Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 19
PRE YR
63
að leita þurfi hrossa — og jafnvel kúnna
— hálfa og heila daga um hásláttinn.
Tíma þeim, sem nú er eytt til slíkra
leita, er betur varið til þess að setja upp
rafmagnsgirðingar, sem geyma búpening-
inn í hólfum í bithaganum.
Rafmagnsgirðingarnar eru amerískar
að uppruna. Verzlunarfyrirtæki þau, sem
selja slíkar girðingar hér á landi, skipta
við bæði Ameríku og Norðurlönd.
Innflutningur búfjár-
afurða til Bretlands
Á stríðsárunum hafa ekki verið birtar
skýrslur yfir viðskipti Bretlands við út-
lönd. Upplýsingar um þessi efni eru nú
komnar fyrir almeninngssjónir í heildar-
yfirliti.
Af tölum þeim, er sýna inn- og útflutn-
ing af mjólkurafurðum, fleski og eggj-
um, á árunum 1938—44 skal greint eftir-
farandi:
Smjör. Innflutningur á smjöri nam 9V2
niilljón cwts (cwts = 50.8 kg.) 1938,
lækkaði niður í 2y2 milljón 1940, en sté svo
ögn aftur og nam rúmlega 3 milljónum
cwts 1944.
Ostur. Innflutningur á osti óx að mikl-
um mun á stríðsárunum. Árið 1938 nam
hann 3 millj. cwts, árið 1942 6,3 millj., en
minnkaði aftur og var árið 1944 5 millj.
cwts.
Hinn stórkostlega aukni innflutningur
°sta, á stríðsárunum, stafaði af því, að
New Zealand framleiddi ost í ríkum mæli
í stað smjörs.
Flesk. Eftir stöðvun útflutnings á
fleski frá Danmörku 1940, minnkaði inn-
flutningurinn til Bretlands um stund, en
óx aftur , er framleiðslan efldist í Ame-
ríku, einkum í Canada. Árið 1944 nam
innflutningur Bretlands 7,4 millj. cwts.
Innflutningur af frosnu og kældu svína-
kjöti frá Bandaríkjunum sjöfaldaðist á
stríðsárunum. Var þetta, samkvæmt láns-
og leigusamningunum, þáttur í hjálp
Bandaríkjanna Bretum til handa.
E gg. Innflutningur á eggjum nam
277 millj. tylfta árið 1938 en 1943 aðeins
23 millj. Þegar skipagöngur greiddust á
árinu 1944, óx innflutningur eggja að
mun.
Innflutningur á þurrkuðum eggjum óx
frá ári til árs á þessu tímabili.
í stuttu máli verður sagt, að breytingar
þær, sem urðu á innflutningi nefndra lífs-
nauðsynja til Englands á árunum 1938—
1944 stöfuðu af útilokun vissra markaðs-
landa og viðhorfum þeim, sem sköpuðust
af völdum stríðsins, þegar allt kapp varð
að leggja á innflutning þeirra vara, sem
þola langvinna geymslu og skemmast
ekki þó að flutningaskilyrði séu frumstæð.
Ódýrar bækun
Allt, sem til er af Frey til ársloka
1945, um 30 árgangar, heilir, seljum
vér á kr. 45,00.
Allt, sem til er af Búnaðarritinu,
alls um 30 árgangar, fæst enn fyrir
kr. 40,00 (ekki 30 krónur eins og mis-
prentast hafði í nóv.—des.-blaði
Freys).
Við ofangreint verð bætist burð-
argjald.
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS.