Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 7

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 7
 51 komandi ár. Á dögum Árna Magnússonar voru þar engan engjar. Svo er og þann dag í dag. Til slægna er þar aðeins nytjað ræktað land. í Bessastaðanesi eru taldir góðir bithagar bæði sumar og vetur og vart mun þess langt að bíða að þar verði beitirækt framkvæmd. Eftir íslenzkum mælikvarða hafa verið gerðar stórfelldar framkvæmdir á jörðinni á síðasta ári. Voru 15. ha. lands þurrkaðir með skurðum og lokræsum. Af því var 8.5 ha. endurrækt og 6.5 ha. nýrækt. Telur Pálmi Einarsson ráðunautur að þar hafi verið gerðar hinar vönduðustu framræslu- framkvæmdir þessa lands. í ræsin voru notaðar pípur, sem fengnar voru frá Eng- landi. Við hagnýting hinnar ný-framræstu spildu verður hið fyrsta skref skipulagðrar jarðræktar stigið á komandi sumri með ræktun grænfóðurs. Túnið er annars 28 ha. að stærð áður en hin nýræsta spilda bætizt við. Af því fengust á síðastliðnu sumri 563 m:i þurrhey og 81 m3 vothey, en þessi fengur mun nema rúml. 1000 hestburðum af töðu. Af öðrum jarðnytjum má nefna bygg, sem ræktað var í dálitlum skika, en upp- skeran var hvorki mæld né vegin heldur notuð handa hænsnum óþreskt. Skilyrði til kartöfluræktar eru með á- gætum. Uppskeran af þeim var 120 tunnur síðastliðið sumar og taldist svo til, að það væri áttfallt útsæðismagn. Verður það að teljast viðunandi uppskera í þeirri óþurrka- tíð og sólarleysi, sem einkenndi síðastliðið sumar. Þá var ræktaður hör í litlum bletti. Hafði frú Rakel Þorleifsson umsjón með þeirri ræktun. Hefir uppskeran verið send til Danmerkur til vinnslu. ★ Til jarðvinnslu og uppskeruvinnu eru að sjálfsögðu notaðar ýmsar vélar og verk- færi. Má þar fyrst telja dráttarvél „Allis Charmers," með tilheyrandi sláttuvél, múgavél, heysleða, herfum og plóg, en þar að auki eru hestaverkfæri og handverk- færi af ýmsu tagi. Á það hefir þegar verið minnst, að unnið er að umfangsmikilli nýrækt. Auk nýyrkj- unnar er gamla túnið einnig brotið. Hér er gert ráð fyrir kerfisbundinni skipti- rækt. í iy2 ha. af gömlu túni, sem brotið var í fyrra, var sáð höfrum, byggi og kart- öflum, en þar að auki var grasfræi sáð í nýplægða túnspildu. Heyfengur ársins var allur tekinn af ræktuðu landi og fluttur undir hlöðuþak sem þurrhey eða vothey. Árið 1943 var reist stórbygging á Bessa- stöðum yfir nautpening með áfastri hey- hlöðu, votheyshlöðum og öðrum nauðsyn- legum húsakynnum, er fjósi tilheyra. Er hlaðan í öðrum endá byggingarinnar. Að enda hlöðunnar liggur akbraut og í áframhaldi af henni er steypt brú í hlöðu að endilöngu inn á loft yfir fjósi, en út af brúnni á báða vegu má ryðja heyi af heysleða. Votheyshlöður eru við hliðarveggi þurr- heyshlöðunnar. Eru þær fylltar um hlera- göt á útveggjum en tæmdar gegnum op inn í þurrheyshlöðu. í fjósinu er rúm fyrir 34 nautgripi. Vant- ar mikið á að fjósið sé fullsetið, því að þar eru nú aðeins 16 kýr, 5 geldneyti og stór tarfur. Hlýtur það að verða markmiðið á næstunni að fylla fjósið, enda mun hin umfangsmikla nýrækt skapa svo mikla eftirtekju, að hægt verði innan skamms að framfleyta á jörðinni fullskipuðu fjósi af mjólkandi kúm. Til þess að nota rúm fjóssins eru hross nú höfð þar við stall. Enda þótt skilyrði til

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.