Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 36

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 36
80 FRE YR FRE YR — búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsambandi bænda. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Lækjargötu 14 Reykjavík. Pósthólf 1023. Sími 3110. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson. Ritnefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson. P R E Y R er l lað landbúnaðari:.s. Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir ±. júlí. Prentsmiðjan Edda h.f. Á síðastliðnu ári skipaði Menntamálaráð nefnd til þess að athuga þarfir atvinnuveganna, nú og í nánustu framtíð, fyrir vísinda- og tæknimenntaða menn. Hefir nefndin meðal annars komizt að þeirri niðurstöðu, að landbúnaðinn vanti 25 háskóla- menntaða búfræðinga, 2—4 landbúnaðarverkfræð- inga, 2 landskiptafræðinga og 6 dýralækna. Auk þessa er gert ráð fyrir, að þörf sé ýmsra annarra manna, sem vinna skuli að landnámi og framkvæmdum á vegum landbúnaðarins á kom- andi árum, þar á meðal 50—60 vélstjóra til að stjórna stórum ræktunarvélum. Niðurstöður þessar eru gleðilegur vottur þess, að loksins eru augu manna að opnast fyrir því, að nútíma búskapur verður því aðeins rekinn svo að í lagi sé, að hópur vel menntaðra manna að- stoði með ráðum og dáðum. Hins munu eflaust einhverjir spyrja, hvort land- búnaðurinn sé þess megnugur að hafa svo stóran hóp manna, sem embættismenn, á sinni könnu. Að sjálfsögðu verður reynslan að leiða í ljós hvort slíkir starfsmenn vinna það gagn, sem veg- ur eins mikið og laun þeirra. ★ í Danmörku eru 206 þúsund bændabýli. í árs- lok 1944 gekkst Hagstofan danska fyrir talningu þvaggryfja og haugstæða í landinu. Niðurstöður þeirrar talningar sýndu, að á 192.000 býlum voru þvaggryfjur en haugstæði á 197.000 býlum. Þeir 14 þúsund bændur, sem ekki notuðu þvaggryfjur, voru allir úr hópi smábænda. Aftur á móti voru það bæði smærri og stærri bændur, er fylltu hóp þeirra 11 þúsunda, sem ekki notuðu haugstæði. Með haugstæði er hér átt við mykjugeymslustað með þéttum botni og lágum veggjum, sem hindra burtrennsli mykju og lagar. Aðeins 14 þúsund haugstæði voru undir þaki. Danir vanda til geymslu þvagsins en mykjuna telja þeir tæpast svo mikils virði, að það borgi sig að geyma hana undir þaki. ★ f skýrslu PcSurbirgðafélags Skútustaðahrepps fyrir árið 1944—45, er gefið upp, að Sigurgeir Jóns- son, bóndi á Helluvaði, hafi á síðastliðnu hausti fengið 29,5 kg. af kjöti, 2,00 kg. af mör og 6,00 kg. af gæru eftir hverja á. Mun þetta vera met hér á landi — eða býður nokkur betur? ★ Nýbyggingarráð hefir undirbúið frumvarp til laga um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum, ásamt frumvarpi til laga um Ræktun- arsjóð íslands. Hafa frumvörp þessi verið lögð fyrir Alþingi það, er nú situr. Er hér' um mjög mikilsverð mál að ræða og því ástæða til að geta þeirra nánar síðar í Frey. ★ FREYR er blað sveitafólhsins. Eflið útbreiðslu Freys! ★

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.