24 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 ______________________ Um miðjan marsmánuð var áratugargamalt heimsmet Michael Johnson í 400 metra hlaupi innanhúss slegið af 19 ára gömlum pilti frá Trinidad, Kerron Clement. Hann er sagður einhver efnilegasti hlaupari sem komið hefur upp á sjónarsviðið í Bandaríkj- unum í áraraðir og er spáð glæstum frama á hlaupabrautinni. Hraoini er Kerron Clement Ertalinn efnilegasti hlaupari sem fram I hefur komiö I Bandarlkjunum slöan Michael I Johnson var upp á I sitt besta. „Hann hefur hlotið gjöf frá guði - hraðann," segir Mike Hallo- way, þjálfari frjálsíþróttaliðs Flórída-háskólans sem Clement keppir fyrir og stundar nám í. „Hann leggur ótrúlega hart að sér og ef ég hef eitthvað út á hlaup hans að setja hlustar hann á það og leiðréttir það fyrir næsta hlaup. Þannig á það að vera,“ segir Halloway. Clement hljóp 400 metrana á 44,57 sekúndum og bætti þannig met Johnson frá 1995 sem þá hljóp á 44,63 sekúnd- um. Clement fæddist í Trinidad en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var 11 ára gamall. Hlaupahæfileikar hans komu snemma í ljós og voru fjölmargir útsendarar frá bestu há- skólum Bandaríkjanna strax famir að fylgjast með Clement þegar hann keppti fyrir hönd La Porte mennta- skólans í Texas, þá aðeins 15 ára gamall. Eftir útskrift gat Clement svo til valið sjálfur í hvaða háskóla hann færi - aiíir vildu fá til sín þennan strák sem gæti með réttri þjálfun og réttu hugarfari orðið sá besti í sög- unni. Flestir bjuggust við því að Clement færi til Baylor-háskólans þar sem yfirþjálfari var enginn ann- ar en Clyde Hart, sem meðal annars getur státað sig af því að hafa búið til einn besta hlaupara allra tíma í Michael Johnson sjálfum. Öllum að óvörum sagði Clement nei við Hart og kaus að fara til háskólans í Flórída. Er grindahlaupari Clement var ekki lengi að stimpla sig inn í háskólakeppnimar í frjálsum. Á sínu fyrsta ári vann hann yfirburða- sigur í400 metra grindahlaupi á meist- aramótinu og skömmu síðar varð hann heimsmeistari unglinga í sömu grein. Þá keppti hann fyrir hönd Bandaríkjanna eftir að hafa hlotið rík- isborgararétt nokkrum vikum áður. Hann hefði líklega getað keppt fyrir hönd Trinidad og Tobago á ÓL í Aþ- enu á síðasta ári en hann kaus frekar að gerast Bandarikjamaður. „Ég þrifst á samkeppni og í Bandaríkjunum em bestu ffjáls- íþróttamenn íheimi," segir Clement aðspurður um af hverju hann sóttist eftir amerísku ríkisfangi. „Ég vil æfa með þeim bestu í heimi og hlaupa með þeim bestu í heimi,“ bætir hann við. Clement lítur á sjálfan sig fyrst og fremst sem 400 metra grinda- hlaupara sem á það til að hlaupa 400 metrana án grinda. Það er hugsjón sem hefur ekki breyst þrátt fyrir heimsmetið fyrir þremur vikum. Þjálfarinn Halloway segir að Clem- ent muni koma til með að hlaupa nánast eingöngu í grindahlaupi þeg- ar útivertíðin í frjálsum hefst í vor. „Við vorum einmitt að tala um þetta í síðustu viku," segir Holl- oway, „og hann sagði við mig; „Þú veist að ég er grindahlaupari, þjálfari. Ég vill einbeita mér í því. Mér líkar vel við 400 metrana en ég elska 400 metra grindahlaup- ið.“ Mun ekki ofmetnast Framfarimar sem Clement hefur sýnt em með ólíkind- um. í fýrstu keppni ársins í febrúar hljóp hann 400 metrana á 46,1 sekúndum. Það var einni og hálfri sek- úndu betur en hann hafði best náð árinu áður og því um stórkostlega bætingu að ræða á nokkmm mánuð- um. En aldrei í villtustu draumum Halloway hafði hann séð fyrir að Clement myndi slá bestu í heimi og hlaupa með þeim bestu í heimi." ) „Þú veist að ég er grindahlaupari, þjálfari. Mér líkar velvið 400 metrana en ég elska 400 metra grindahlaupið." heimsmetið aðeins mánuði síðar og bæta þannig sinn besta persónulega tíma um eina og hálfa sekúndu. Þrátt fyrir stórkosdegan árangur segist Clement ekki telja sig munu ofmetnast. „Ég hef alltaf verið ró- lyndisnáungi og er vanur að halda mig niðri á jörðinni. Mér kemur vel saman við alla og ég er alltaf ham- ingjusamur. Ég er alltaf með bros á vör,“ segir Clement þegar hann er beðinn um að lýsa sjálfum sér. Halloway segir þetta dæmigert fyrir Clement; hann sé einstaklega vel upp ahnn og að móðir hans, Claudette, eigi hvað stærstan þátt í velgengni sonar síns. Halloway segist nota þetta einstaka samband móður og sonar til að stríða Clem- ent. „Hann á það til að mæta of seint á æfingar og þá segi ég alltaf; „Jæja, nú hringi ég í mömmu þína.“ Þá svarar hann alltaf að bragði og grát- biður mig um að gera það ekki. Mér finnst það alltaf jafn fyndið," segir Halloway. vignir@dv.is Ólafur í úrslit Meistara- deildarinnar Ólafur Stefánsson átti vægast sagt mjög dapran dag þegar C.iudad Real tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildai Evrópu í handbolta í gær. Ólafur komst ekki á blað í tveggja marka tapi gegn franska liðinu Montpellier . . og fékk auk þess að líta rauða spjaldiö fyrir þrjár brottvísanir. Ciudad sigraði í fyrrileiknum -V, meðsexmarka mun og fer áfram 61-57 samaniagt. Ciudad mætir erkifjendunum í Barcelona í úrslit- unum en þeir lögðu núverandi meistara Celje Lasko frá Slóveníu með samtals j|ft þriggja marka mun. Uppgjör toppliðanna á Spáni fór fram í Madríd í gær Taumíaus skemmtun á Bernabeu Raúl fagnar marki slnu Raúl var settur I stööu fremsta miöjumanns I leiknum i gær á kostnaö Luis Figo, sem þurfti að sætta sig viö sæti á varamannabekknum. Raúl svaraöi kallinu meö mjög góöum alhliöa leik og skoraöi hann meðal annars þriöja mark Real íleiknum. Knattspyrna eins og hún gerist best var í boði á Bernabeu-vellinum í Madríd í gær þegar toppliðin á Spáni, Barcelona og Real Madrid, leiddu saman hesta sína. Þegar upp var staðið höfðu liðin skorað 6 mörk í leik þar sem sóknarleikur var í hávegum hafður. Það var Real Madrid sem vann leikinn á endanum 4-2 en úrslitin voru í sjálfu sér aukaatriði. Leikur- inn var þvílíkt augnakonfekt að jafhvel áhangendur Barcelona hafa líklega farið sáttir frá Bernabeu- vellinum í Madrid þrátt fyrir tapið. Það voru ensku landsliðs- mennirnir hjá Real, David Beckham og Michael Owen, sem voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bak við frábæra spilamennsku síns liðs, en Owen skoraði eitt mark og Beckham lagði upp tvö. Þá batt brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo enda á margra vikna markaþurrð sína hjá Real en hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Beckham. Það sem segir kannski mest um skemmtanagildi leiksins er það að með smá heppni hefði Barcelona vel getað unnið leikinn en Real hefði að sama skapa getað unnið með sjö marka mun. Nú munar aðeins sex stigum á Barca og Real á toppi spænsku deildarinnar þegar sjö umferðir eru óleiknar. íslenskur úrslitaleikur Það verða Magdeburg og Essen sem mætast í úrslitum EHF-keppninnar í handbolta en þau höfðu bæði betur í samanlögðum leikjum sínum í undanúrslitunum. Magdeburg sigraði Gummersbach með tveggja marka mun á heimavelli sínum á laugardag en liðið tapaði útileiknum með eins marks mun í síðustu viku. Stefan Kretschmar skoraði níu mörk fyrir Magdeburg í gær og Sigfús Sigurðsson eitt. Arnór Atlason kom ekki við sögu í leiknum en eins og flestir vita er það Alfreð Gíslason sem stjórnar liði Magdeburg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Essen, sem tapaði reyndar fyrir níssneska liðinu Dynamo Astrakhan. Það kom hins vegar ekki að sök því að Essen vann fyrri leikinn með átta mörkum. Það verða því alls fjórir íslend- ingar í eldlínunni í úrslitaleiknum sjálfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.