Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 18

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 18
62 FRE YR Bafg’irðingar Meðal hinna nýjustu uppfyndinga, sem teknar hafa verið í þjónustu landbúnaðar- ins hin síðustu ár, eru „rafmagnsgirðing- arnar“, sem náð hafa ótrúlega mikilli út- breiðslu á örskömmum tíma á Norðurlönd- um. Það var laust fyrir stríðið, að framleiðsla þeirra hófst. Hver verksmiðjan af annarri hefir verið reist síðan og hafa þær þó ekki getað fullnægt eftirspurninni eftir girð- ingum þessum. Rafmagnsgirðing er talin eins sjálfsögð eign sveitaheimilisins eins og sláttuvélin. Rafmagnsgirðingin hefir þann kost, að létt er og afar fljótlegt að setja hana upp. Hún er oftast einstrengjuð og í staura má nota renglur. Þá er annar kostur hennar sá, að eyðilegging á húðum skepnanna á sér alls ekki stað, eins og gerðist meðan gaddavírsgirðingar voru notaðar. Hafa sútunarverksmiðjurnar því mælt mjög með notkun rafmagnsgirðinga. Rafmagnsgirðing verkar á þann hátt, að straumgjafi sendir við og við rafmagn út í þráðinn, sem getur verið sléttur vír eða gaddavír eftir atvikum, en sérstakt tæki — Straumstilli má kalla það — ræður straumhvörfum. Venjuleg rafhlaða er al- gengasti aflgjafinn. Þó er nú leyft að nota afl frá venjulegum ljósastraum, en sérstak- an umbúnað, sem rafmagneftirlit ríkisins verður að samþykkja, þarf til þess. Hæfni rafmagnsgirðinganna til vörzlu byggist á því, að örlitlum rafstraumi (milli- amper) með nokkur þúsund volta spennu, er hleypt í þiráðinn með fárra sekúnda millibili. Þær skepnur, sem einu sinni hafa kom- izt að raun um, að þráðurinn gefur „högg“ við snertingu, förðast hann jafnan síðan. Venjulegar rafhlöður geta sent nægilega virkan straum í gegn um leiðslu, sem er allt að 5 km. löng, einkum ef grannur vír er notaður. Vírinn er festur á staurana með einangr- unarhnöppum. Hliðumbúnaður er felldur inn í straumkerfið. Gagnsemi girðinga þessara má ráða af útbreiðslu þeirra. Afar fljótlegt er að setja þær upp og viðhaldskostnaðurinn er mjög lítill. Sjálf tækin — straumstillirinn með til- heyrandi útbúnaði — kostar á Norðurlönd- um frá 130—250 krónur eftir gerð og fyrir- komulagi, en við það bætizt að sjálfsögðu staurar og vír í girðingu. Því miður hafa girðingar þessar reynzt lítils virði sem varzla fyrir sauðfé, jafnvel þótt 3 strengir hafi verið prófaðir í þessu skyni. Ullin einangrar og sauðfé er harð- l • gert og skeytir engu þó að það fái straum- kipp í gegnum sig. Aftur.á móti eru rafmagnsgirðingar tal- in afbragðs varzla fyrir hross, kýr og svín, ásamt og ungviði þessara búfjártegunda. Á tugum þúsunda býla á Norðurlöndum er búfé nú geymt innan þessara girðinga með þeim árangri, að engin skepna fer út, þegar þær eru í lagi. Eru girðingar þessar nothæfar hér á landi? munu ýmsir spyrja. Svarið verður: Ekki til vörzlu fyrir sauðfé, en geymsla kúnna og notkunarhrossa, um sumarmán- uðina, mundi heppileg innan slíkra girð- inga hér á landi, sem annars staðar. Með aðstoð þessara létt færanlegu girðinga, er auðvelt að skipta beitilandinu niður í hólf og beita þau til skiptis. Ætti það að vera fyrsta sporið til full- kominnár beitiræktar, sem við verðum að stefna að í búnaði okkar. Það mun ekki óalgengt víða um sveitir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.