Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 11

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 11
FRE YR 55 • . '£ Hákon Finnsson muni hún lengi standa upp úr. Hún er prýðilega rituð og svo sönn og nákvæm í öllu, gaf svo góða mynd af þrekmiklum hug- sjónamanni, er kom hugsjónum sínum í framkvæmd,en setti tak- markið svo hátt, sem hann áleit mannlegum mætti kleift. Skipu- lag og reglusemi, nákvæmni og samvizkusemi eru orð sem ein- kenndu bóndann í Borgum, og mér hefir jafnan verið það ráð- gáta hve miklu hann orkaði. Krafta sína og sinna hafði hann samstillt sem bezt mátti verða. Þessi einyrki átti engan aðgang að lánsstofnunum, átti engin at- vinnutæki, sem gætu gefið hon- um arð til að leggja í búnaðar- framkvæmdir. Fé til þeirra varð hann að fá með því að rækta hina íslenzku jörð. Eins og hann segir sjálfur í bók sinni: „Þar eð lántökuleiðin var ófær varð að finna ný úrræði til þess að geta komið upp nýja bænum eins og ég hafði fyrir löngu fyrirhugað hann. Og ráðið var: Að rækta svo mikið að ég gæti selt 100 hesta og töðu og 100 tunnur af garðmat, án þess að kaupa meiri vinnukraft. Þetta tókst.“ „Saga smábýlis“ seldist upp svo að segja á svipstundu, en það er því miður ekki al- gengt um bækur um búskap, þó góðar séu og hún er bók, sem ætti að gefa út aftur sem fyrst. Hákon var ágætlega ritfær og fserði margt í letur um dagana annað en Sögu smábýlis og væri vinningur að því að fá sumt af því gefið út.Hann var brautryðj- andi í Austur-Skaftafellssýslu í hagnýtri garðyrkju, og eru það mikil verðmæti, sem komið hafa utan frá inn á fjölda heimila sýslunnar, fyrir það að bændur fetuðu al- mennt í fótspor hans um framleiðslu gul- rófna og kartaflna í stærri stíl en áður þekktist þar. Þeir, sem vilja fá glögga mynd af Hákoni í Borgum ættu að lesa bókina hans; hér get ég ekki greint nánar frá hans fjölþættu hæfileikum og mikla starfi. Fáa ræktunarmenn hefir íslenzk bændastétt átt meiri en þennan einyrkja

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.