Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 13

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 13
FREÝR 57 Sundruð eða sameinuð átök ■ í janúarhefti Freys þ. á. birtir Sigurjón Siguðsson bóndi í Raftholti yfirlýsingu um að afstaða hans til skipulagsmála Stétt- arsambands bænda sé enn með öllu óbreytt, eins og hún kom fram á stofnfundi að Laugarvatni dagana 7.—9. sept. sl. Ég undraðist ekkert efni þessarar yfir- lýsingar í sjálfu sér, úr því að S. S. þótti nauðsyn til bera að vitna um afstöðu sína. Ég hafði ekki búist við þvf'að þeir sem á Laugarvatnsfundinum stóðu af sér öll rök, sem fram voru færð fyrir hinu gagnstæða, hefðu látið sig mikið síðan þá, með því líka að mál þessi hafa lítið verið rædd op- inberlega af hálfu þeirra er stóðu að meiri- hlutasamþykktinni. Og hitt taldi ég að eng- inn hefði skilið það þannig, að um stefnu- breytingu væri að ræða hjá S. S. þó að hann sýndi þann félagsþroska, að beygja sig fyrir löglegri samþykkt stofnfundarins, og taka sæti í framkvæmdastjórn sam- bandsins þar sem hann var til þess kjör- inn. En hitt er mér nokkurt undrunarefni hverjar ástæður hann færir fram fyrir því að hann fylgir minnihlutatillögunum. Ég get ekki betur séð, ef ástæður þessar eru lesnar niður í kjölinn, og bornar saman við þær tvenns konar tillögur, sem fyrir fundinum lágu, að þá verði þær allar að skoðast sem rök fyrir málstað meirihlut- ans, en ýmsar gegn málstað minnihlutans. Skal ég nú athuga þessar ástæður lið fyrir lið. Ég vil þá fyrst rifja upp í nokkrum drátt- um höfuðatriðin í þeim tillögum, sem fyrir ' lágu. Aðrar tillögurnar hafa verið kenndar við Búnaðarþingið og verður þeirri skilgrein- ingu haldið hér, þó að þær væru í aðalat- riðum mótaðar af Búnaðarsambandi Borg- arfjarðar og sendar þaðan til B.F.Í. Hinar tillögurnar voru mótaðar af stjórn Búnað- arsambands Suðurlands og nokkrum mönn- um, sem með henni höfðu starfað að mál- inu. Mun ég hér nefna þær tillögur B.S.S. Stofnfundur Stéttarsambandsins féllst svo á tillögur Búnaðarþings. Hvað höfðu tillögur þessar sameiginlegt og hvað bar þeim á milli? Sameiginlegt höfðu þær það: 1) að báðar vildu byggja samtökin á hreppabúnaðar- félögunum í landinu, 2) að báðar höguðu þær fulltrúakjöri og stjórn samtakanna á mjög svipaðan hátt og 3) að báðar gerðu ráð fyrir sama aðalverkefninu: hags- munabaráttu bændastéttarinnar. Það sem einkum bar á milli var þetta: 1) Búnaðarþing vildi fella starfsemi þess inn í heildarskipulag búnaðarsamtakanna, og skipta verkefnum milli hinna einstöku greina þess, en B.S.S. ekki, og 2) Búnaðar- þing vildi einskorða starfsemi Stéttarsam- bandsins við „stéttarmál“ bændanna ein- vörðungu, en B.S.S. virtist hafa tilhneig- ingu til að teygja starfsemina út á víðara svæði. Skal ég nú snú mér að hinum ein- stöku ástæðum S.S. Þar segir fyrst: „Enn sem fyrr tel ég stéttarfélagsskjap bænda eiga að starfa frjálsan og óháðan stjórnmálaflokkum og öðrum félagsstofnunum.“ Mætti ég nú spyrja: Hver hefir borið fram tillögu um hið gagnstæða, — um að stéttarfélagsskapur bænda ætti að vera ó- frjáls og háður stjórnmálaflokkum? Ég heyrði mál þessi mikið rædd bæði á Bún- aöarþingi og stofnfundinum á Laugarvatni,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.