Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 33

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 33
FREY& 11 Stofnfjárrýrnun danska landbúnaðarins Samband danskra búnaðarfélaga hefir fient Ríkisþinginu og stjórninni niðurstöð- ur umfangsmikilla rannsókna, er gerðar hafa verið viðvíkjandi rýrnun höfuðstóls t>ess, sem bundinn er í framleiðsluöflum landbúnaðarins og er stofnfé hans. Niðurstöður þessar sýna meðal annars, að búfénu hefir fækkað að mun á stríðs- arunum en eigi að síður er bústofninn nú hietinn 875 milljónum króna meira en 1939. Til þess að auka bústofninn svo að hann Verði jafn mikill og fyrir stríðið, er talið að Þurfi að verja 228 miljónum króna. Þá hefir verðgildi jarðarinnar rýrnað að hiiklum mun sökum þess, að flutt hafa verið burt meiri jurtanærandi efni en í hana hafa verið borin — með öðrum orð- Uru: Jurtanærandi efni jarðvegsins hafa Sengið til þurrðar. Þetta er rýrnun sem telja verður tilfinnanlega, því gert er ráð iyrir að nota þurfi 23 miljónir sekkja af superfosfati og 6,7 miljónir sekkja af köfnunarefnisáburði til þess, að innihald Jarðvegsins af jurtanærandi efnum þess- ara áburðartegunda jafnist á við það, sem var fyrir stríð og auk þess þárf eitthvað af kalí, en þörf þess er minnst, því að það Var sú eina tegund áburðar, sem tiltölulega Sveiður aðgangur var að allt fram á síðasta fitríðsár. I þriðja lagi er um að ræða rýrnun þá, fiem orðið hefir á vélum, verkfærum og ^yggingum. Til þess að bæta fyrir fyrn- lugar og vanræktar aðgerðir á þessum hlutum er talið að þurfi rúmar 300 miljón- ir króna, eða 248 miljónir til véla, verk- fsera og innanhússumbúnaðar penings- húsanna, en 54 miljónir til bygginga. Sökum þess, að á árinu 1945 var enn ekki hægt að bæta úr brestum á þessum svið- um, þar eð efni vantaði, telst svo til, að upphæðin nemi um 400 miljónum króna um áramótin 1945—46. Rannsóknir og áætlanir þær, sem gerðar hafa verið þessu viðvíkjandi eru fram- kvæmdar með tilliti til þess, að fasteigna- matið, sem fram fer í Danmörku á 5 ára fresti og síðast var gert haustið 1945, er notað sem undirstaða við álagningu fast- eignaskatts og eignaskatts um næstu 5 ár, en fyrst og fremst voru rannsóknirnar þó gerðar vegna þess, að til mála hefir komið að innheimta í eitt skipti fyrir öll allháan eignaskatt til greiðslu á nokkru af miljarða skuld þeirri, sem danska ríkinu hefir verið ásköpuð á hernámsárunum. Almennt er viðurkennt, að Danmörk hafi sloppið í gegn um ógnir hernáms og styrj- aldar tiltölulega lítt sködduð og hvergi svo gjörrúin, sem ýms önnur lönd. Hækkað matsverð getur sýnt hvaða tölur sem vera skal, en eyðing hinna eiginlegu verðmæta er rýrnun eigna, þrátt fyrir hækkað mats- verð. Samanlagt er talið að verja þurfi um 1100 miljónum króna til þess að gera verð- mæti landbúnaðarins jafngóð og þau voru fyrir stríðið. Þetta eru ástæðurnar í því landi, sem sloppið hefir tiltölulega lítt meitt. Hvað þá með þau lönd og þær þjóðir, sem borið hafa þunga hernáms og styrjaldar í al- gleymingi árum saman?

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.