Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 25

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 25
69 FREYR Fyrsta samvinnuþvotta- húaið í Svíþjóð. — Að útliti er það í engu frábrugðið íbúðarhúsi. Sænsku húsmæðurnar lofa fyrirkomulag Þetta mjög og fullyrða, að enginn, sem einu sinni hefir kynnzt samvinnuþvottahúsi, Seti hugsað sér að þvo annars staðar. ..Þvotturinn var fyrr slitvinna og versta verk heimilisins, en nú er hann leikur einn.“ Þetta eru ummæli sænskra hús- mæðra. Forgöngu þessara mála hefir Egnahems- styrelsen og Kooperativa Förbundet (Sjálfseignabændafélagið og Samband samvinnufélaganna), en vélasjóður ríkis- ms hefir veitt háar fjárupphæðir til þess- ara fyrirtækja, bæði sem lán og styrk. Samvinnuþvottahús í Danmörku. Samvinnuþvottahúsa-hreyfingunni s*nsku, hefir verið tekið tveim höndum í Oanmörku, en hernám landsins og þær aðstæður, sem hafa skapast í sambandi við Það, ollu kyrrstöðu í mörgu og má hik- laust fullyrða, að þau áhrif ein hafi verið þvi valdandi, að hugmyndin sænska er fyrst nú að verða að veruleika hjá Dönum. Fyrsta þvottahúsið er nú í smíðum í Askov. 150 fjölskyldur hafa sameinast um verkefnið og safnað hlutafé, er nemur 40 þúsund krónum. Samband kaupfélaganna dönsku, sem á ýmsa lund hefir undirbúið málefni danskra samvinnuþvottahúsa, hef- ir veitt 50 þúsund króna lán til fyrirtæk- isins vaxtalaust í 10 ár. Erfiðast var að fá vélar, en nú eru þær fengnar og kosta 70 þúsund krónur, en samtals kostar húsið fullgert með öllum útbúnaði um 150 þúsund krónur. Viðvíkjandi starfrækslu þvottahússins er það að segja, að það verður rekið algerlega á samvinnugrundvelli. Af hlutafé má ekki greiða hærri vexti en í hæsta lagi 2% yfir innlánsvexti bankanna. Borgun fyrir þvott er fyrirfram ákveðin kr. 12 á fullorðinn og kr. 6 á barn á ári, sem stofngjald. Þar að auki sl%al greiða ákveðið gjald á hvert kg. af taui, sem þvegið er. Með núverandi verðlagi er búist við, að það verði um 60 aura á kg. Svo er til ætlast, að þvottahúsið hafi vagn, sem sækir og flytur fatnaðinn. Gert er ráð fyrir að húsið geti afgreitt þvott

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.