Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 29

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 29
PRE YR 73 LJllarbirgðir Breta Á stríðsárunum hefir Bretland keypt alla þá ull, sem framleidd hefir verið í Ástralíu og Nýja Sjálandi umfram það, sem notað hefir verið á sömu slóðum. Þá hefir og ullarmagn Suður-Afríku verið keypt. Oll þessi ull hefir safnast saman svo að fyrirliggjandi voru 12 milj. ballar þann 30. júní 1945. Milli stóra Bretlands og hinna nefndu landa hafa nú verið gerðir samningar, sem hiiða að því að fyrirbyggja, að þessar ó- hemju birgðir komi á markaðinn í einu. Ef það skeði mundi ull verða því nær verð- laus á heimsmarkaðinum. Til þess að hafa hemil á framboðinu hefir verið stofnað félag, sem hefir mikil fjárráð og er fénu skipt í 8 hluta. Helm- ingur þeirrar upphæðar er undir yfirráð- um fjögurra fulltrúa ensku stjórnarinnar; fjórða hluta fjármagnsins stjórna full- trúar Nýja Sjálands og Suður-Afríku og fulltrúar Ástralíu stjórna fjórðungi fjár- hiagns. Sjálfu félaginu er stjórnað af forseta, sem stjórnir allra hinna nefndu landa hafa sameina,st um, og 8 framkvæmdastjórum, völdum eftir sömu hlutföllum og að fram- an greinir um fjárráð félagsins. Að sjálfsögðu verður haldið áfram að framleiða ull á þessum sömu slóðum og hætist sú framleiðsla við birgðirnar, sem fyrirliggjandi eru. Verður ullinni framvegis sleppt á mark- aðinn í hæfilegum skömmtum, og gert er ráð fyrir að birgðirnar endist á þann hátt í 14 ár. A hverju ári verður sett ákveðið lág- niarksverð á ull. Félagið kaupir árlega þá ull> sem ekki selst fyrir þá upphæð, er nem- ur lágmarksverði. Hvaða verðlag verður á ull í framtiðinni veit enginn, en það er tilgangurinn með skipulagning þessara mála, að framleiðandanum verði alltaf tryggt verð, sem nemur framleiðslukostn- aði, og hefir þessari reglu verið fyigt á stríðsárunum. Fyrir stríðið var öll ull Ástralíu seld á uppboðum, án nokkurrar opinberrara Ihlut- unar. Var þá aldrei nein trygging gegn þvi, að verðsveiflur kæmu þungt niður á fram- leiðendunum við og við. Samtímis lágmarksverðinu, sem ákveðið var og borgað eftir á stríðárunum, voru gerðar ráðstafanir um ullarmat og verð einstakra flokka ullar. Framvegis verður sú aðferð notuð, að ull hvers framleiðenda verður flokkuð og greitt ákveðið lágmarks verð fyrir hvern flokk. Síðan er ullin seld á uppboði. Ef meira fæst fyrir hana en sem nemur lágmarks- verði, kemur það að mestu í pyngju fram- leiðandans. Liggi hæsta boð neðan við lág- marksverð, kaupir félagið ullina og greiðir framleiðandanum lágmarksverðið. Yfirgnæfandi meiri hluti þeirrar ullar, sem fyrirliggjandi er, er í Ástralíu. Búist er við, að stjórn Ástraliu verði þegar í byrj- un að festa fé, er nemur 10 milj. punda til fjögurra ára vegna ráðstafana þeirra er hér er um að ræða. Kostnaðurinn við allar þessar fram- kvæmdir greiðist að hálfu leyti af ullar- framleiðendum, en hinn helmingurinn af ensku og áströlsku stjórnunum í félagi. Stjórn Ástraliu skal — samkvæmt samn- ingnum — fá eignarrétt yfir helmingi þeirrar ullar, sem Stóra Bretland á nú í Ástralíu. Framtíðar framleiðslan verður á ábyrgð hinna nefndu landsstjórna þannig, að hvort sem halli verður eða gróði á verzlun- inni með hana, skiptist það jafnt milli

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.