Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 31

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 31
FRE YR 75 Tilkynning frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða Frá og með 1. marz Iðtfi, er verð á kartöfl- um til framleiðenda ákveðið sem liér segir: Urvalsflokkur kr. 1^.00 hver 100 kg: I. flokkur — 129.00 — — — II. flokkur — 113.00 — — — Verð í heildsölu og smásölu er óbreytt. Reykjavík, 28. febrúar 191^6. VERÐLA GSNEFNDIN. í sveit, sem svelti bústofninn en vildi eigi að síður hafa fullan arð af honum. En þetta er einmitt það sem ráðandi menn Þjóðarinnar eru nú að gera, sumir — að því er virðist — markvisst. Nú þegar er fariS að mergsjúga framleiðsluna og fyrr en varir getur það farið svo, að launastétt- irnar komi að jötunni tómri. Eftirgjöfin á kjötinu í fyrra var tilraun til þess að koma vitinu fyrir launastéttirnar. Svarið sýndi okkur hvers við megum vænta og þokaði okkur saman. Eru nú síðustu forvöð að stinga fótum við, sem áreiðanlega er öllum fyrir beztu. Það er ekki ólíklegt að þessir menn, bæði launamennirnir og þeir nýríku vildu jafn- vel fórna „Búnaðarráði“ ef þeir hefðu tryggingu fyrir því, að Stéttarsambandið ýrði óháð Búnaðarfélagi íslands — því þá væru bændasamtökin tvenn og von um á- rekstra þeirra á milli — og um leið opin leið ýmsum flugu og æsingamönnum til þess að sundra bændastéttinni. Á gamlársdag 1945. Þórarinn V. Magnússon Steintúni. Nýtt byggingarefni Á ferðalagi mínu um Svíþjóð sumarið 1945, heimsótti ég stofnun þá er heitir: Lantbrukets byggnadsförening, í Lundi. Var mér þar, á meðal annars, sýnt nýtt byggingarefni, sem ennþá er á tilrauna- stigi, en líklegt er að ryðji sér til rúms innan skamms. Byggingarefni það, sem hér er um að ræða, eru einangrunarplötur búnar til úr hálmi. Uppfynding þessi er gerð af Niels Ryberg forstjóra og T. W. Diegen óðals- bónda, en Landssamband sænskra bænda stendur fyrir framleiðslunni. Plötur þessar kallast „Stramit“ og eru fyrst og fremst ætlaðar til innréttingar og einangrunar í íbúðarhúsum. Fyrir 7 árum síðan byggðu Svíar tveggja hæða íbúðarhús úr Stramit til reynslu. Stendur húsið sem nýtt væri og hefir staðizt óblíður og mislyndi veðráttufars- ins eins vel og önnur hús. Að sjálfsögðu er það múrhúðað utan. Ætla mætti, að hús byggt úr hálmi væri fremur flestum öðrum eldhætt. En þetta er öðru nær. Tilraun hefir verið gerð til þess að kveikja í því á þann hátt að beina blástursloga á ákveðinn blett 5 cm. þykkr- ar Stramit plötu, en ekki tókst að fá hana til þess að brenna, heldur sviðnaði hún lítið eitt. Hálfrar stundar eldun á þennan hátt sveið holu tveggja cm. djúpa, en hin-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.